13. nóvember 1997 | Íþróttir | 142 orð

Grikkinn fær líklega leikheimild með Grindavík

GRÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Konstantinos Tsartsaris, sem hefur verið hjá Grindvíkingum í vetur, fær væntanlega leikheimild á næstu dögum. Eins og við höfum skýrt frá hafa Grindvíkingar staðið í stappi við gríska liðið Verias, sem Tsartsaris lék með í 4. deildinni ytra, um hríð og voru menn orðnir vonlitlir um að leikheimild fengist nema með málaferlum.

Grikkinn fær

líklega leik-

heimild með

Grindavík GRÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Konstantinos Tsartsaris, sem hefur verið hjá Grindvíkingum í vetur, fær væntanlega leikheimild á næstu dögum. Eins og við höfum skýrt frá hafa Grindvíkingar staðið í stappi við gríska liðið Verias, sem Tsartsaris lék með í 4. deildinni ytra, um hríð og voru menn orðnir vonlitlir um að leikheimild fengist nema með málaferlum. En nú hafa samningar tekist um að Grindvíkingar leigi hann út tímabilið og aðeins er beðið eftir leikheimildinni. Tsartsaris er í Bandaríkjunum með úrvalsliði Evrópu í sínum aldursflokki og kemur til landsins á sunnudaginn og ætti að vera tilbúinn í slaginn í Keflavík fimmtudaginn 20. nóvember. "Ég þori ekki að segja að þetta sé frágengið fyrr en ég fæ leikheimildina í hendurnar, en við erum búnir að senda greiðslu og höfum staðið við okkar hlut," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, í gær.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.