30. ágúst 1997 | Íþróttir | 207 orð

ÍBV mætir Stuttgart

Sigurvin Ólafssyni og fleiri Eyjamönnum varð að ósk sinni ­ Eyjamenn mæta Stuttgart í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Sigurvin hefur leikið með unglinga- og varaliði Stuttgart. Þegar dregið var í gær kom nafn Stuttgart fyrst upp úr "hattinum" og síðan nafn ÍBV.

ÍBV mætirStuttgart

Sigurvin Ólafssyni og fleiri Eyja mönnum varð að ósk sinni ­ Eyjamenn mæta Stuttgart í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Sigurvin hefur leikið með unglinga- og varaliði Stuttgart. Þegar dregið var í gær kom nafn Stuttgart fyrst upp úr "hattinum" og síðan nafn ÍBV. Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sem var viðstaddur dráttinn í Genéve í Sviss, setti sig strax í samband við forráðamenn Stuttgart og óskaði eftir að fyrri leikurinn færi fram á Íslandi. Þeir urðu við ósk hans og leika ÍBV og Stuttgart á Laugardalsvellinum 18. september og síðan í Stuttgart 2. október.

Stuttgart hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Eyjamönnum síðan Ásgeir Sigurvinsson, frændi Sigurvins, lék með liðinu. Ásgeir, sem verður heiðursgestur á Laugardalsvellinum, varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart 1984 og var þá valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar af leikmönnum. Tveir aðrir landsliðsmenn hafa verið atvinnumenn hjá Stuttgart. Eyjólfur Sverrisson, sem var meistari með 1992 og Helgi Sigurðsson. Bróðir Eyjólfs, Sverrir, leikur nú með ÍBV.

Nokkur "Íslendingalið" voru í hattinum, þegar dregið var í Evrópukeppninni í gær. Örebro, sem Arnór Guðjohnsen, Hlynur Birgisson og Sigurður Jónsson leika með, mætir rússnesku liði, Rúnar Kristinsson og félagar hans hjá Lilleström, leika gegn hollensku liði og Arnar Grétarsson leikur með AEK Aþenu gegn liði frá Lettlandi.

»Dráttur / C2Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.