Fæðingar- og kvensjúkdómadeild FSA: Kristján Baldvinsson ráðinn yfirlæknir KRISTJÁN Baldvinsson sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum var ráðinn yfirlæknir á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á fundi stjórnar FSA í...

Fæðingar- og kvensjúkdómadeild FSA: Kristján Baldvinsson ráðinn yfirlæknir

KRISTJÁN Baldvinsson sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum var ráðinn yfirlæknir á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á fundi stjórnar FSA í gær.

Sjö umsækjendur voru um stöðuna er hún var auglýst öðru sinni, en Stefán Helgason á Akranesi dró umsókn sína til baka. Kristján var með lengsta starfsreynslu þeirra sem sóttu um. Hann hefur starfað á deildinni í afleysingum í einn mánuð, en enginn yfirlæknir hefur verið þar frá því Bjarni Rafnar lét af störfum um mánaðamótin febrúar/mars.

Eftir útskrift úr Háskóla Íslands hélt Kristján til framhaldsnáms í Danmörku og Skotlandi og lauk sérfræðinámi í skurðlækningum. Síðan lauk hann sérfræðinámi í fæðingarog kvensjúkdómafræðum. Kristján kom heim til Íslands árið 1970 og varð yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi til júníloka árið 1972, en frá þeim tíma og til loka apríl árið 1976 var hann yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Selfossi. Síðan hefur Kristján starfað á Landspítalanum.

Hann kemur til starfa á FSA 1. ágúst næstkomandi.