Greinar fimmtudaginn 13. nóvember 1997

Forsíða

13. nóvember 1997 | Forsíða | 419 orð

Bann sett við ferðum íraskra embættismanna

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Írakar eru fordæmdir fyrir að meina Bandaríkjamönnum að taka þátt í vopnaeftirliti alþjóðasamtakanna í Írak. Öryggisráðið setti ennfremur bann við ferðum íraskra embættismanna, sem hafa hindrað eftirlitið, til annarra landa. Meira
13. nóvember 1997 | Forsíða | 96 orð

Borga með símanum

FINNAR geta nú borgað með farsímanum er þeir hlusta á tónlist í glymskratta og fá sér gos úr sjálfsala. Finnska símafyrirtækið Telecom Finland býður nú upp á þessa þjónustu og mun að minnsta kosti einn veitingastaður í Helsinki hafa útbúið glymskratta með tæki sem skuldfærir á símareikning þess sem velur lag. Meira
13. nóvember 1997 | Forsíða | 220 orð

Ronnie Biggs ekki framseldur

HÆSTIRÉTTUR Brasilíu hafnaði í gær beiðni brezkra stjórnvalda um að framselja Ronnie Biggs, sem hlaut frægð fyrir að hafa skipulagt stærsta lestarrán í sögu Bretlands 1963. Hann slapp úr fangelsi í Lundúnum 1965 og hefur búið í Rio de Janeiro frá 1970. Meira
13. nóvember 1997 | Forsíða | 419 orð

Vilja láta reyna á samninga

VEL fór á með forsætisráðherrum Íslands og Noregs, Davíð Oddssyni og Kjell Magne Bondevik, á fyrsta vinnufundi þeirra sem haldinn var í Ósló í gær. Rædd voru mál sem löndin telja ástæðu til að samræma afstöðu sína í og farið ofan í deilumál þjóðanna. Sagði Davíð að fram hefði komið vilji til að láta reyna á hvort samningar næðust en þó væri ekki hægt að segja að menn hefðu nokkuð í höndunum. Meira

Fréttir

13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 446 orð

Afnotarétti skipt á milli íbúa landsins

PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að skipta árlegum afnotarétti nytjastofna á Íslandsmiðum milli íbúa landsins. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og galla þess að árlegum afnotarétti nytjastofna á Íslandsmiðum verði skipt jafnt milli allra íbúa landsins. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Akureyrarbær kynnir starfsemi í Glerárgötu 26

KYNNING á starfsemi sem fram fer í Glerárgötu 26 verður á föstudag, 14. nóvember og verður húsið opið almenningi frá kl. 14 til 17. Tónlistarflutningur verður á vegum Tónlistarskólans á Akureyri um kl. 16, léttar veitingar verða í boði og kynnt verður sú fjölbreytta starfsemi sem fram fer í húsinu. Akureyrarbær tók skrifstofuhúsnæðið í notkun í ársbyrjun 1996. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Atkvæðagreiðsla endurtekin í tveimur félögum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurtaka atkvæðagreiðslur um verkfall í tveimur af fjórum vélstjórafélögum í landinu, en verkfall hefur verið boðað á skipum með stærri aflvélar en 1.500 kílóvött frá áramótum, sem þýðir að stór hluti frystiskipa- og loðnuflotans stöðvast. Enginn samningafundur hefur verið haldinn í kjaradeilunni frá því í sumar. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 921 orð

Ályktað um lýðræði, mannréttindi og frjálsar kosningar Árlegur fundur leiðtoga Rómönsku Ameríku, Spánar og Portúgals þótti

FUNDI leiðtoga Rómönsku Ameríku, Spánar og Portúgal, lauk á sunnudag í Venesúela með samþykkt lokayfirlýsingar þar sem segir m.a. að ríkin muni saman standa vörð um lýðræðið, frelsið og mannréttindin. Fundurinn, sem er árlegur viðburður, var talinn skila fáum áþreifanlegum niðurstöðum og þótti ekki takast sérlega vel. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 418 orð

Bandarísk stjórnvöld þrýsta á um lægri kyndingarkostnað

VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli hefur krafizt endurskoðunar á verði heita vatnsins, sem það kaupir af Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja bandarísk stjórnvöld óeðlilegt að varnarliðið greiði hátt í tvöfalt hærra verð fyrir heita vatnið en sveitarfélögin á Suðurnesjum. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Báðir aðilar meta ýmsar hugmyndir

SAMNINGANEFNDIR sjúkrahússlækna og ríkisins sátu á fundi daglangt í gær hjá ríkissáttasemjara og var laust eftir kvöldmat ákveðið að fresta viðræðum til næstkomandi þriðjudags. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að báðir aðilar hefðu ýmislegt að skoða til næsta fundar sem verður næstkomandi þriðjudag. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Beitir hefur veitt 52.000 tonn

LOÐNUSKIPIÐ Beitir NK 123 hefur nú aflað rúmlega 52.000 tonn á þessu ári og mun það vera mesti afli hjá einu skipi í ár. Mesti afli skips á einu ári er um 55.000 tonn og því ljóst að "Íslandsmetið" geti fallið glæðist aflinn. Það er Síldarvinnslan í Neskaupstað sem gerir Beiti út en skipstjórar eru Sigurjón Valdimarsson og Sigurbergur Hauksson. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Beltin björguðu

TVÆR konur voru fluttar á sjúkrahús eftir árekstur á mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis á Akureyri í fyrrakvöld. Nota þurfti tækjabíl til þess að ná annarri þeirra út úr bílnum. Meiðsli kvennanna eru ekki talin alvarleg, að sögn Erlings Huga Kristvinssonar, læknis á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hann segir alveg ljóst að bílbeltin hafi bjargað þeim. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Borgarstjóri í 8. sæti

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun skipa áttunda sæti Reykjavíkurlistans í komandi borgarstjórnarkosningum en prófkjör verður haldið um efstu sjö sæti listans í lok janúar nk. Á fundi samráðs Reykjavíkurlistans í gær kynnti framkvæmdanefnd samráðsins tillögu sína um fyrirkomulag prófkjörsins, sem var samþykkt einróma, Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Bætur fyrir meiðsli í umferðarslysi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt manni 2,6 milljónir króna í bætur vegna umferðarslyss, sem hann varð fyrir í september árið 1992. Maðurinn hafði slasast á baki um borð í fraktskipi tólf árum áður, en umferðarslysið bætti enn á örorku hans. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Staða eldri borgara hérlendis, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 2. Launaþróun hjá ríkinu, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 3. Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun. Ein umræða. 4. Sveitarstjórnarlög. Ein umræða. 5. Staðsetning nýrra ríkisfyrirtækja. Fyrri umræða. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 319 orð

Danskt varðskip á þurru í Hafnarfirði

Danskt varðskip á þurru í Hafnarfirði DANSKA varðskipið Skydderen er nú til viðgerðar í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. "Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem danskt varðskip kemur á þurrt land á Íslandi," segir Guðmundur Víglundsson, framkvæmdastjóri. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Endurbyggt í upp-runalegri mynd

SAMKOMULAG hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og lóðarhafa og eigenda húsanna á Laugavegi 21 og Klapparstíg 30. Í samkomulaginu felst að húsið á Laugavegi 21 verði endurbyggt í upprunalegri mynd, en á lóðinni á Klapparstíg 30 er fyrirhugað að byggja nýtt bakhús fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þá verður gert um 120 fermetra almenningstorg við Laugaveg, vestan við húsið nr. 21. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Endurskoðunarmiðstöðin og Hagvangur sameinast

ENDURSKOÐUNARMIÐSTÖÐIN Coopers og Lybrand ehf. og Hagvangur hf. munu sameinast um áramótin og mynda alhliða þjónustufyrirtæki fyrir viðskiptalífið. Kveikjan að sameiningunni er nýleg ákvörðun um samruna helstu samstarfsaðila þeirra erlendis, fjölþjóðafyrirtækjanna Coopers og Lybrand og Price Waterhouse. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 844 orð

Engin tilvistarkreppa í norrænu samstarfi

SPÁDÓMAR um endalok hins formlega norræna samstarfs hafa verið viðloðandi þing Norðurlandaráðs undanfarin ár, en þeir spádómar hafa ekki ræst. Nú er tilvistarkreppa ráðsins gengin yfir að mati Geirs H. Haardes, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 164 orð

Fimm myrtir í Karachi

FJÓRIR Bandaríkjamenn og einn Pakistani voru skotnir til bana í hafnarborginni Karachi í Pakistan snemma í gærmorgunn, að því er lögregla greindi frá. Mennirnir voru á ferð í bíl er tveir árásarmenn á öðrum bíl létu til skarar skríða og beittu hríðskotabyssum. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 1559 orð

Fluttir verði inn fósturvísar úr kúakyni frá Norðurlöndum

SKIPTAR skoðanir eru meðal kúabænda um hvort gera eigi tilraun með innflutning á útlendu mjólkurkúakyni. Í vikunni hefur niðurstaða nautgriparæktarnefndar um málið verið kynnt á fundum víða um land en jafnframt gefst bændum kostur á að taka þátt í skoðanakönnun um málið. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 586 orð

Forstjóri VISA Íslands telur fólki mismunað með Sérkorti Stöðvar 2

HÖRÐ samkeppni er nú í uppsiglingu milli kreditkortafyrirtækjanna í kjölfar samnings Kreditkorta hf. og Íslenska útvarpsfélagsins hf. um útgáfu á nýju kreditkorti, svokölluðu Sérkorti Stöðvar 2, sem þeir korthafar sem eru áskrifendur Stöðvar 2, fá sér að kostnaðarlausu. Með notkun þess geta korthafar fengið afslátt á áskriftargjaldi Stöðvar 2. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Framkvæmdum lokið í Ártúnsbrekku

FRAMKVÆMDUM er nú lokið að kalla við breikkun Vesturlandsvegar frá Elliðaám að Skeiðarvogi. Vegna tíðarfars verður hluta landmótunar þó frestað til vors. Heildarkostnaður við framkvæmdir sumarsins er 330 milljónir króna og er hann greiddur úr ríkissjóði því um er að ræða þjóðveg í þéttbýli. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Framtíðarskipan og rekstur sjúkrahúsa

DEILD hjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa heldur aðalfund sinn og málþing á Hótel KEA dagana 13. til 14. nóvember. Málþingið verður helgað framtíðarskipan og rekstri sjúkrahúsa. Framsögu hafa Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og alþingismennirnir Tómas Ingi Olrich, Margrét Frímannsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fræðsluerindi í Vídalínskirkju

SR. HANS Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Vídalínskirkju flytur fræðsluerindi um samskipti foreldra og barna er nefnist "Unglingsárin" laugardaginn 15. nóvember kl. 15. Í fyrirlestrinum verður m.a. rætt um afleiðingar þess þegar samskipti rofna á þessum viðkvæmu árum og hvað má gera til þess að koma í veg fyrir það með styrkingu fjölskyldunnar. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fundur um fiskveiðistjórnun

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur fund um fiskveiðistjórnun með þingmönnunum Pétri Blöndal og Einari Oddi Kristjánssyni í dag, fimmtudag. Tilefni fundarins er tillaga Péturs Blöndal um almenna eignaraðild á fiskveiðiheimildum. Fundurinn hefst kl. 17.15 á efri hæð kaffihússins Sólons Íslandus á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fyrirlestrar um kristið siðferði

Í ÁRBÆJARKIRKJU verða fluttir fyrirlestrar um spurningar er varða kristið siðferði. Fyrsti fyrirlesturinn í þessari röð verður fluttur í dag, fimmtudag kl. 20.30. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur flytur fyrirlesturinn en að honum loknum gefst tækifæri til umræðna yfir kaffibolla um efnið. Í kjölfar þessa fyrirlestrar verður fyrirlestur um hjónabandið 20. nóvember. 27. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Fyrirlestur um eðlisfræði

Fyrirlestur um eðlisfræði EÐLISFRÆÐIFÉLAG Íslands stendur að fyrirlestraröð þar sem ungir eðlisfræðingar kynna viðfangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Fimmtudaginn 13. nóvember heldur dr. Páll Ólafsson erindi sem nefnist "Líkan fyrir eiginleika álmelma" í Lögbergi, stofu 101, kl. 16.15. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fyrirlestur um íslenskar lækningajurtir

SIGMUNDUR Guðbjarnason prófessor heldur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Háskólans sem nefnist "Leit að líffræðilega virkum efnum í lækningajurtum" föstudaginn 14. nóvember. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12 í stofu G-6 kl. 12.20. Öllum er heimill aðgangur. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrirlestur um jafnréttismál

DR. AGNETA Stark flytur fyrirlestur í Norræna húsinu, fimmtudaginn 13. nóvember, um hvernig koma eigi landsfeðrunum á jafnréttisnámskeið. Agneta Stark er á Íslandi í boði Kvennalistans í tengslum við landsfund flokksins um næstu helgi. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 429 orð

Fyrstu niðurstöður væntanlegar um áramótin

FULLTRÚAR á vegum fyrirtækis í eigu rússneskra og bandarískra aðila sem vinnur nú að forhagkvæmniathugun á því að reisa olíuhreinsunarstöð hér á landi voru staddir hérlendis í þessari viku á vegum Fjárfestingarskrifstofu Íslands og ræddu þeir við fulltrúa stjórnvalda og sveitarstjórnarmenn um verkefnið. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 604 orð

Heildarkostnaður ljósleiðara 4 milljarðar

HEILDARKOSTNAÐUR við lagningu ljósleiðara um landið, að frátöldum innanbæjarkerfum, en meðtöldum öllum búnaði sem honum tengist, er um 4 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag. Þetta kom fram í svari Halldórs Blöndal samgönguráðherra við fyrirspurn Jóns Kristjánssonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Vísaði Halldór í svari sínu til bréfs frá forstjóra Pósts og síma hf. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 690 orð

Heimsóknum á bókasöfn fer sífellt fjölgandi

Norræn bókasafnavika hófst á mánudag klukkan sex, samtímis í almenningsbókasöfnum á öllum Norðurlöndum, með upplestri úr Egils sögu við kertaljós. Lesið var upp í sextíu söfnum á Íslandi eða í rúmlega 1.000 söfnu víðs vegar í Skandinavíu. Bókasafnavika er haldin í fyrsta sinn nú og lýkur á sunnudag. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Hestlaust í Árneshreppi

NÚ er orðið hestlaust í Árneshreppi því Hjalti Guðmundsson í Bæ í Trékyllisvík seldi síðasta hestinn sinn á dögunum. Alltaf hafa verið hestar á hverjum bæ og síðustu árin voru hestar á þremur bæjum. Þykir fréttnæmt að hestlaust sé orðið í þessari landbúnaðarsveit. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 304 orð

