Síldarvinnslan á Neskaupstað: Ekki fæst leyfi til bátaskipta Sjávarútvegsráðuneytið veitti ekki heimild til þess að Síldarvinnslan á Neskaupstað keypti Júlíus Geirmundsson ÍS og úrelti í staðinn Barða NK, að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra...

Síldarvinnslan á Neskaupstað: Ekki fæst leyfi til bátaskipta Sjávarútvegsráðuneytið veitti ekki heimild til þess að Síldarvinnslan á Neskaupstað keypti Júlíus Geirmundsson ÍS og úrelti í staðinn Barða NK, að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. "Ráðu neytið leit svo á að með þessu móti færu of fáir rúmmetrar í staðinn fyrir þá sem kæmu inn, þarsem nýr Júlíus Geirmundsson kæmi í rauninni í staðinn fyrir Barða," sagði Finnbogi í samtali við Morgunblaðið.

Verið er að smíða nýjan Júlíus Geirmundsson í Noregi í stað gamla Júlíusar Geirmundssonar og kemur hann til landsins í ágúst næstkomandi. Finnbogi sagði að eigendur Júlíusar Geirmundssonar hefðu skuldbundið sig til að láta hann hverfa varanlega úr rekstri þegar nýi togarinn kæmi til landisns. "Við megum kaupa heldur stærra skip en Júlíus Geirmundsson ef það er nýtt, eða yngra en 12 ára, en við megum ekki kaupa Júlíus. Barði er orðinn 14 ára gamall og eftir 2 til 3 ár þarf að gera eitthvað í sambandi við endurnýjun okkar skipa."