Kveðjuorð: Eggert Jónsson Fæddur 28. október 1961 Dáinn 10. maí 1989 Það var glaðlegur hópur sem hittist í fyrsta sinn þennan haustdag árið 1968. Spenna lá í loftinu og eftirvænting skein úr litlum andlitum. Smávaxinn drengur stóð í miðjum hópnum, ekki mikill fyrir mann að sjá, en rauðglóandi kollurinn og stríðnisglampinn í augum hans sagði okkar að þettta yrði líflegur og skemmtilegur vetur. Þannig kom Eggert okkur fyrirsjónir þennan fyrsta skóladag.

Og víst er að veturinn sem á eftir kom var líflegur og skemmtilegur og veturinn þar á eftir. Hópurinn var samstilltur og fjörugur og vinaböndin styrktust eftir því sem árin liðu.

Eftir að grunnskóla lauk skildu þó leiðir flestra okkar og við misstum sjónar hvert af öðru. Það var okkur öllum því mikið áfall að frétta að Eggert, bekkjarbróðir okkar, væri dáinn og hefði farist á svo sviplegan hátt.

Við geymum í hjörtum okkar minningu um góðan dreng og vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

(V. Briem)

Kveðja frá bekkjar

systkinum í HJ