Hittir ekki Bill Clinton

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mun halda til Bretlands í dag, eftir að fyrirhugaðri brottför hans í gær var frestað vegna annríkis. Netanyahu mun hitta Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á meðan á Bretlandsdvöl hans stendur. Hann hyggst síðan fljúga til Bandaríkjanna á sunnudag og sækja fund á vegum samtaka Gyðinga. Meira
13. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 144 orð

Horft til framtíðar á Vesturlandi

Grund, Skorradal-Fulltrúar í sveitarstjórnum á Vesturlandi horfa til framtíðar og því var kosin framtíðarnefnd á aðalfundi sambands sveitarfélaga á svæðinu nýlega. Formaður nefndarinnar er Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Grundarfirði. Nefndarformaðurinn talaði af röggsemi fyrir tillögum nefndarinnar á aðalfundinum og voru þær allar samþykktar. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð

Ísland andvígt nýjum viðræðum við ESB

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að íslenzk stjórnvöld séu því andvíg að teknar verði upp nýjar viðræður um samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um afnám heilbrigðiseftirlits með matvælum á landamærum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Jólakort Barnaheilla

"EINS og undanfarin ár gefa Barnaheill út jólakort til styrktar starfi samtakanna, en sala á jólakortum er orðin ein helsta tekjuöflunarleið samtakanna. Með því að kaupa jólakort Barnaheilla er verið að styrkja starf í þágu barna á Íslandi, en markmið Barnaheilla er að vera málsvari allra barna og hafa frumkvæði að málum er varða réttindi þeirra og velferð. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Jólasveinarnir fljótir á sér

JAFNVEL þó að enn séu sex vikur til jóla eru útstillingar í verslanagluggum víða farnar að minna á jólahátíðina. Sumum þykir nóg um hversu snemma er af stað farið og virðist sem vinsamleg tilmæli kirkjunnar þjóna á undanförnum árum um að fara sér hægt í þessum efnum hafi ekki náð eyrum verslunarmanna. Meira
13. nóvember 1997 | Smáfréttir | 74 orð

KEPPNI í drengja­ og telpnaflokki (fædd 1982 og síðar) á Skákþin

KEPPNI í drengja­ og telpnaflokki (fædd 1982 og síðar) á Skákþingi Íslands verður dagana 15. og 16. nóvember. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad­kerfi og er umhugsunartími 30 mín. á skák fyrir keppanda. Umferðartafla er þannig: Laugardag kl. 13­18, 1., 2., 3., 4. og 5. umferð. Sunnudag kl. 13­17, 6., 7., 8. og 9. umferð. Meira
13. nóvember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Kirkjugarðurinn stækkaður næsta sumar

Flateyri-Í sumar sem leið var unnið við að laga til í kirkjugarðinum, en hann varð illa úti í snjóflóðinu fyrir tveimur árum. Fjarlægðir hafa verið brotnir legsteinar og grafir skráðar. Til stendur að hlaða grjóthleðsluvegg á næsta ári, og stækka garðinn um leið. Það var Pétur Jónsson arkitekt sem hannaði nýja garðinn. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Kom fram í gærkvöld

SÖLVI Levi Pétursson, 24 ára Reykvíkingur sem leitað hefur verið að frá því á sunnudag, kom fram í gærkvöld á heimili föður síns. Björgunarsveitarmenn höfðu leitað Sölva í þrjá daga og komu í gær fram vísbendingar sem bentu til mannaferða í sumarbústöðum á Kjalarnesi og var einkum leitað þar í gær. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 361 orð

Kostnaður við 130 farþega ferju um 115 milljónir

"ÞETTA eru virkilega gleðileg tíðindi," sagði Gunnar Jónsson sveitarstjóri í Hrísey um samþykkt ríkisstjórnarinnar að heimila samgönguráðherra að semja um smíði nýrrar Hríseyjarferju. Í ráðuneytinu hefur að undanförnu verið unnið að athugun á kostnaði við nýja ferju, en brýn þörf er á að endurnýja ferjuna sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Krefst uppsagnar framkvæmdastjóra

STJÓRN Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, NAN, hefur sent stjórn Neytendasamtakanna bréf þar sem þess er krafist að Jóhannesi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, verði tafarlaust sagt upp störfum vegna síendurtekinna ávirðinga í starfi. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Kúabændum fækkar enn

GUÐMUNDUR Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segir að ein af ástæðum þess að verð á mjólkurkvóta hefur lækkað unanfarið sé sú að hópur kúabænda treysti sér ekki til að halda áfram kúabúskap vegna hertra reglna um frumutalningu í mjólk. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 529 orð

Lagt að Chirac að taka upp mannréttindamál

FRÖNSK samtök, sem láta mannréttindi í Víetnam til sín taka, hvöttu í gær Jacques Chirac Frakklandsforseta til að taka upp mannréttindamál þar í landi og öðrum ríkjum Samtaka frönskumælandi ríkja, La Francophonie, á leiðtogafundi samtakanna, sem hefst í víetnömsku höfuðborginni, Hanoi, á morgun. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

LEIÐRÉTT "Ekki" ofaukið ÞAU mistö

ÞAU mistök urðu í frétt í Verinu í gær, miðvikudag, um samþykktir Vélstjóraþings, að orðinu ekki var ofaukið á einum stað. Fyrir vikið var samþykktinni snúið við. Í fréttinni sagði að þingið tæki ekki undir orð menntamálaráðherra um að hluti vélstjóranáms skuli færður á háskólastig. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Ljósakrossar á leiði

LIONSKLÚBBURINN Vitaðsgjafi mun líkt og undangengin ár annast leiðalýsingu í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit nú á aðventunni og yfir jólahátíðina. Ljósakrossar á leiði verða settir upp fyrstu helgi í aðventu og kveikt á lýsingunni 30. nóvember og munu þeir lýsa hátíðirnar á enda. Líkt og undanfarin ár er leiguverð fyrir ljósakross 1.500 krónur. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Lögreglan leitar stolinna bíla

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nokkurra ökutækja sem stolið hefur verið síðustu daga og vikur. Óskar hún þess að þeir sem verða varir við þessi ökutæki eða vita hvar þau eru geri henni viðvart á næstu lögreglustöð. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 170 orð

Lög um fjármögnun flokka endurskoðuð

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að tímabært væri að taka fyrirkomulag fjármögnunar stjórnmálaflokka til endurskoðunar og kvaðst hafa falið opinberri eftirlitsnefnd að leggja fram tillögur um lagabreytingar fyrir næsta sumar. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

MAUS­útgáfutónleikar

VEGNA útgáfu þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar MAUS verða haldnir útgáfutónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Húsið opnað kl. 22. Aðgangur er kr. 500 og aldurstakmark er 18 ár eftir kl. 23. Hljómsveitin mun leika öll lögin af nýju plötunni "Lof mér að falla að þínu eyra" ásamt eldra efni. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Málefni lífeyrissjóða undir eitt ráðuneyti

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að kanna hvort rétt sé að færa saman undir eitt ráðuneyti málefni lífeyrissjóða og lífeyrissparnaðar, almannatrygginga, félagslegrar framfærslu og vinnumarkaðsmála, a.m.k. það sem lýtur að atvinnuleysisbótum og málefnum atvinnulausra. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Málþing um geðlæknisfræði

GEÐLÆKNAFÉLAG Íslands heldur málþing á Hótel Loftleiðum dagana 14. og 15. nóvember til heiðurs Tómasi Helgasyni prófessor, en hann verður gerður að heiðursfélaga Geðlæknafélagsins í tengslum við þingið vegna forystu og brautryðjandastarfa á sviði geðlækninga á Íslandi. Þingið er ætlað læknum, sálfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 169 orð

Meirihluti Finna gegn aðild að EMU

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finna, hefur reynt að telja fulltrúum norrænna nágrannaþjóða á þingi Norðurlandaráðs í Helsingfors trú um að Finnar ætli að gerast aðilar að myntbandalagi Evrópu (EMU). Heima fyrir sýna skoðanakannanir hins vegar að meirihluti landsmanna er andvígur því að Finnar verði meðal stofnþjóða EMU. Meira
13. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 371 orð

Minnisvarði um frumkvöðul í skógrækt

Akranes­Bæjarstjórn Akraness hefur látið setja upp minnisvarða um Guðmund Jónsson garðaráðsmann, sem var frumkvöðull að gerð skógræktarsvæðisins á Akranesi. Minnisvarðinn er staðsettur í Garðalundi og með þessu vill bæjarstjórnin minnast Guðmundur fyrir einstakt brautryðjendastarf í þágu komandi kynslóða. Minnisvarðinn var afhjúpaður 5. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð

Mótmælt lokun Goethe-stofnunar

HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um Goethe-stofnunina í Reykjavík. Meginefni tillögunnar er að Alþingi telji mikilvægt fyrir áframhaldandi góð samskipti Íslands og Þýskalands að útibú Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík verði starfrækt áfram og álykti að fela ríkisstjórninni að leita eftir því við þýsk stjórnvöld Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Námskeið um umönnun fjölfatlaðra

STYRKTARFÉLAG vangefinna stendur fyrir námskeiði þriðjudaginn 18. nóvember nk. frá kl. 9 til 16 í Lykilhótel Cabin, Borgartúni 32. Námskeiðið beinist að því hvernig hægt er að þjálfa og virkja fjölfatlaða. Sýnt er hvernig vinna má með mismunandi færnisvið og hvernig nýta má mismunandi hjálpartæki til að ná fram einstaklingsbundnum lífsgæðum. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Noregur vor nágranni

HEIÐDÍS Norðfjörð les í sögustund á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag, fimmtudag kl. 14.30. Noregur verður í sviðsljósinu á norrænu bókasafnsvikunni, Í ljósaskiptunum sem nú stendur yfir. Á þrjúbíósýningu safnsins verður sýnd myndin Átta börn og amma þeirra í skóginum á norsku. Bjarni Guðleifsson les á norsku og íslensku í dagskrá sem hefst kl. Meira
13. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 97 orð

Nýr Búnaðarbanki rís á Selfossi

Selfossi­Það hefur verið mikið um framkvæmdir í miðbæ Selfoss á þessu ári og útlit er fyrir frekari framkvæmdir á næsta ári. Nú á síðustu mánuðum hefur smám saman verið tekið í notkun nýtt þjónustu- og verslunarhúsnæði beint á móti verslun KÁ á Austurvegi. Nú er að rísa við hlið þessa húss ný bygging Búnaðarbankans á Selfossi. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Nýr leikskóli við Vættaborgir

NÝR leikskóli við Vættaborgir í Grafarvogshverfi tók formlega til starfa á þriðjudag. Þá var einnig tekin í notkun viðbygging við leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Leikskólinn við Vættaborgir, sem hefur fengið nafnið Hulduheimar, er fjögurra deilda leikskóli, byggður á verðlaunatillögu í lokaðri samkeppni sem Reykjavíkurborg efndi til árið 1995. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Opið hús á bæklunardeild

FIMMTÁN ár eru frá því bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tók til starfa og í tilefni af því verður opið hús í kennslustofu sjúkrahússins frá kl. 14 til 17 í dag, fimmtudaginn 13. nóvember. Starfsemi deildarinnar verður kynnt, m.a. flytur Júlíus Gestsson yfirlæknir erindi þar sem fjallað verður um þróun bæklunarlækninga á FSA síðustu ár. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Opið hús í tilefni 70 ára afmælis

OPIÐ hús verður á Kristnesspítala á föstudag, 14. nóvember frá kl. 15.30­17.30 í tilefni þess að 1. nóvember síðastliðinn voru 70 ár liðin frá vígslu spítalans sem þá hét Heilsuhæli Norðurlands í Kristnesi. Starfsemi spítalans fyrr og nú verður kynnt og húsnæði sýnt, m.a. þjálfunarlaug sem er í byggingu. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Óvíst hvað gert verður við Akraborgina

AKRABORGIN hættir væntanlega siglingum milli Reykjavíkur og Akraness sama dag og Hvalfjarðargöngin verða opnuð. 39 manns vinna við skipið, langflestir búsettir á Akranesi. Að sögn Helga Ibsen, framkvæmdastjóra Skallagríms hf., útgerðar Akraborgarinnar, er það liður í samningum um gerð ganganna að rekstri skipsins verði hætt og er miðað við 15. júlí í því sambandi. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 197 orð

Óvíst hvers vegna bátur Bastesens sökk

EKKI er enn vitað hvers vegna hvalveiðibátur norska þingmannsins og hvalveiðimannsins Steinars Bastesen sökk. Báti Bastesens var sökkt í höfninni í Brønnøysund á þriðjudagskvöld og í gærkvöldi hafði hann enn ekki náðst upp. Hvalaverndunarsinninn Paul Watson lýsti því yfir í gær að að "hvalavinir" hefðu verið að verki og sjálfur er Bastesen sannfærður um að skemmdarverk hafi verið unnin á bátnum. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Ráðstefnuröð um samgöngumál

RÖÐ fjögurra ráðstefna um ýmis málefni tengd samgöngumálum sem samgönguráðuneytið og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri standa að er að hefjast. Fyrsta ráðstefnan ber yfirskriftina "Landsbyggðin og tæknin ­ Spegilmynd þjóðar" og verður haldin í Oddfellow-húsinu á Akureyri á laugardag, 15. nóvember. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 91 orð

ReutersVið gröf Rabins

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, leggur blómsveig á gröf Yitzhaks Rabins. Þess var minnst í Ísrael í gær að tvö ár eru liðin, samkvæmt tímatali gyðinga, frá því Rabin, þáverandi forsætisráðherra, var ráðinn af dögum í Tel Avív. Við minningarathöfn, sem fram fór við grafreit hans í Jerúsalem, tókust ekkja hans, Leah, og Netanyahu í hendur. Meira
13. nóvember 1997 | Miðopna | 2544 orð

SAMEINING Í SKAGAFIRÐIFyrsta eða anna

ÁÐUR hefur verið gerð tilraun til að sameina öll sveitarfélög Skagafjarðar, það var í stóru sameiningarkosningunum árið 1993. Þá var tillagan samþykkt í sex sveitarfélögum Skagafjarðar en felld í sex og í sumum með miklum mun. Mikill meirihluti íbúanna býr í þeim sveitarfélögum sem samþykktu. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 304 orð

Samþjöppun í sjávarútvegi minni en annars staðar

TÓMAS Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að ljóst væri að samþjöppun í eignaraðild fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins væri margföld sú samþjöppun sem ætti sér stað innan sjávarútvegsins. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Segðu mér sögu

BÆJARBÚAR hafa verið duglegir að heimsækja Amtsbókasafnið á Akureyri í vikunni, en þar stendur yfir norræna bókasafnsvikan, Í ljósaskiptunum. Elínborg B. Sturlaugsdóttir, sem sér um barnastarf á safninu, las fyrir börnin sem sóttu safnið heim í gærmorgun. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Segir landbrot hafa fært landhelgina

DÓMSMÁL, þar sem deilt er um hvar íslensku landhelgismörkin liggja, er nú rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Skipstjóri, sem ákærður er fyrir ólögmætar veiðar, ber fyrir sig að vegna landbrots hafi landhelgin færst innar en sjókort sýna og því hafi hann verið réttu en ekki röngu megin við veiðarnar. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Séra Úlfar prófastur Árnesinga

ÞORSTEINN Pálsson kirkjumálaráðherra hefur skipað séra Úlfar Guðmundsson, sóknarprest á Eyrarbakka, prófast í Árnesprófastsdæmi frá 1. desember til næstufimm ára. Séra Úlfar tekur við af séra Guðmundi Óla Ólafssyni í Skálholti,sem lætur af störfum fyrir aldurssakir. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Spurningakeppni Baldursbrár

SPURNINGAKEPPNI Kvenfélagsins Baldursbrár verður haldin í Safnaðarsal Glerárkirkju á föstudagskvöld, 14. nóvember kl. 20.30. Lið trillukarla í Bótinni og Kórs Glerárkirkju, Glerárskóla og Karlakórs Akureyrar-Geysis, Ríkisútvarpsins og presta, Dags og eldri borgara keppa. Meira
13. nóvember 1997 | Smáfréttir | 43 orð

STARFSMENN Ingvars Helgasonar, Bílheima, Bílahússins og

STARFSMENN Ingvars Helgasonar, Bílheima, Bílahússins og heildverslunarinnar Bjarkeyjar leggja af stað í árshátíðarleiðangur á fimmtudagskvöldið. Fyrirtækin öll að Sævarhöfða 2 verða því lokuð á föstudag og hefðbundnar bílasýningar um helgina falla niður. Neyðarþjónusta fyrir varahluti verður veitt þessa daga. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Steinar Waage Skóverslun 40 ára

Á ÞESSU ári eru liðin 40 ár frá því að Steinar Waage Skóverslun hóf rekstur. "Í upphafi var um að ræða lítið verkstæði með orthopediskar skó- og innleggjasmíðar sem aðalrekstur. En fljótlega hóf Steinar Waage innflutning á skóm sem hentuðu vel fyrir börn sem áttu við fótamein að stríða. Reksturinn vatt upp á sig og núna rekur fyrirtækið þrjár skóverslanir. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Styrktarsjóður námsmannaverði stofnaður

Styrktarsjóður námsmannaverði stofnaðurLÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar þess efnis að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að undirbúa stofnun styrktarsjóðs námsmanna í samstarfi við ríki, sveitarfélög, félagasamtök, vinnuveitendur, launþegasamtök og samtök námsfólks. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Styrktartónleikar SÁÁ-N

STYRKTARTÓNLEIKAR SÁÁ-N verða haldnir í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, fimmtudagskvöldið 13. nóvember kl. 20.30. Fram koma Helgi Björnsson, Pálmi Gunnarsson, GIMP, 200.000 naglbýtar, Bliss, PKK, Júlíus Guðmundsson, Tvöföld áhrif, Hey Joe og Flat 5. Forsala aðgöngumiða er í Bókvali, en miðaverð er 800 krónur. Húsið verður opnað kl. 19.30. Kynnir er Óðinn Svan Geirsson. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sundstaðir Reglur um öryggi samþykktar ALLS 25 s

ALLS 25 sveitarfélög og þar á meðal nær öll fjölmennustu sveitarfélög landsins hafa formlega samþykkt þær reglur sem menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út í júní 1994 um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Suzette Dorsey sem "Tina Turner"

LISTAKONAN Suzette Dorsey kemur fram í hlutverki Tinu Turner á einni sýningu á Hótel Íslandi föstudagskvöldið 14. nóvember kl. 22. Á undan Suzette kemur dúóið "Dash" fram og ennfremur enski skemmtikrafturinn Mike Scott. Hljómsveitin "Pure Fantasy" sem ferðast með Suzette um alla Evrópu mun leika fyrir dansi eftir sýninguna. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 307 orð

Tekjur jukust um 5 milljarða króna

AFKOMA ríkissjóðs batnaði um 3,8 milljarða króna á föstu verðlagi fyrstu níu mánuðina í ár samanborið við sama tímabil í fyrra og má alfarið rekja bætta afkomu til aukinna tekna. Tekjurnar fyrstu níu mánuði ársins jukust um 5 milljarða króna, en gjöld hafa hækkað um rúma 1,2 milljarða króna að raungildi. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Tilraunaveiðar á ref og minká Hornströndum

Tilraunaveiðar á ref og minká HornströndumEINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um tilraunaveiðar á ref og mink í friðlandinu á Hornströndum, á Alþingi á þriðjudag. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Tæknisýning í Perlunni

SÝNINGIN Tækni-Lífsstíll '97 verður haldin í Perlunni dagana 14. til 16. nóvember næstkomandi. Markmið sýningarinnar er að gefa fólki kost á að kynnast fjölbreyttum notkunarmöguleikum heimilistölvunnar, upplýsingamiðlun og margs konar þjónustu á alnetinu. Sýningunni er einkum ætlað að höfða til heimila og fjölskyldna. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Um 430 milljónir til búháttabreytinga FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbúnaðar

FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbúnaðarins hefur varið rúmlega 430 milljónum króna til búháttabreytinga á starfstíma sínum, eða frá árinu 1985 til 1996. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar, þingmanns jafnaðarmanna. Hæst var fjárhæðin samtals á árinu 1987 eða tæplega 70 milljónir króna, en lægst á árinu 1990 eða um 23,2 milljónir króna. Meira
13. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 331 orð

Uppbygging skautasvæða helsta baráttumálið

ÞRÍR félagar í Skautafélagi Akureyrar voru gerðir að heiðursfélögum í hófi sem haldið var í tilefni af 60 ára afmæli félagsins, en það eru þeir Birgir Ágústsson, Guðmundur Pétursson og Ingólfur Ármannsson. Þá voru þeir þrír ásamt Jóni Dalmann Ármannssyni og Skúla og Vilhelm Ágústssonum sæmdir gullmerki félagsins, en allir hafa þeir ötullega unnið að framgangi skautaíþróttarinnar á Akureyri. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 70 orð

Úrhelli og flóð í Feneyjum

GÍFURLEGT úrfelli hefur verið á Ítalíu í nokkra daga og valdið ýmsum vandkvæðum, meðal annars tafði það för þessa verkamanns um Markúsartorgið í Feneyjum í gær. Flóð á þessum árstíma eru engin nýlunda í Feneyjum og í fyrra voru flóð þar í borg í hálfan mánuð samfleytt. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Útgáfutónleikar Bubba Morthens

KOMIN er á markaðinn nýjasta tónlistarafurð Bubba Morthens, Trúir þú á engla. Í tilefni af útkomu hennar heldur Bubbi útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu mánudaginn 17. nóvember og hefjast þeir kl. 21.00. Honum til halds og trausts verða Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Gunnlaugur Briem á trommur, Jakob Smári Magnússon á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Eðvarð Lárusson á gítar. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Úttekt á hávaðaog hljóðmengun

HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, mælti á þriðjudag fyrir tillögu til þingsályktunar um úttekt á hávaða- og hljóðmengun. Er með tillögunni lagt til að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram víðtæka úttekt á hávaða- og hljóðmengun hérlendis og leggja fyrir næsta þing niðurstöður hennar og tillögur til úrbóta. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 417 orð

Varði doktorsritgerð

Helgi Birgir Schiöth varði doktorsritgerð 10. október sl. við lyfjafræðideild háskólans í Uppsala í Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á melanocortin (MC) hormón viðtökum. Viðtakar eru þeir staðir þar sem hormónar og lyf bindast við frumur líkamans, sem síðan leiðir til svars í þeim frumum sem bera viðtakann. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Verkefnastyrkur FS afhentur

RAGNHEIÐUR Hulda Proppé hlaut verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta, en styrkurinn var afhentur í vikunni. Ragnheiður fékk styrkinn fyrir BA-ritgerð sína í mannfræði, "Konur og sjávarbyggðir: Mótun hugmynda, tákna og ríkjandi gilda um kynferði; verkaskiptingu kynjanna; sjálfsmyndir kvenna og ímyndir um konur í sjávarbyggðum á Norður-Atlantshafssvæðinu". Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1258 orð

"Við hikum ekki við að beita fallbyssum aftur ef á þarf að halda" Hörð ummæli Peter Angelsens sjávarútvegsráðherra í nýju norsku

HANN er hvorki ógnandi né grimmdarlegur, nýi norski sjávarútvegsráðherrann, heldur blátt áfram og gæddur virðuleika, sem grátt hár og ljósgrá velsniðin jakkaföt ljá honum. Hann segir þó að íslensk fiskiskip skuli ekki búast við öðru en varðskipsmóttökum, ef þau nálgast Smuguna eða endurtaka, það sem hann með bros á vör kallar "innrás", "svona í gæsalöppum", Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Yfir 30 milljónir í verkefni

HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar lagði á síðasta starfsári sínu 30,4 milljónir króna til verkefna innanlands og utan. Rúmur fjórðungur fjárhæðarinnar, 8,3 milljónir króna, fór til verkefna á Indlandi en önnur erlend verkefni eru minni. Hérlendis voru lagðar 5,4 milljónir í innanlandsaðstoð og fræðslustarf. Meira
13. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð

Yfirgnæfandi líkur á gildistöku EMU 1999

LÍKURNAR á því að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) verði að veruleika í ársbyrjun 1999 hafa aldrei verið meiri, samkvæmt niðurstöðum könnunar Reuters-fréttastofunnar meðal evrópskra sérfræðinga í peningamálum. Könnunin, sem gerð er mánaðarlega, nær til 47 virtra sérfræðinga og telja þeir nú 90% líkur á að EMU taki gildi 1. janúar 1999. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 339 orð

Ökuhraði hefur lækkað en ekki nóg

ÖKUHRAÐI í hverfum þar sem leyfilegur hámarkshraði hefur verið lækkaður í 30 km/klst. hefur alls staðar lækkað í kjölfar aðgerðanna, en þó hafði verið búist við betri árangri. Borgarverkfræðingur lagði fram til kynningar í borgarráði á þriðjudag fyrstu niðurstöður hraðamælinga á svokölluðum 30 km svæðum í Hlíðum og á Lækjum. Meira
13. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 792 orð

Öll ríki taki á sig skuldbindingar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra flutti ræðu á fundi Norsku Atlantshafsnefndarinnar, systursamtaka Samtaka um vestræna samvinnu, í húsakynnum Nóbelstofnunarinnar í Ósló í gær. Davíð gerði þar m.a. að umtalsefni samningaviðræður um aðgerðir til að draga úr gróðurhúsaáhrifunum. Meira

Ritstjórnargreinar

13. nóvember 1997 | Staksteinar | 289 orð

»Himinn og haf á milli DV SEGIR í forystugrein: "Himinn og haf eru á milli s

DV SEGIR í forystugrein: "Himinn og haf eru á milli sjónarmiðanna í stefnuskrá Grósku og samþykktanna á miðstjórnarfundi Alþýðuflokksins annars vegar og sjónarmiðanna á landsfundi Alþýðubandalagsins hins vegar. Þar náðist ekki einu sinni samkomulag um auðlindagjald." Fortíðarhyggjan Meira
13. nóvember 1997 | Leiðarar | 599 orð

leiðariSAMNINGALEIÐIN ER BEZT AÐ VAR einkar viðeigandi að sam

leiðariSAMNINGALEIÐIN ER BEZT AÐ VAR einkar viðeigandi að samningar Íslands, Grænlands, Danmerkur og Noregs um afmörkun hafsvæðanna á milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen skyldu undirritaðir um leið og þing Norðurlandaráðs stóð yfir í Helsinki. Meira

Menning

13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 1643 orð

Afstöðuleysi að gera út af við myndlistina

Myndlistarstarfsemi í ógöngum? - Fyrsta grein Afstöðuleysi að gera út af við myndlistina Undanfarið hefur átt sér stað umræða um bága stöðu myndlistar á Íslandi. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Bronsið mesta afrekið JACKIE Joyner-Kersee hefur unnið ófá gul

JACKIE Joyner-Kersee hefur unnið ófá gullverðlaun á Ólympíuleikum. Hún segist eigi að síður telja bronsverðlaunin sem hún vann í langstökki á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 sitt mesta afrek, í nýlegu viðtali við Reuters. Viðtalið var til kynningar á nýrri bók hennar, "A Kind of Grace". Joyner segist telja útskrift sína úr UCLA sitt stærsta afrek fyrir utan íþróttaleikvanginn. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 90 orð

Djass fyrir alla í Hafnarfirði

GILDISSKÁTAR í Hafnarfirði með aðstoð Menningarmálanefndar Hafnarfjarðar hafa staðið fyrir djasstónleikum í Hafnarborg. Í kvöld, fimmtudag, verða tíundu tónleikarnir haldnir með yfirskriftinni "Djass fyrir alla". Jónatan Garðarsson hefur verið kynnir á tónleikunum og hefur leitt áheyrendur um fjölbreytilegt svið sem djassinn spannar. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 629 orð

Djúpt sokkinn Allt ógeðið sem fylgir reykingum er umfjöllunarefni íslenskrar stuttmyndar sem frumsýnd verður í janúar. Hildur

Djúpt sokkinn Allt ógeðið sem fylgir reykingum er umfjöllunarefni íslenskrar stuttmyndar sem frumsýnd verður í janúar. Hildur Loftsdóttir hitti mennina á bakvið myndina og fræddist nánar um verkefnið. ÞEIR TVEIR nefnist nýtt kvikmyndafyrirtæki í eigu félaganna Gunnars B. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 704 orð

Eigin minning steinanna

eftir Sigfús Daðason. Þorsteinn Þorsteinsson bjó bókina til útgáfu. Myndskreytingar: Arngunnur Ýr. Oddi prentaði. Forlagið ­ 71 síða. SIGFÚS Daðason fyllti ekki margar bækur með ljóðum um dagana heldur lagði áherslu á að vanda sitt verk. Og hugleiða steina, síðasta ljóðabók hans, er sjötta ljóðabókin ef undan er skilið safnið Ljóð (1980). Meira
13. nóvember 1997 | Myndlist | 809 orð

Eins og minningar um myndir

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14­18. Aðgangur 200 kr. Til 30. nóvember. TRYGGVI Ólafsson er með þekktari listmálurum Íslands, þótt hann hafi reyndar að mestu búið og starfað í Kaupmannahöfn frá því að hann lauk þar námi. Tryggvi hóf nám við listaakademíuna árið 1961 og nam þar næstu sex árin, á miklum umbrotatímum sem létu fátt ósnortið í myndlistinni. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 280 orð

Eyvindur Pétur hlutskarpastur

EYVINDUR Pétur Eiríksson rithöfundur og íslenskufræðingur hlýtur Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 1997 fyrir skáldsöguna Landið handan fjarskans. Voru verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í gær en verðlaunaféð nemur 500.000 krónum sem er hæsta peningaupphæð sem veitt er í samkeppni um óbirt handrit hér á landi. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 371 orð

"Ég vil sitja í sófa þegar ég er að lesa"

NORRÆN bókasafnsvika stendur nú yfir og í tilefni af því var efnt til stefnumóts borgarstjórans í Reykjavík, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og barna í aðalsafni Borgarbókasafns. Þar ræddu börnin m.a. hvernig þau vilja hafa bókasafnið sitt. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 147 orð

Fékk rjómaköku í andlitið

BARÁTTUKONA gegn notkun dýrafelda í klæðnað kom skilaboðum sínum milliliðalaust til Oscars de la Renta þegar hún klessti "tofu" rjómaköku í andlitið á honum síðastliðinn þriðjudag þar sem hann var að gefa eiginhandaráritanir. "Skammastu þín fyrir að nota feldi," öskraði konan þegar nokkrir öryggisverðir umkringdu hana. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 85 orð

GOTT að bora í nefið er myndabók fyrir

GOTT að bora í nefið er myndabók fyrir börn. Höfundurinn er þýskur, Daniela Kulot-Frisch, en á síðasta ári kom út eftir hana bókin Sokki og Bokki. Litla fíl og Mýslu finnst gott að bora í nefið, en mamma hans Frogga harðbannar honum að gera það. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 293 orð

Hver er hvað? Stóra kvöldið (Big Night)

Framleiðandi: Timpano. Leikstjórar: Stanley Tucci og Campbell Scott. Handritshöfundar: Stanley Tucci og Joseph Tropiano. Kvikmyndataka: Ken Kelsch. Tónlist: Gary DeMichele. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Isabella Rosselini, Minnie Driver, Tony Shalhoub og Ian Holm. 114 mín. Bandaríkin. Rysher Ent./SAM myndbönd. Útgáfud: 10. nóv. Myndin er öllum leyfð. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 272 orð

Í beinni á netinu

NETVERJAR og aðdáendur Celine Dion þurfa ekki bíða til 18. nóvember eftir því að nýjan platan hennar komi út til að hlýða á lögin því frá og með 8. nóvember hefur verið hægt að hlusta á þau á netinu. Á vefsíðunni má hlusta á nokkur laga plötunnar "Let's Talk About Love" og skiptast á skoðunum um ágæti þeirra. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 88 orð

Lesið úr nýjum bókum á Súfistanum

Lesið úr nýjum bókum á Súfistanum SJÖTTA upplestrarkvöld á Súfistanum, kaffihúsinu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, verður í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Lesið verður úr fjórum nýútkomnum bókum, tveimur íslenskum skáldsögum, einni ljóðabók og einni þýðingu. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 124 orð

Ljóðakvöld og tónleikar í Rósenberg

BLÁSIÐ verður til skáldaþings og tónleika með gerningum í Rósenbergkjallaranum í kvöld kl. 21. Níu skáld lesa, en sumir lesa eða kveða við undirleik. Þau eru: Birgitta Jónsdóttir, Haukur Svanberg, Kristín Ómarsdóttir, Laufey Þórðardóttir, Ólafur Gunnsteinsson, Sigurður Pálsson, Sigfús Bjartmarsson, Tryggvi Hansen og Þórunn Valdimarsdóttir. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 325 orð

Ljúfur og áreynslulaus

Fyrsta plata Halla. Lög og textar eru eftir hann sjálfan, en upptökustjóri og hljóðblandari var Orri Harðarson. Ekki er getið um útgefanda í bæklingi. 999 kr. 19.41 mín. EKKI VEIT ég hvaðan viðurnefnið melló er komið, en ef það er sprottið af enska orðinu "mellow", sem þýðir ljúfur, er Halli réttnefndur. Lögin hans eru áreynslulaust popp og reyna ekki um of á hlustandann. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 50 orð

Margrét Sveinsdóttir í Leifsstöð

Í FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar stendur yfir sýning á verkum Margrétar Sveinsdóttur. Félag íslenskra myndlistarmanna, Leifsstöð og tímaritið Atlantica standa sameiginlega að þessari kynningu á verkum félagsmanna FÍM í landgangi flugstöðvarinnar. Verk Margrétar verða sýnd til 5. janúar næstkomandi, en þá hefst kynning á verkum Sigurðar Örlygssonar. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 130 orð

Nýjar bækur BAK við ystu sj

Nýjar bækur BAK við ystu sjónarrönd er eftir Jacquelyn Mitchard. Martröð hverrar móður verður að veruleika hjá Beth Cappadora. Hún missir sjónar á þriggja ára syni sínum í augnablik og hann hverfur. Og það sem verra er ­ engin leið virðist að finna hann. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 118 orð

Nýjar bækur JANNI vinur min

Nýjar bækur JANNI vinur minn er unglingabók eftir Peter Pohl í þýðingu Sigrúnar Ragnarsdóttur. Þegar Janni skýtur upp kollinum verður hann fljótlega besti vinur Krilla. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 55 orð

Nýjar bækur LEITIN að fjársjóðn

LEITIN að fjársjóðnum er eftir Susannah Leigh og Brenda Hawn. Í bókinni slæst lesandinn í för með Maríu í mikla ævintýraferð og hjálpar henni að leysa spennandi myndagátur í leiðinni. Þannig verður lesandinn virkur þátttakandi í ævintýrinu. Pétur Ástvaldsson þýðir bókina. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er prentuð í Danmörku. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 169 orð

Nýjar bækur LJÓSMYNDABÓKIN Amma

LJÓSMYNDABÓKIN Ammassalik ­ A Jewel in the Artic Crown hefur að geyma 160 ljósmyndir Kristjáns Friðrikssonar frá Ammassalik svæðinu og Ammassalimmiut samfélaginu á Austurströnd Grænlands, sem ekki fannst fyrr en árið 1884 og er talið það samfélag í heiminum sem styst er frá því að fundið var. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 122 orð

Nýjar bækur SKÁLDSA

SKÁLDSAGAN Elskan mín ég dey er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þetta er óvenjuleg fjölskyldusaga sem gerist í íslensku sjávarþorpi. Þar býr ekkjumaður með fjórum sonum sínum. Yfir feðgana ganga ýmsar hremmingar og lítil hjálp er í að látnir fjölskyldumeðlimir vaki yfir þeim af áhuga. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 175 orð

Nýjar bækur SKÁLDSAGAN

Nýjar bækur SKÁLDSAGAN Hanami ­ sagan af Hálfdani Fergussynier eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þar segir af Hálfdani Fergussyni sem er farsæll sendibílstjóri, kvæntur og tveggja barna faðir í Reykjavík. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 219 orð

Nýtt og glæsilegt pípuorgel í Hvanneyrarkirkju

NÝTT og glæsilegt pípuorgel var vígt í Hvanneyrarkirkju sunnudaginn 9. nóvember og var hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni af því tilefni. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, lék á hið nýja orgel í 30 mínútur áður en guðsþjónusta hófst og einnig aðstoðaði hann með orgelleik við athöfnina ásamt öðrum organistum prófastsdæmisins, þeim Bjarna Guðráðssyni, organista Reykholtskirkju, Jóni Þ. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 162 orð

Ólgan úr norðri

EITT virtasta dagblaðið í Frakklandi, Le Monde, hefur nokkrum sinnum fjallað um Gus Gus og í síðustu viku var skrifað um hljómsveitina í tengslum við Inrockruptibles-hátíðina. Ólgan í norrænu poppi var fyrirsögn einnar greinar á menningarsíðum blaðsins. Sagt var frá tungumálaerfiðleikum, sem líka væru norrænum tónlistarmönnum til framdráttar því þeir væru ekki í vandræðum með enskuna. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Óperukvöld á Kaffi Puccini

Á KAFFI Puccini, Vitastíg 10a, verður haldið óperukvöld í kvöld, fimmtudag kl. 21.30. Kaffi Puccini hefur staðið fyrir blús­ og djasskvöldum og er þetta óperukvöld nýbreytni þar á bæ. Gestum gefst kostur á að hlýða á verk fremstu tónskálda veraldar undir leiðsögn þekktra söngvara. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 273 orð

Óperunni bjargað fyrir horn

STJÓRNENDUR konunglegu bresku óperunnar hafa viðurkennt að hafa teflt á tæpasta vað til að knýja velunnara hennar til að taka upp veskin og koma henni til bjargar. Það varð hins vegar til þess að hreyfa við þeim og í síðustu viku tilkynnti óperustjórnin tveggja ára áætlun til bjargar óperunni sem byggist á nokkur hundruð milljóna króna framlögum. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 132 orð

Rabb um rannsóknir og kvennafræði

HELGA Kress prófessor í almennum bókmenntafræðum flytur rabb sem hún nefnir "En ég er hér ef einhver til mín spyrði." Ljóð eftir íslenskar konur 1876­1995, fimmtudaginn 13. nóvember í stofu 201 í Odda kl. 12­13. Ljóðagerð íslenskra kvenna hefur hingað til verið ósýnileg í íslenskri bókmenntasögu. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 674 orð

Safnfréttir, 105,7

TILKYNNINGAR ískemmtanarammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum.Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar, í bréfsíma 5691181 eða á netfang frettþmbl.is. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Smelli fagnað

Á DÖGUNUM var haldið teiti á Geysi Kakóbar í tilefni útkomu nýja unglingablaðsins Smells. Þar var margt góðra gesta, meðal annars mættu unglingar úr Tjarnarskóla, en þeir voru fyrstir til að berja blaðið augum. Unglingablaðið Smellur er gefið út af Stórstúku Íslands sem gefið hefur út Æskuna í hundrað ár. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Styrktartónleikar Minningarsjóðs Flateyrar

ÚTI RÍKIR rok og élin falla þétt til jarðar, en innandyra í Íþróttahúsi Flateyrar hljóma annað árið í röð ljúfir tónar tónlistargyðjunnar sem ylja Flateyringum um hjartarætur, á meðan Vetur konungur lætur á sér kræla utandyra. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Sýning á klukkum í Skruggusteini

SÝNING á klukkum eftir Bjarnheiði Jóhannsdóttur stendur nú yfir í Galleríi Skruggusteini, Hamraborg 20a, Kópavogi. Klukkurnar, 13 talsins, eru einskonar spegilmyndir af stundum í lífi mannsins, bæði kátlegum og alvarlegum. Bjarnheiður lauk námi frá leirlistadeild Myndlista­ og handíðaskóla Íslands árið 1992 og mastersgráðu frá Ungversku listiðnðarakademíunni 1994. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 126 orð

Sýningum lýkur

Sparisjóðurinn á Garðatorgi SÍÐASTA sýningarvika er á málverkasýningu Gunnellu í Sparisjóði Garðabæjar. Á sýningunni eru 24 olíumálverk sem unnin eru á sl. tveimur árum. Sýningunni lýkur föstudaginn 14. nóvember og er opin á opnunartíma Sparisjóðsins frá kl. 9.15­16 alla virka daga. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

"The Jackal" frumsýnd

NÝJASTA mynd Bruce Willis og Richard Gere "The Jackal" var frumsýnd í Los Angeles á mánudag. Í henni leikur Willis kaldrifjaðan leigumorðingja sem er ráðinn til að myrða einn af toppmönnum bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 97 orð

Tríó Ólafs Stephensen á Jómfrúnni

TRÍÓ Ólafs Stephensen verður með tónleika á vegum djassklúbbsins Múlans á morgun, föstudag, kl. 21. Tríó Ólafs Stephensen hefur starfað í sex ár og er orðin ein af gamalgrónari djasshljómsveitum landsins. Tríóið hefur gert víðreist á árinu og hefur m.a. spilað á Grænlandi, í Bandaríkjununum, Argentínu og Chile. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Winfrey gjafmild

OPRAH Winfrey gaf milljón dollara í annað sinn til Morehouse-háskólans. Peningarnir fara í námsstyrki fyrir þá nemendur skólans sem eru blökkumenn. "Ég vil ekki að peningarnir fari í bréfaklemmur," sagði hún af því tilefni. "Ég vil að þeir renni til ungra afrísk-amerískra karlmanna. Meira
13. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 1189 orð

Yfirvegað snjóboltahopp gusgus í útlandinu

ÞAÐ ER ekki hatur, heldur ást, stóð á tjaldi aftan við senuna í Cigale í París þar sem fjöllistabandið gusgus söng, spilaði og hoppaði. Hópurinn var í Frakklandsferð vegna tónlistarhátíðarinnar Inrockruptibles um síðustu helgi. Heiti hennar er orðaleikur um hið óskaddanlega eða eins og orðinu er snúið hið órokkanlega. Meira
13. nóvember 1997 | Bókmenntir | 84 orð

ÆVINTÝRI nálfanna ­ Flóttinn er ævintýrasaga

ÆVINTÝRI nálfanna ­ Flóttinn er ævintýrasaga fyrir börn er eftir Terry Pratchett í þýðingu Þorgerðar Jörundsdóttur. Þúsundir örsmárra nálfa búa milli gólfborðanna í stórmarkaði A. Arnalds. Dag nokkurn er öryggi þeirra ógnað ­ það á að rífa verslunina. Eftir miklar vangaveltur kemur þeim loks ráð í hug til að bjarga hópnum og flóttinn verður ævintýralegur. Meira
13. nóvember 1997 | Myndlist | 946 orð

Örverkasýning

Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 14­18. Til 15. nóvember. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er ánægjulegt að verða var við lífsmark hjá Félagi íslenzkra myndlistarmanna hvað sameiginlegt sýningarhald snertir, en haustsýningar félagsins hafa legið niðri um árabil. Meira
13. nóvember 1997 | Menningarlíf | 129 orð

(fyrirsögn vantar)

HÓPUR finnskra skálda kemur fram með Ritlistarhópi Kópavogs í Gerðarsafni í dag kl. 17-18. Meðal þeirra eru nokkur þekktustu skáld Finna af yngri kynslóð. Skáldin lásu úr verkum sínum í Norræna húsinu í gær og einnig hafa þau lesið í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins í Reykjavík. Meira

Umræðan

13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 286 orð

Að einkavæða einokun

DANSKUR kunningi minn sagði mér eftirfarandi sögu frá landi sínu: Peningamenn eignuðust meirihluta eignar í raforkuveri, sem sá ákveðnu landsvæði fyrir rafmagni. Fljótlega fóru rafmagsnreikningarnir að hækka. Íbúarnir voru varnarlausir, ekki gátu þeir verið án rafmagns og ekki gátu þeir fengið rafmagn annars staðar frá. Meira
13. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 474 orð

Árni og Maus

ÍSLENSK tónlistarútgáfa stendur sem hæst um þessar mundir og hefur fjöldinn allur af misgóðum hljómsveitum sent frá sér efni. Morgunblaðið hefur gert flestum ef ekki öllum þessum nýju geisladiskum góð skil og virðist manni málefnalegt mat þar hafa ráðið ferðinni þótt auðvitað liggi misvel á gagnrýnendum við skriftir. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 638 orð

Byggðastofnun á réttri leið

FLESTAR ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa haft það á stefnuskrá sinni að flytja eitthvað af fjölbreyttri starfsemi hins opinbera frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Stjórn Byggðastofnunar samþykkti nýlega að flytja hluta af starfsemi sinni, þ.e. þróunarsviðið, frá Reykjavík til Sauðárkróks. Þessi ákvörðun hefur hlotið nokkurn andbyr eins og aðrar sambærilegar ákvarðanir á liðnum árum. Meira
13. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 500 orð

Dulmál biblíunnar Jóni Brynjólfssyni: Rúnar Kristjánsson, Skagaströ

Rúnar Kristjánsson, Skagaströnd, birtir í Morgunblaðinu 3. október þýðingu sína á kynningarorðum bókarinnar "The Bible Code" eftir Michael Droshnin og hvetur menn í hógværum orðum til að kynna sér bókina. Þórarinn Árni Eiríksson, stærðfræðingur, ritar í Morgunblaðið 10. okt. andmæli gegn bókinni og því dulmáli, sem hún fjallar um. Um þessi andmæli ætla ég að skrifa mínar athugasemdir. Meira
13. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 219 orð

Engir aldamótavírusar

Í TILEFNI af nýlegri frétt í blaðinu sem bar yfirskriftina "Ekki flogið um aldamót?" vil ég koma til skila eftirfarandi athugasemdum: Sagt var: "...ef aldamótatölvuvírusar ógna flugöryggi..." Hér virðist um frekar leiðinlegan misskilning að ræða. Tölvuvírusar eru vandamál sem auðvelt er að losna við með aðstoð þar til gerðra forrita. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 864 orð

Eru norskar kýr lausnin?

NÚ Í vikunni gengst fagráð í nautgriparækt fyrir fundaherferð um allt land til að kynna fyrir kúabændum væntanlegan tilraunainnflutning á erlendu erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofninum. Flytja skal inn fósturvísa úr norska rauða kúakyninu í kýr í Hrísey og ala upp naut af innflutta kyninu. Við þeim yrðu sæddar íslenskar kýr og nautin síðan afkvæmapófuð á sama hátt og íslensk naut. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1070 orð

Fáfræði háskólanema?

ER hagsmunum Íslendinga best varið með því að halda umræðu um Evrópusambandið (ESB) niðri og þar af leiðandi að koma í veg fyrir að almenningur myndi sér skoðun á þessu mikilvæga máli eða viti um hvað það snýst? Íslensk stjórnvöld hafa varið litlum fjármunum, miðað við margar aðrar þjóðir, í gerð úttektar um kosti þess og galla ef Íslendingar myndu ganga í ESB, Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1916 orð

Flóttinn af landsbyggðinni

NÚ NÝVERIÐ birti Hagstofa Íslands bráðabirgðayfirlit yfir byggðaþróun fyrstu níu mánuði þessa árs. Af yfirlitinu má greina að fólki á landsbyggðinni fækkar um samtals 1.432 á þessu tiltekna tímabili, eða sem svarar liðlega einni vísitölufjölskyldu fyrir hvern dag ársins. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 611 orð

Glænýjan fisk með beini á diskinn minn

ÉG FULLYRÐI að leynt og ljóst borgi heimilin í landinu kvótann í fiskverði. Fiskur er orðinn munaðarvara á Íslandi, á sama tíma hafa gæðin hríðminnkað. Í stórmarkaði sá ég nýlega í neytendapökkum tvö risastór ýsuflök með roði og var kílóverðið 540 kr. Á Austfjörðum hefði svona ýsa verið kölluð graðýsa og húsmæður vildu síður graðýsu og golþorsk í soðningu. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 427 orð

Hundakofi eða höll

VIÐ Íslendingar höfum alla tíð verið stoltir af sjómönnunum okkar, enda full ástæða til. Einnig höfum við viljað telja okkur flestum þjóðum, og þá sérstaklega Norðmönnum, fremri hvað varðar gæði og þekkingu í sjómennsku. Norðmenn gera sínum sjómönnum og þeim sem vilja mennta sig í þeirri grein hátt undir höfði, t.d. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1119 orð

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað ­ Týndur hlekkur í íslenska skólakerfinu

SUNNUDAGINN 14. sept. var þáttur á Rás eitt, þar sem fjallað var um íslenska skólakerfið. Þar var rætt við mæta sérfræðinga úr skólakerfinu um mikið brottfall nemenda úr framhaldsskólunum. Margt fróðlegt kom fram í þessum þætti. M.a. að líklega megi að hluta til skýra brotthvarf allt of margra nemenda frá námi með því hve skólakerfið sé einlitt. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 636 orð

Kúvending í íslenskri menntastefnu

NÚ liggur fyrir Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um háskóla. Frumvarpið var upphaflega lagt fyrir Alþingi síðastliðið vor en vegna óska Háskóla Íslands, Stúdentaráðs og fleiri aðila var afgreiðslu frumvarpsins frestað til haustsins svo um það gæti farið fram málefnaleg umræða innan þeirra skóla sem frumvarpið nær til. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 499 orð

Lífsréttur

HVAÐ er stórkostlegra en nýtt líf, nýr einstaklingur fullur væntinga og fyrirheita? Hvað er fallegra en saklaust ungbarn í örmum móður sinnar? Spurningum þessum er auðsvarað ef þú hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast barn. Þjóðfélag okkar styður við bakið á barnafólki með því að auðvelda foreldrum fjárhagslega að komast yfir erfiðasta hjallann. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 406 orð

Orðabanki Íslenskrar málstöðvar

Meginhlutverk orðabanka Íslenskrar málstöðvar er að safna saman hvers kyns tækni- og fræðiheitum og veita yfirsýn yfir íslenskan íðorðaforða og nýyrði sem eru efst á baugi. Jafnframt veitir orðabanki málstöðvarinnar greiðan aðgang að íslenskum þýðingum á erlendum Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 358 orð

Pólitískur raunveruleiki

HINN 9. nóvember síðastliðinn birtust í Morgunblaðinu skrifleg svör heilbrigðisráðherra við spurningum sem blaðið beindi til hans. Þar kemur m.a. fram að á fundi ríkisstjórnar, hinn 3. nóvember, hafi verið samþykkt að halda áfram vinnu að skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík. Meira
13. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 238 orð

Rjúfum þögnina ­ karlar fá líka krabbamein

STUTTU eftir að brjóstakrabbameinsáróðurinn er genginn yfir þá skellur á ný hrina, barátta gegn leghálskrabbameini. Yfirskriftin er: Rjúfum þögnina. Daginn sem ég útskrifaðist úr menntaskóla beið mín bréf. "Nú ert þú orðin tvítug, vinan, gjöra svo vel að mæta í krabbameinsskoðun." Á heillaóskum átti ég von. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 632 orð

Röddin má ekki hljóðna

HVERSU oft höfum við kvennalistakonur ekki mátt hlusta á það að Kvennalistinn sé tímaskekkja. Að við eigum að hætta þessu og leggja hann niður. En svo koma jafnharðan athugasemdir eins og: Að Kvennalistinn sé búinn að koma mörgum góðum málum áleiðis, Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 674 orð

Sér grefur gröf...

NÍÐSKRIFARAR og naghundar setja nú svip á umræður dagsins. Óvenju rætin ritsmíð lögfræðings LÍÚ gegn Árna Finnssyni sem á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands berst ötulli og málefnalegri baráttu fyrir langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar birtist í Mbl. 7. nóv. sl. Í annarri grein sparkar varaformaður Samtaka um þjóðareign í Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja hf. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1201 orð

Starfsmenntun og samræmdu prófin

HINN 10. október sl. birtist grein í Mbl. eftir Örnólf Thorlacius um stöðu starfsnáms í skólakerfinu og bent á ýmsar orsakir þess að hlutur starfsmenntunar er jafn rýr og raun ber vitni. Ég vil hér með þakka Örnólfi þessa ágætu og tímabæru grein, taka undir efni hennar og bæta örlitlu við. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 899 orð

Svar við grein Jónasar Haraldssonar

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi greinargerð frá Náttúruverndarsamtökum Íslands: Stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands sér sig knúna til að birta eftirfarandi greinargerð vegna skrifa Jónasar Haraldssonar, lögfræðings LÍÚ, um samtökin í Morgunblaðinu 7. nóv. sl. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 903 orð

Til varnar verndarsamtökum

JÓNAS Haraldsson starfsmaður og sjálfskipaður talsmaður (?) LÍÚ sendi Árna Finnssyni, einum talsmanna Náttúruverndarsamtaka Íslands, tóninn í Mbl. 7. nóvember. Í greininni fullyrðir Jónas að Árni sé úlfur í "sauðargæru innan um nytsama sakleysingja" ­ þ.e. Meira
13. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 481 orð

Um afstæðishyggju

KRISTJÁN Kristjánsson lauk fróðlegum greinaflokki í Lesbókinni um póst-módernisma á gagnrýni. Þar var eitt atriði sem ég hnaut um: "Sé því haldið fram að allt sé afstætt er sú staðhæfing líka afstæð og engin ástæða til að trúa henni sem almennum sannindum." Ég er ekki sáttur við þessa röksemdafærslu. Eitt er algilt og getur ekki verið afstætt en það er dularfullt. Það er guð. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 505 orð

Um hlutlæga blaðamennsku, landsfund og leikrit

NÝKOMINN af landsfundi Alþýðubandalagsins og horfinn á vit fundafargans norrænnar samvinnu verður mér hugsað til baka og ég velti fyrir mér frammistöðu fjölmiðla. Var ég á sama fundi og t.d. blaðamaður Dagblaðsins? Voru blaðamenn Morgunblaðsins annarsvegar, sem með tiltölulega vandaðri og hlutlægri umfjöllun sinni stóðust prófið, og blaðamenn DV, Meira
13. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 577 orð

Velferð byggð á siðleysi

Í MORGUNBLAÐINU í gær, 9. nóvember, beindi Bergþóra Sigurðardóttir til mín eftirfarandi spurningu: "Finnst Elsu ekki sanngjarnt að allir njóti sem bestrar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag?" Þetta mál væri einfalt að afgreiða með því að svara: "Jú". Bæði spurningin og svarið eru hins vegar marklaus ef ekki er tekið fram hvernig á að ná þessu göfuga markmiði. Meira
13. nóvember 1997 | Aðsent efni | 571 orð

Það er vitlaust gefið Það þarf að hækka laun allra láglaunahópa í land

PÁLL Gíslason læknir heldur því fram í leiðara í riti Félags eldri borgara, að það sé vitlaust gefið í þjóðfélaginu og að það leiði m.a. til þess, að eldri borgarar fái ekki leiðréttingu mála sinna í sama mæli og aðrir borgarar. Hann bendir á, að prósentuhækkun skili gamla fólkinu lægri upphæðum en þeim, sem hafa hærri laun, vegna þess að upphæðin, sem reiknað er af, er svo lág. Meira

Minningargreinar

13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 162 orð

Antoníus Jónsson

Í dag, 13. nóvember, fylgi ég afa mínum síðasta spölinn. Hann var mjög merkilegur og góður maður og ég var svo lánsöm að fá að alast að mestu upp hjá honum og ömmu. Eftir að ég fluttist til Egilsstaða var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 169 orð

Antoníus Jónsson

Þetta litla ljóð segir allt um þær tilfinningar sem við bárum til þín elsku afi. Allt sem áður var svo hversdagslegt, er okkur nú svo kært. Allar ljúfu stundirnar sem við áttum með þér, allt sem við spjölluðum um, daginn og veginn, eða lífið og tilveruna og öll heilræðin sem þú gafst okkur í veganesti út í lífið. Þetta getur enginn frá okkur tekið. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 144 orð

ANTONÍUS JÓNSSON

ANTONÍUS JÓNSSON Antoníus Jónsson fæddist á Djúpavogi 10. mars 1925. Hann lést 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, f. 5. janúar 1896, d. 18. desember 1975, og Ragnhildur Antoníusdóttir, f. 9. apríl 1901, d. 9. nóvember 1977. Systkini Antoníusar eru: Halla, f. 8. maí 1921, Rakel, f. 15. júní 1927, Hreinn, f. 10. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Álfheiður Ástmarsdóttir

Það er mikið áfall er barn deyr. Álfheiður var nemandi okkar í Laugarnesskóla. Hún hóf skólagöngu haustið 1991, þá sex ára gömul. Hún var ekki há í loftinu en vegna veikinda bjó hún yfir meiri lífsreynslu en jafnaldrar hennar. Álfheiður sýndi það strax að hún var efnilegur nemandi, rólynd og vann verk sín af mikilli nákvæmni. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 143 orð

Álfheiður Ástmarsdóttir

Það var vorið 1996 að við stöllur ákváðum að reyna fyrir okkur sem knattspyrnuþjálfarar. Við gleymum seint fyrstu æfingunni okkar á Þróttaravellinum. Hvorki fleiri né færri en 40 kátar og skemmtilegar stelpur voru mættar og var Álfheiður í þeim hóp. Í fyrstu fór lítið fyrir Álfheiði en brátt kom þó í ljós að þarna var á ferðinni ákveðin, metnaðargjörn og hlý stúlka. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Álfheiður Ástmarsdóttir

Við höfum ekki áttað okkur enn á því að þú sért dáin, því fyrir okkur hefur þú alltaf verið til. Við vissum að það kæmi að þessu en við misstum samt aldrei vonina að þér gæti batnað. Nú vitum við að þú varst orðin svo veik að betra var að þú fengir að deyja heldur en að þjást og finna meira til. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og varst vinur í raun. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÁLFHEIÐUR ÁSTMARSDÓTTIR

ÁLFHEIÐUR ÁSTMARSDÓTTIR Álfheiður Ástmarsdóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1985. Hún lést á heimili sínu, Hraunteigi 19 í Reykjavík, 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 12. nóvember. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Ásbjörn Björnsson

Elsku Bjössi. Aldrei óraði okkur fyrir að það kæmi að svo endanlegri kveðjustund. Það kom að því að okkur setti hljóðar og þarf nú mikið til. Þú ættir að vita það manna best eftir 10 ára kynni af okkur fóstrudruslunum. Alltaf var tekið á móti okkur með bros á vör og alltaf gafstu þér tíma til að spjalla og athuga hvað við hefðum fyrir stafni. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 333 orð

Ásbjörn Björnsson

Þegar mér barst skeyti út á sjó um að Bjössi mágur minn væri dáinn, kom slíkur tómleiki yfir mig að ég lagðist í kojuna mína og lét hugann reika heim til stóru systur, Heiðu, og Harðar, og þeirra sem voru í Klapparbergi. Af hverju gat ég ekki verið hjá þeim og reynt að hugga þau, en innst í hjarta mínu vildi ég að þau hugguðu mig. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ÁSBJÖRN BJÖRNSSON

ÁSBJÖRN BJÖRNSSON Ásbjörn Björnsson fæddist í Kílakoti, Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu, 30. júní 1951. Hann lést á heimili sínu 2. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 11. nóvember. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 836 orð

Bruno Kress

Bruno Kress, prófessor í Greifswald, andaðist á heimili sínu þar í bæ 15. október sl. Hann var fæddur í Metz í Elsass, sem taldist þá til Þýskalands, en ólst upp í Berlín frá 12 ára aldri. Þar lagði hann stund á háskólanám í norrænum fræðum og hljóðfræði 1926-1932, en hélt þá til Íslands til að rannsaka íslenskan framburð. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1286 orð

Bruno Kress

Nafn þessa manns rakst ég fyrst á þegar ég fletti gömlu Skólablaði úr Menntaskólanum í Reykjavík frá árinu 1940. Það var kennarabrandari um málfar. Þýskukennarinn Bruno Kress átti að hafa skilið tiltekið orðalag svo, að piltur og stúlka töluðu ekki saman í einrúmi, heldur í einu rúmi. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 471 orð

Bruno Kress

Í dag verða bornar til moldar í Greifswald í Þýzkalandi jarðneskar leifar Brunos Kress, fyrrverandi prófessors í norrænum fræðum við háskólann þar. Með Bruno Kress er genginn einn helzti oddviti íslenzkrar menningar í Þýzkalandi á þessari öld. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 466 orð

BRUNO KRESS

BRUNO KRESS Bruno Kress fæddist í Selz í Elsass 11. febrúar 1907. Hann lést á heimili sínu í Greifswald í Þýskalandi 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Karl Kress, járnbrautarstarfsmaður, og Emma Kress, f. Friedrichs. Var Bruno næstyngstur sex systkina sem öll eru látin. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 860 orð

Elisabeth Carlsen

Við systurnar Björg og Sigurlaug kynntumst Stellu og Jens Birni fljótlega eftir að þau fluttu í Vogana. Við bjuggum á Langholtsveginum í litlu íbúðarhúsi í röraportinu eins og við krakkarnir kölluðum Pípugerð Reykjavíkurbæjar. Birkibær var hinum megin við móann, nú við Eikjuvoginn. Steinahlíð, sem seinna varð barnaheimili, var neðar og bóndabærinn Útskálar var enn austar, rétt við Elliðaárnar. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 292 orð

Elísabeth Carlsen

Ég kallaði ömmu mína í Danmörku alltaf mormor upp á dönsku, bæði vegna þess að hún var dönsk en líka vegna þess að mér fannst ömmunafnið aldrei eiga við hana. Hún var nefnilega engin venjuleg amma sem prjónaði sokka. Hún var amma sem mátti helst ekki missa af "Strandvörðum" í sjónvarpinu, amma sem reykti stóra vindla og ferðaðist út um allan heim alveg fram á síðasta aldursár. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 925 orð

Elísabeth Carlsen

Það er hringt að utan 3. nóv. sl. og rödd í símanum segir: Pálmi, tengdamóðir þín er látin. Þrátt fyrir háan aldur fannst mér þetta óraunverulegt. Kvöldið áður hafði hún hringt til að spyrja um líðan mína. Fyrir rétt rúmlega mánuði hafði ég ásamt mörgum ættingjum og vinum fagnað 90 ára afmæli hennar. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 617 orð

Elísabeth Carlsen

Við sátum tvær við gluggann í notalegri stofunni hennar fyrir fjórum vikum og ræddum liðna daga. Sya var þá enn vel ern andlega, þótt aldurinn hefði síðustu mánuði sett sín spor á líkamlega heilsu hennar, en hálfum mánuði áður hafði hún haldið upp á 90 ára afmæli sitt. Í kringum hana voru afmælisgjafir og kveðjur frá fjölskyldu og vinum, sumar langt að komnar. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 131 orð

ELÍSABETH CARLSEN

ELÍSABETH CARLSEN Elísabeth (Sya) Carlsen fæddist í Starup á Jótlandi í Danmörku 29. september 1907. Hún lést 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jens Kjær Carlsen, lengst af prestur á Fjóni, f. 1866, d. 1951, og kona hans Marie Daugaard, f. 1868, d. 1946. Eina eldri systur átti hún, Ely, sem lést fyrir tíu árum. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1270 orð

Guðmundur Kr. Hjartarson

Á mildum júnímorgni árið 1934 fæddist sveinbarn á bænum Fögruhlíð. Móðir hins nýfædda sveins var móðir mín en faðir hans vinnumaður á næsta bæ. Mann sinn Brand Sigurðsson, f. 1891, d. 1920, hafði hún misst í sjóslysi þann vetur. Höfðu þau hjón fest kaup á jörðinni Fögruhlíð og ætluðu að flytja þangað um vorið eftir vertíðarlok. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 93 orð

GUÐMUNDUR KR. HJARTARSON

GUÐMUNDUR KR. HJARTARSON Guðmundur Kristinn Hjartarson var fæddur í Fögruhlíð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi hinn 12. júní 1934. Hann lést í Ólafsvík 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Scherlotta Jónsdóttir, f. 1897, d. 1988, og Hjörtur Árnason, f. 1900, d. 1966. Bræður Guðmundar eru: 1) Sigurður Brandsson, f. 1917, d. 1996, h.k. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 179 orð

Pálfríður

Fallin er frá kær tengdamóðir mín Pálfríður, sem lést eftir langa sjúkrahúslegu á Vífilsstaðaspítala. Elsku Palla mín, mig langar til að þakka þér fyrir samveruna með nokkrum orðum. Ég átti því láni að fagna fyrir sjö árum síðan, að giftast einum af sonum þínum Gunnari og að kynnast þinni fjölskyldu. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

PÁLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

PÁLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Pálfríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1925. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 3. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. nóvember. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 380 orð

Sigurður Ingi Jónsson

Þegar ég heyrði að Sigurður afi minn væri látinn, rifjuðust upp fyrir mér skemmtilegar sögur og vísur sem hann hafði sagt mér í gegnum tíðina og einnig mikill söngáhugi hans. Það lá reyndar beint við að slíkt kæmi fyrst upp í hugann á þeirri stundu, því frásagnargáfan, hagmælskan og söngurinn voru aðalsmerki þessa skaplétta manns. Meira
13. nóvember 1997 | Minningargreinar | 90 orð

SIGURÐUR INGI JÓNSSON

SIGURÐUR INGI JÓNSSON Sigurður Ingi Jónsson var fæddur í Reykjavík 19. júní 1917. Hann lést á Landspítalanum 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Tómasdóttir og Jón Snorri Jónsson. Systkini hans voru: Magnús, Björn, Þorleifur, Bergur, Ásgeir, Þórir, Lárus, Kristín og Kristjana. Meira

Viðskipti

13. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 62 orð

BMW hefur áhuga á Rolls Royce

BMW AG bifreiðaverksmiðjurnar í Þýzkalandi hafa staðfest áhuga sinn á að kaupa Rolls Royce bílaframleiðandann í Bretlandi. Hins vegar hefur BMW borið til baka blaðafréttir um að fyrirtækið sé viðriðið hugsanlegt tilboð Mayflower Corp. í móðurfyrirtækið Vickers Plc. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Thyssen og Krupp deila um stöðu forstjóra

DIETER VOGEL, stjórnarformaður Thyssen AG, segir að síðasta hindrun í vegi fyrir samruna fyrirtækisins og Krupp fyrirtækisins sé val aðalframkvæmdastjóra. Vogel gekk ekki svo langt að krefjast þess að hann fengi starfið. Hins vegar varpaði yfirlýsing hans hulunni af greinilegum átökum milli hinna tveggja fyrirtækja og það hefur leitt til aukins þrýstings á hlutabréf þeirra. Meira

Daglegt líf

13. nóvember 1997 | Neytendur | 341 orð

Kaffi Puccini opnað í Fredrikstad

ÞANN 18. október sl. var íslenska kaffihúsið Café Puccini opnað í Fredrikstad í Noregi. Einn eigandanna, Örn Þorvarðarson, segir að viðtökurnar hafi verið góðar en kaffihúsið í Noregi er í stærra húsnæði en kaffihúsið sem er við Vitastíginn. "Við erum með staðinn í Østfold hallen sem er verslunarmiðstöð og þetta er mun stærri verslun sem við erum með og stærri salur en heima. Meira
13. nóvember 1997 | Neytendur | 105 orð

Matreiðslubókkynnt meðljóðalestri

NÝÚTKOMIN matreiðslubók Hagkaups, Veislubókin, sem unnin er í samvinnu við matreiðslumeistara Argentínu steikhúss kemur út í dag. Kökubókin, sem gefin var út í fyrra, seldist í átta þúsund eintökum. Það jafngildir því að hún sé til á fimmta hverju heimili á landinu. Að sögn Jóns Sch. Meira
13. nóvember 1997 | Neytendur | 425 orð

Segja jafnræðisreglu brotna

LÖGFRÆÐINGAR Hagkaups hafa sent Hollustuvernd ríkisins athugasemd vegna meintra lögbrota varðandi hindranir á sölu M&M-sælgætis. Sala á sælgætinu hefur verið bönnuð vegna ákveðins litarefnis sem í því er og ákveðnar rannsóknir benda til að geti valdið krabbameini. Meira

Fastir þættir

13. nóvember 1997 | Dagbók | 3110 orð

APÓTEK

»»» Meira
13. nóvember 1997 | Í dag | 230 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 13. nóvember,

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 13. nóvember, er hundrað ára Magðalena Lára Kristjánsdóttir, nú til heimilis á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar. Magðalena Lára fæddist í Sviðnum á Breiðafirði og ólst upp í Bjarneyjum. Magðalena giftist Gísla Bergsveinssyni, bónda í Rauðseyjum árið 1914. ÁRA afmæli. Meira
13. nóvember 1997 | Fastir þættir | 537 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 4. nóvember sl. 30 pör mættu og urðu úrslit: N-S Jón Stefánsson ­ Magnús Oddsson387 Björg Pétursdóttir ­ Alfreð Kristjánsson357 Ásthildur Sigurgíslad. Meira
13. nóvember 1997 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Sauð

Nú stendur yfir Fiskiðjumótið í hraðsveitakeppni með þátttöku 7 sveita og eftir 2 kvöld er staðan þessi: Sveit Ingu Jónu Stefánsdóttur926Sveit Margrétar Þórðardóttur918Sveit Guðmundar Árnasonar907Sveit Suðurleiða904 Eftir hraðsveitakeppnina hefst paratvímenningur félagsins þar sem keppt er um veglegan bikar. Meira
13. nóvember 1997 | Fastir þættir | 96 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót Bridsfélagsins Munin

STÓRMÓT Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða- Landsýnar fer fram laugardaginn 15. nóvember nk. í húsi félagsins við Sandgerðisveg. Heildarverðlaun verða 166 þúsund krónur. Fyrstu verðlaun eru 70 þúsund kr., önnur verðlaun 50 þúsund kr.(SL-vinningur), þriðju verðlaun 30 þúsund, 10 þúsund krónur eru fyrir 4. sætið og 6 þúsund kr. fyrir 5. sætið. Sveinn R. Meira
13. nóvember 1997 | Dagbók | 826 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
13. nóvember 1997 | Fastir þættir | 159 orð

Eins og við sögðum frá í þættinum sl. þriðjudag sigruðu Stefán Guðjohnsen

Eins og við sögðum frá í þættinum sl. þriðjudag sigruðu Stefán Guðjohnsen og Guðmundur Pétursson í Íslandsmóti heldri spilara sem fram fór um sl. helgi. Þeir eru engir nýgræðingar við spilaborðið og hefir t.d. enginn spilari orðið oftar Íslandsmeistari en Stefán. Hann varð Íslandsmeistari í tvímenningi 1958 og '59. Meira
13. nóvember 1997 | Í dag | 437 orð

ONA nokkur hafði samband við Víkverja og sagð

ONA nokkur hafði samband við Víkverja og sagði farir sínar í viðskiptum við einn lífeyrissjóðanna ekki sléttar. Hún sagði: "Við seldum íbúð og keyptum aðra. Íbúðina keyptum við af dánarbúi og fengum veðleyfi til að flytja yfir 600 þúsund krónur. Einn af eigendum dánarbúsins, sem var ekki heill heilsu, neitaði að skrifa undir veðleyfið. Meira
13. nóvember 1997 | Í dag | 296 orð

Vatnslitamyndin Bátur í smíðum eftir Gunnlaug Scheving Kynning

ÞEIR, sem hafa áhuga á að skoða málverk Gunnlaugs Schevings, sem nú er til sýnis í Listasafni Íslands, ættu ekki að láta fram hjá sér fara 45 mínútna kvikmynd sem sýnd er í kjallara hússins. Þar er hægt að fá gott yfirlit yfir líf og starf listamannsins. Eiríkur Thorsteinsson kvikmyndastjóri gerði þessa mynd upphaflega fyrir sjónvarpið fyrir þremur árum og var hún sýnd þar. Meira

Íþróttir

13. nóvember 1997 | Íþróttir | 573 orð

200 m flugsund karla:

200 m flugsund karla: 1. Ómar Snævar Friðriksson, SH2.15,10 2. Friðfinnur Kristinsson, Selfossi2.15,77 3. Marteinn Friðriksson, Ármanni2.18,00 200 m flugsund kvenna: 1. Sunna Björg Helgad., SH2.29,54 2. Gígja Hrönn Árnad., UMFA2.32,10 3. Klara Sveinsdóttir, SH2.33,99 100 m bringusund karla: 1. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 140 orð

Bjarki meiddist á ökkla

BJARKI Sigurðsson og félagar hans hjá Drammen sigruðu Kragerö á heimavelli, 30:29. Bjarki lék aðeins fyrri hálfleikinn og gerði fjögur mörk en meiddist síðan á ökkla og hvíldi í síðari hálfleik. "Ég var í uppstökki og kom illa niður á ökklann. Ég held að meiðslin séu ekki alvarleg. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

Enn sigrar Tindastóll

LIÐ Tindastóls er enn taplaust í 1. deild A í stúlknaflokki, 14 til 15 ára, en annað fjölliðamót vetrarins fór fram í Njarðvík um síðustu helgi. Sauðkrækingar fengu þó harða keppni frá erkifjendum sínum, heimamönnum Njarðvíkur. Tindastóll vann nauman sigur, 35:33. Njarðvíkingar unnu alla hina leikina sína og höfnuðu í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Tindastóls. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 218 orð

FH sterkari á lokasprettinum

Breiðablik hlaut slæma útreið gegn FH á lokamínútum leiks liðanna í gærkvöldi. Eftir að Blikar höfðu haldið í við FH-inga allan leikinn, hrundi leikur þeirra gjörsamlega og FH unnu stórsigur, 23:33. FH-ingar komu einbeittir til leiks og voru greinilega staðráðnir í að vanmeta ekki botnlið Breiðabliks. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 308 orð

Fjórði sigur Stjörnuumanna í röð

STJARNAN vann fjórða leik sinn í röð í deildinni í gærkvöldi er liðið lagði Val að velli á Hlíðarenda, 25:23. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur Garðbæinga sem lagði grunninn að sigrinum. Staðan í hálfleik var 14:13 fyrir Stjörnuna. Fyrri hálfleikur var jafn og nánast jafnt á öllum tölum upp í 12:12. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 336 orð

Framsigur í Eyjum

Framarar, sem slógu Eyjamenn út úr úrslitakeppninni á síðasta keppnistímabili virðast hafa gott tak á ÍBV því þeir sóttu næsta öruggan sigur til Eyja í gærkvöldi, unnu 32:27. "Við komum vel stemmdir til leiks og spiluðum lengstum af skynsemi. Einbeitingin hvarf kannski aðeins í lokin þegar við vorum komnir með mikla forystu en í heildina er ég mjög ánægður með leikinn. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 142 orð

Grikkinn fær líklega leikheimild með Grindavík

GRÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Konstantinos Tsartsaris, sem hefur verið hjá Grindvíkingum í vetur, fær væntanlega leikheimild á næstu dögum. Eins og við höfum skýrt frá hafa Grindvíkingar staðið í stappi við gríska liðið Verias, sem Tsartsaris lék með í 4. deildinni ytra, um hríð og voru menn orðnir vonlitlir um að leikheimild fengist nema með málaferlum. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 42 orð

HANDKNATTLEIKURFékk flugferð að Varmá

AFTURELDING hélt toppsæti sínu í Nissan- deildinni í handknattleik, en heil umferð var leikin í gærkvöldi. Toppliðið sigraði ungt lið ÍR, 30:23, að Varmá. Hér fær júgóslavinn Branislav Dimitrijevic, leikstjórnandi Mosfellinga, flugferð frá ÍR-ingnum Ragnari Óskarssyni. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 283 orð

Héldu vel á spöðunum

UNGLINGAMEISTARAMÓT Víkings í borðtennis fór fram í TBR-húsunum sunnudaginn 1. nóvember. Unglingar frá Víkingi, Stjörnunni og KR tóku þátt í mótinu. Keppt var í ein- og tvíliðaleik í nokkrum aldursflokkum. Helstu úrslit voru sem hér segir. Í einliðaleik drengja 11 ára og yngri sigraði Matthías Stephensen, Víkingi. Hann sigraði Stjörnumanninn Andrés Logason í úrslitaleik. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 220 orð

Hörmungarleikur í Víkinni

Það var eiginlega ekkert sem gladdi augu þeirra 130 áhorfenda sem lögðu leið sína á leik Víkings og HK í Víkinni í gærkvöldi. HK- menn sigruðu, 28:23, og voru stigin mikilvæg, hvort heldur sem innlegg í baráttuna um að komast í úrslitakeppnina eða í fallbaráttunni, en HK er á hlutlausa beltinu þessa dagana. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 12 orð

Í kvöld

Í kvöld Körfuknattleikur Eggjabikarinn, undanúrslit­ í Laugardalshöll: Keflavík - KR19 Njarðvík - T Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 445 orð

JOSE Antonio Barrios

JOSE Antonio Barrios hefur verið ráðinn þjálfari Vitoria Setubal í Portúgal í staðinn fyrir Manuel Fernandes, sem var látinn fara í fyrradag. Spánverjinn þjálfaði Arona í 3. deild á Spáni á liðnu tímabili. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 478 orð

Keflvíkingar skora mest

TVEIR hörkuleikir verða í Laugardalshöll í kvöld, en þá mætast Keflavík og KR kl. 19 og Njarðvík og Tindastóll kl. 21 í undanúrslitum Eggjabikarsins í körfuknattleik. Sigurvegararnir mætast síðan á sama stað kl. 15 á laugardaginn. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 525 orð

Knattspyrna

Spánn Merida - Gijon1:0 Juan Sabas 83. 9.000. Celta Vigo - Mallorca1:0 Eggen 73. 18.000 Compostela - Real Madrid2:3 Bellido 62., Lyuboslav Penev 72. - Fernando Morientes 41., 58., Predrag Mijatovic 66. 9.000. Valladolid - Racing Santander0:0 13. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 359 orð

Konráð eini Íslendingurinn sem fagnaði sigri

Lið Íslendinganna í þýsku 1. deildinni í handknattleik töpuðu öll í gærkvöldi, nema Niederw¨urzbach ­ liðið sem Konráð Olavson leikur með ­ sem hafði betur í viðureign við Julian Duranona og samherja hans í THSV Eisenach, á útivelli, 28:20. Staðan í leikhléi var 13:9 fyrir Konráð og félaga. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 308 orð

Kosið um hverjir dæma LJÓST er hverjir dæ

LJÓST er hverjir dæma leikina í Eggjabikarnum í kvöld og var að þessu sinni beitt nokkuð sérstakri aðferð við að velja dómarana. Allir dómararnir í úrvalsdeildinni greiddu atkvæði um hverjir þrír ættu að dæma og þeir sem urðu í efstu sætum voru settir á leikina. Leik Keflvíkinga og KR dæma þeir Helgi Bragason, Leifur Garðarsson og Sigmundur Herbertsson. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 408 orð

Körfuknattleikur

1. deild A: Njarðvík - Skallagrímur46:13 Keflavík - Tindastóll31:40 ÍR - Njarðvík32:47 Skallagrímur - Tindastóll27:40 Keflavík - ÍR41:40 Tindastóll - Njarðvík35:33 Skallagrímur - Keflavík29:40 Tindastóll - ÍR41:33 Keflavík - Njarðvík32:42 ÍR - Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 172 orð

Lykilmenn meiddir MIKIL óvissa ríkir í herb

Lykilmenn meiddir MIKIL óvissa ríkir í herbúðum Íra og Belga fyrir seinni leik þjóðanna í keppni um sæti í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi í sumar. Frá báðum vígstöðvum bárust þær fréttir í gær að þrír leikmenn væru meiddir og útlitið ekki gott fyrir laugardag. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 111 orð

McManaman ekki á förum

ROY oy Evans, knattspyrnustjóri Liverpool, vísaði á bug sögusögnum þess efnis að Steve McManaman væri á leiðinni til Juventus fyrir 11 milljónir punda og fulltrúi Juve sagði að leikmaðurinn væri ekki ofarlega á lista hjá ítalska félaginu enda hefði hvorki verið fylgst með honum né talað við hann um samning. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 82 orð

Með þrettán rétta

SPEKINGAR úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu voru getspakir í sl. viku. Þróttarar náðu þrettán réttum í Ítalíuriðlinum og lögðu Eyjamenn að velli, sem voru með 12 leiki rétta. Þeir voru ekki langt frá því að vera með 13 leiki rétta, þar sem tvítryggður leikur hjá þeim brást. Eyjamenn voru með tvö merki, 1 og 2, á leik Ancona og Verona, sem endaði með jafntefli, X. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 230 orð

Michele Padovano til Crystal Palace

Ítalski miðherjinn Michele Padovano skrifaði undir samning við Crystal Palace í gær, hélt síðan aftur til Ítalíu en gert er ráð fyrir að hann byrji að æfa með Hermanni Hreiðarssyni og samherjum á mánudag. Middlesbrough var tilbúið að greiða 1,6 millj. punda fyrir kappann, hafði samþykkt að borga honum 20. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 428 orð

Óskabyrjun Mosfellinga varð banabiti ÍR

AFTURELDING, efsta lið Nissan-deildarinnar í handknattleik, bar í gær sigurorð af ungu liði ÍR, 30:23, á heimavelli sínum að Varmá. Firnasterk vörn Mosfellinga á upphafsmínútunum lagði grunninn að sigrinum, því gestirnir höfðu ekki þrek til að vinna upp muninn ­ þótt þeir hefðu minnkað hann í aðeins eitt mark í síðari hálfleik. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 77 orð

Pétur lék með varaliði Boro P

PÉTUR Marteinsson lék með varaliði Middlesbrough þegar það vann Notts County 4:2 í fyrrakvöld. Pétur er til reynslu hjá Boro og samkvæmt fregnum á Englandi vill félagið hafa hann í hálfan mánuð og sjá hann í öðrum leik með hugsanleg kaup í huga en varnarmaðurinn er samningsbundinn Hammarby í Svíþjóð. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 416 orð

Spenna og skemmtun

LEIKMENN Hauka og KA buðu upp á skemmtilegan leik þar sem hraði og spenna í bland við talsvert af mistökum réð ríkjum. Það var eitthvað sem áhorfendur kunnu vel að meta og tóku óspart þátt í leiknum frá hliðarlínunni frá upphafi til loka enda var spennan í algleymingi allt þar til yfir lauk og sigurinn hefði getað hafnað hvorum megin sem var. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 81 orð

Stjarnan sigraði

STÚLKURNAR í 5. flokki handknattleiksliðs Stjörnunnar stóðu uppi sem sigurvegarar í Kópavogsbikarnum svokallaða á dögunum, en mótið var haldið í Íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi fyrir 5. flokk kvenna. Sigruðu Garðbæingar bæði í keppni A- og B-liða, en B-liðin léku í Kársnesskóla. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 527 orð

Stærsta tap Bulls í tvö ár

ATLANTA Hawks og LA Lakers héldu sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Meistararnir í Chicago Bulls urðu að sætta sig við stærsta tap í næstum tvö ár, er þeir töpuðu fyrir Cleveland með 21 stigs mun. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 480 orð

Titilvörn KR gengur vel FJÖLMARGIR leikir fóru fram í fjölliðamótum í körfuknattleik, annarri umferð, víða um land um síðustu

FJÖLMARGIR leikir fóru fram í fjölliðamótum í körfuknattleik, annarri umferð, víða um land um síðustu helgi. Meistarar KR hafa enn undirtökin í efstu deild 10. flokks og félagar þeirra í 9. flokki gera harða hríð að ÍR-ingum í Reykjanesriðli 2. deildar. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 490 orð

Unglingametin falla stöðugt

SUNDFÉLAGIÐ Ægir stóð fyrir veglegu sundmóti í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Ekkert lát varð á metaregninu frekar en fyrri daginn, en alls féllu fimm unglingamet. Örn Arnarson úr SH setti tvö, þrátt fyrir að vera undir talsverðu æfingaálagi því hann býr sig undir heimsmeistaramótið í Ástralíu, sem fer fram skömmu eftir áramótin. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 85 orð

Vaxandi áhugi unglinga

UNGUM iðkendum sundíþróttarinnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og má t.d. geta þess að langir biðlistar hafa myndast á æfingar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Vel á annað hundrað keppenda voru skráðir til keppni á Sundmót Ægis í Sundhöll Reykjavíku um helgina, en þar sem hver sundmaður tekur yfirleitt þátt í fleirum en einni grein, Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 199 orð

Verðum að taka okkur taki "MIÐAÐ við ga

Verðum að taka okkur taki "MIÐAÐ við gang leiksins var jafntefli sanngjörn úrslit," sagði Rúnar Sigtryggsson, leikmaður Hauka, og var ekki ánægður. "Það var vörnin sem hélt okkur inni í leiknum að þessu sinni. Sóknin var hins vegar slök, einkum komu fram brestir í henni þegar við náðum að komast yfir. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 875 orð

Víkingur - HK23:28 Víkin, Nissandeildin í handknattleik kar

Víkin, Nissandeildin í handknattleik karla, 8. umferð, miðvikud. 12. nóvember 1997. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 5:4, 8:6, 8:9, 10:12, 11:13, 11:15, 12:17, 21:24, 21:26, 23:28. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 7/2, Hjalti Gylfason 4, Hjörtur Arnarson 3, Rögnvaldur Johnsen 3/1, Kristján Ágústsson 2, Davor Kovacevic 2, Björn Guðmundsson 1, Níels C. Meira
13. nóvember 1997 | Íþróttir | 337 orð

(fyrirsögn vantar)

VALGARD Thorodsen, hornamaðurinn knái í Val, lék ekki með félögum sínum á móti Stjörnunni í gær vegna þess að hann er meiddur á ökkla. Hann getur ekki leikið næstu tvo leiki liðsins. Meira

Úr verinu

13. nóvember 1997 | Úr verinu | 595 orð

"Verið lánsamur í minni útgerð"

"ÉG hef alla tíð verið mjög lánsamur í minni útgerð og er bjartsýnn á, að vel muni ganga," sagði Pétur Stefánsson útgerðarmaður en fyrir viku fagnaði hann komu nýs Péturs Jónssonar, fimmta skipsins með því nafni í hans eigu. Er skipið búið til rækjuveiða og sérstaklega styrkt til að vinna í ís. Er þykkasta stálið í því 30 mm. Meira
13. nóvember 1997 | Úr verinu | 125 orð

Vilja Smuguna opna

RÚSSAR eru andvígir hugmyndum um að loka Smugunni í Barentshafi og skipta henni á milli þeirra og Norðmanna. Kom þetta fram á fundi rússneskra sérfræðinga í ýmsum greinum í Múrmansk nýlega. Norðmenn og Rússar hafa með sér samning um jafnan aðgang að fiskveiðum í Smugunni en hann rennur út árið 2003. Meira

Viðskiptablað

13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 330 orð

17. nóv. kl. 12:30­16:0: Starfsmannaval og móttaka nýrra starfsmanna.

EFTIRFARANDI námskeið verða haldin hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans á næstunni. 17. og 18. nóv. kl. 8:30­16:00: Verkefnastjórnun (Project Management) sem stjórnunaraðferð í venjulegum verkefnum fyrirtækja. Þátttakendur læra að skilgreina, gera áætlun um og hafa yfirsýn yfir verkefni eins og þau koma fyrir í venjulegum fyrirtækjum og stofnunum. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1225 orð

AS/400 á krossgötum Tölvur

ÞÓTT AS/400 standi undir því að vera kallað útbreiddasta fjölnotendakerfi heims stendur það á krossgötum. Aðstæður í tölvuheiminum hara breyst mjög frá því AS/400 kom á markað og ekki minni sviptingar framundan. Á sínum tíma spáðu fæstir því að AS/400 stæðist helstu millitölvu þeirra tíma, Vax, snúning, en annað kom á daginn. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 91 orð

Buffett fjárfestir í rjómaís og pylsum

WARREN Buffett, hinn kunni auðmaður frá miðvesturríkjum Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fjárfesta í rjómaís og pylsum auk Coca-Cola. Buffett -- einn þeirra fjárfesta heims sem mest er fylgzt með -- hefur samþykkt að kaupa International Dairy Queen Inc. fyrir 585 milljónir dollara. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 176 orð

Deilt á þýzka sátt um stafrænt sjónvarp

SAMNINGUR þýzku fjölmiðlarisanna Bertelsmann AG og Leo Kirch um stafrænt sjónvarp mun valda þýzkum eftirlitsyfirvöldum áhyggjum. Margra mánaða samningaviðræðum fyrirtækjanna lauk á föstudaginn með samkomulagi um samruna Premiere sjónvarps Bertelsmanns og DF1, hins stafræna áskriftarsjónvarps Kirchs. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 109 orð

Disney og Katzenberg semja frið

DISNEY fyrirtækið og Jeffrey Katzenberg fyrrum kvikmyndaversstjóri hafa náð takmörkuðu samkomulagi. Samkomulagið náðist viku áður en mál þeirra átti að koma fyrir rétt og með því tókst að afstýra uppgjöri Katzenbergs og fyrrverandi yfirmanns hans, Michaels Eisners, stjórnarformanns Disneys. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 256 orð

ÐÁtta bókaverslanir í samstarf fyrir jólin Samanlögð markaðshlutdeil

ÁTTA bókaverslanir hafa hafið samstarf um innkaup og markaðssetningu með stofnun Bókabúðakeðjunnar ehf. Alls eiga átta verslanir víðs vegar um land aðild að þessu fyrirtæki og er það hugsað sem mótleikur við aukinni bóksölu í matvöruverslunum. Að sögn Jónasar Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Bókabúðakeðjunnar ehf. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 786 orð

ÐBúa fyrirtækin við gjaldmiðilsskatt? »GJALDEYRISSJÓÐUR Seðlabankans er þess lítt

ÐBúa fyrirtækin við gjaldmiðilsskatt? »GJALDEYRISSJÓÐUR Seðlabankans er þess lítt megnugur að vinna gegn gengissveiflum og hætta er á að þær magnist frekar. Að óbreyttu verður fjármagnskostnaður fyrirtækja vegna íslensku krónunnar hærri en erlendis og fyrirtæki sem fjármagna sig í henni gætu þurft að greiða 4­5% hærri vexti en erlend fyrirtæki. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1707 orð

ÐEndurskoðendur á tímamótum Endurskoðendur þurfa að b

TRYGGVI Jónsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf. hefur verið formaður Félags löggiltra endurskoðenda sl. tvö ár og varaformaður tvö ár þar á undan. Hann gengur úr stjórn félagsins á aðalfundi þess sem haldinn verður nú um helgina. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 211 orð

ÐFjármálaráðuneytið krafið um endurgreiðslu vörugjalda Heildarkr

SAMTÖK verslunarinnar ­ FÍS ­ hafa sent fjármálaráðherra greiðsluáskorun þar sem farið er fram á að ríkissjóður endurgreiði umbjóðanda samtakanna oftekin vörugjöld að fjárhæð 1 milljón króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er litið á mál þetta sem prófmál sem ráðið geti því hvort mun fleiri fyrirtæki fari fram á slíkar endurgreiðslur. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 70 orð

ÐFræsun ehf. kaupir nýjan götufræsara

FRÆSUN ehf. hefur fest kaup á götufræsara af gerðinni Ingersoll-rand Mt-7000. Fræsarinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir stærri verkefni og hyggst fyrirtækið leigja hann út til verktaka, sveitarfélaga og vegagerðar, að því er segir í frétt. Fræsarinn gætur fræst allt að tveggja metra breitt svæði í senn og náð allt að 35 cm dýpt. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 108 orð

ÐGólflagnir taka við Ucrete gólfefnum

GÓLFLAGNIR ehf. hafa tekið við umboði fyrir Ucrete gólfefni frá Selby, sem er einn stærsti framleiðandi gólfefna í Evrópu að því er segir í frétt. Gólefni þessi hafa verið á íslenska markaðnum í fjölda ára og þykja henta vel þar sem kemískt álag er mikið. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 149 orð

ÐHöfnin

Reykjavíkurhöfn stefnir að því á 80 ára afmæli sínu að verða alþjóðleg viðskiptamiðstöð í Norður-Atlantshafi. Þetta kemur fram í nýrri stefnumótun hafnarinnar sem hafnarstjórn kynnti á fundi sínum í gær. Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri, segir að á næstu 10 árum þurfi að fara að hu ga að hafnargerð í Eiðsvík. /2 Vörugjöld Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 149 orð

ÐNýtt hitaskráningarkerfi

FTC framleiðslutækni hefur hafið sölu á nýrri tegund af fullkomnu hitaskráningarkerfi, MC4, sem ætlað er að auka gæði, lækka rekstrarkostnað og uppfylla kröfur GÁMES. MC4 samanstendur af stjórnstöðvum sem hver um sig mælir hitastig á allt að 4 stöðum og hugbúnaði fyrir Windows 3.11, Windows for Workgroups og Windows 95, að því er segir í frétt. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 327 orð

ÐVaki og Íslensk vöruþróun sameinast

STJÓRNIR Vaka-Fiskeldiskerfa hf. og Íslenskrar vöruþróunar hafa samþykkt að sameina fyrirtækin undir nafninu Vaki hf. Sameiningin sem miðast við 1. október er gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafunda beggja félaganna, samkvæmt frétt frá fyrirtækjunum. Vaki hefur síðustu 11 ár einkum þróað og framleitt hátæknibúnað fyrir fiskeldi, nær eingöngu fyrir erlendan markað. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 219 orð

ÐVerðhjöðnun í október

VERÐHJÖÐNUN varð í október en vísitala neysluverðs miðað við verðlag í nóvemberbyrjun mældist 0,1% lægri en í byrjun október, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði enn meira, eða um 0,2%. Þessi verðhjöðnun nú dregur nokkuð úr þeirri verðbólguaukningu sem orðið hafði á undangengnum mánuðum. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 94 orð

Grunur um meiri svik í Amsterdam

HOLLENZKI fjármálaráðherrann, Gerrit Zalm, telur að rannsókn á meintu peningaþvætti um kauphöllina í Amsterdam geti leitt fleiri glæpi í ljós. Zalm sagði í svari við fyrirspurn á þingi að hann kannaði leiðir til að herða kauphallareftirlit vegna máls þriggja verðbréfasala, sem eru grunaðir um að hafa gert sig seka um innherjaviðskipti, fjársvik, Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 418 orð

Hagnaður af reglulegri starfsemi minnkar um helming

HAGNAÐUR fiskimjölsverksmiðjunnar Krossaness hf. af reglulegri starfsemi nam alls tæplega 104 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins sem er um nær helmingi minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þegar tillit hefur verið tekið til skatta og óreglulegra liða nam heildarhagnaðurinn 85 milljónum, en var á sama tímabili í fyrra um 188 milljónir. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 540 orð

Höfnin verði alþjóða þjónustu- og viðskiptamiðstöð

REYKJAVÍKURHÖFN fagnaði 80 ára afmæli sínu í gær með hátíðardagskrá undir yfirskriftinni "Reykjavík ­ öflug viðskiptamiðstöð til framtíðar." Þar voru framtíðarmöguleikar hafnarinnar ræddir auk þess sem hafnarstjórn kynnti nýja stefnumótun, sem gerir ráð fyrir því að höfnin verði alþjóða viðskipta- og þjónustumiðstöð í Norður-Atlantshafi. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 250 orð

ING býður í BBL í Belgíu

HOLLENZKA fjármálaþjónustan ING hefur boðið sjö milljarða gyllina, eða 4,7 milljarða dollara í þriðja stærsta banka Belgíu, BBL (Bank Brussels Lambert). Þar með hefur verið bundinn endi á margra mánaða bollaleggingar með mesta tilboði í sögu hollenzkra fyrirtækja. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 663 orð

Íslensku gæðaverðlaunin veitt í fyrsta sinn

HÁPUNKTUR Gæðavikunnar 1997 á Íslandi verður í dag, Alþjóðlega gæðadaginn 13. nóvember 1997, þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra veitir Íslensku gæðaverðlaunin í fyrsta sinn. Haustið 1996 var komið á samstarfi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) Gæðastjórnunarfélags Íslands (GSFÍ), Háskóla Íslands, Forsætisráðuneytisins, Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 138 orð

Sala VW og BMW eykst jafnt og þétt

ÞÝZKU bílaframleiðendurnir Volkswagen AG og Bayerische Motoren-Werke AG (BMW) hafa skýrt frá verulegri söluaukningu fyrstu níu mánuði ársins þrátt fyrir dræma eftirspurn innanlands. Volkswagen jók 10% markaðshlutdeild sína í heiminum og báðar verksmiðjurnar treystu stöðu sína með nýjum gerðum og vegna aukinnar eftirspurnar erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1305 orð

Samruni erlendis ýtti við mönnum

Endurskoðunarmiðstöðin Coopers og Lybrand og Hagvangur munu sameina krafta sína um áramótin og mynda alhliða þjónustufyrirtæki fyrir atvinnulífið. Kjartan Magnússon ræddi við forráðamenn fyrirtækjanna og komst að því að kveikjan að sameiningunni er nýleg ákvörðun um samruna helstu samstarfsaðila fyrirtækjanna erlendis, Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 78 orð

Soros færir Rússum stórgjöf

GEORG SOROS, hinn kunni fjármálamaður, hyggst verja allt að 500 milljónum dollara á næstu þremur árum í Rússlandi til að bæta heilsugæzlu, auka menntunarmöguleika og kenna hermönnum borgaraleg störf að sögn New York Times. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 99 orð

Stofnandi Pernod Ricard látinn

PAUL RICARD, stofnandi franska drykkjarvörufyrirtækisins Pernod Ricard, er látinn. Paul Louis Marius Ricard fæddist 9. júlí 1909 í Marseille og var sonur rauðvínsheildsala. Hann fann upp anísdrykkinn Anisette Ricard 1932 og stjórnaði fyrirtækinu til 1968 þegar hann varð heiðursforstjóri. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 233 orð

»Svartsýni og lækkanir á helztu mörkuðum

EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu enn í verði í gær og tiltölulega lítil hækkun í Wall Street eftir opnun vakti litla athygli. Reyndar létti evrópskum miðlurum, því að þeir höfðu óttazt mikla lækkun. Búzt var við hinu versta á fjármálamörkuðum á sama tíma og ákveða átti á fundi bandaríska seðlabankans hvort hækka ætti vexti eða ekki, þótt fáir gerðu ráð fyrir vaxtahækkun. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 56 orð

Tilboð í Fokus banka fellt

STÆRSTI sparisjóður Noregs, Sparebanken NOR, hefur neyðzt til að hætta við fyrirætlanir um að sameinast Fokus bankanum vegna andstöðu annarra sparisjóða. Sparisjóðirnir eiga minnihluta hlutabréfa í Fokus og beittu neitunarvaldi gegn tilboði Sparebanken NOR um 77 norskar krónur fyrir hvert hlutabréf í Fokus, sem er þriðji stærsti viðskiptabanki Noregs. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 119 orð

Tíu þúsund sagt upp hjá Kodak

KODAK fyrirtækið hefur skýrt frá fyrirætlunum um að skera niður kostnað um einn milljarð dollara og fækka starfsmönnum um tíu þúsund. George Fisher aðalframkvæmdastjóri skýrði frá þessum fyrirætlunum á fundi með fjárfestum. Gert er ráð fyrir að taka muni tvö ár að hrinda þeim í framkvæmd. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 176 orð

Tæknival í samstarf við Microsoft

TÆKNIVAL hefur gert samstarfssamning við Microsoft Corp. sem felur í sér fullan og milliliðalausan aðgang Tæknivals að vörum, þekkingu og þjónustu Microsoft. Þá felur samstarfið jafnframt í sér víðtæka þjálfun tækni- og sölumanna Tæknivals og mun Microsoft taka þátt í kostnaði við þá þjálfun. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 182 orð

Uppgjör birt á þriggja mánaða fresti

TILLAGA verður lögð fram á stjórnarfundi Verðbréfaþings Íslands á mánudag um að skráðum hlutafélögum á þinginu verði gert að skila milliuppgjörum á þriggja mánaða fresti. Slíkt fyrirkomulag fæli í sér að fyrirtækin þyrftu að birta þriggja, sex og níu mánaða uppgjör ásamt ársreikningi. Hingað til hefur einungis þurft að birta sex mánaða uppgjör og ársreikning. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 110 orð

Van Miert spáir sátt við VW

KAREL van Miert, samkeppnisstjóri Evrópusambandsins, segir að bráðlega verði hægt að leysa deilu vegna ríkisaðstoðar við bílaverksmiðjur Volkswagen AG í austanverðu Þýzkalandi. Van Miert sagði að framkvæmdastjórn ESB hefði komizt að samkomulagi í meginatriðum við þýzku ríkisstjórnina og aðeins væri eftir að útkljá nokkur lagaleg atriði. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 578 orð

Verða sportbílar framleiddir á Íslandi?

300 VERKEFNI hafa hlotið stuðning vegna Átaks til atvinnusköpunar, sem hleypt var af stokkunum fyrir tveimur árum. Alls hefur 190 milljónum verið varið til verkefnisins og hefur nær öllum þeim fjármunum verið úthlutað til margvíslegra verkefna í fjölmörgum iðngreinum. Um helgina verður efnt til sýningar í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem kynnt verða um 60 verkefni, sem hafa þótt árangursrík. Meira
13. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 432 orð

Þriðjungur telur næsta ár verða betra

UM þriðjungur Íslendinga telur að persónuleg afkoma sín verði betri á næsta ári en þessu, samkvæmt nýrri könnun sem Hagvangur hf. hefur unnið fyrir Morgunblaðið. Aftur á móti telja 9,2% að afkoma þeirra muni versna á næsta ári. Þetta er ekki mikil breyting frá því á síðasta ári er rúm 35% töldu að 1997 yrði betra en 7,4% töldu að það yrði verra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.