2. desember 1997 | Íþróttir | 562 orð

Hvað segir leikstjórnandinnALDA LEIF JÓNSDÓTTIRum kvennakörfuboltann?Æfum alls ekki nóg

ÍS-STÚLKUR hafa komið nokkuð á óvart í 1. deild kvenna í körfuknattleik það sem af er vetri. Stúdínur eru með ungt lið og mjög efnilegt og hefur leikstjórnandinn Alda Leif Jónsdóttir leikið mjög vel. Hún er fædd í Reykjavík 18.
Hvað segir leikstjórnandinn ALDA LEIF JÓNSDÓTTIR um kvennakörfuboltann? Æfum alls

ekki nóg

ÍS-STÚLKUR hafa komið nokkuð á óvart í 1. deild kvenna í körfuknattleik það sem af er vetri. Stúdínur eru með ungt lið og mjög efnilegt og hefur leikstjórnandinn Alda Leif Jónsdóttir leikið mjög vel. Hún er fædd í Reykjavík 18. apríl 1979 og er því aðeins 18 ára gömul, en hefur leikið 19 landsleiki fyrir Ísland í körfuknattleik, 8 með A-landsliðinu, 7 með liði skipuðu stúlkum 20 ára og yngri og 4 með 18 ára liðinu.

Alda Leif byrjaði snemma að fylgjast með körfuknattleik því foreldrar hennar, Jón Óskars son og Kolbrún Leifsdóttir, léku körfuknattleik á sínum tíma og Kolbrún var lengi að. Þær mæðgur náðu þó ekki að leika saman í liði og ekki heldur hvor á móti annarri. Alda Leif er næstyngst fjögurra systkina og Eygló systir hennar æfir handbolta með Val, en Alda Leif hóf ferilinn einnig hjá Val þó svo foreldrarnir hafi leikið með ÍS á sínum tíma. "Það voru engir yngri flokkar hjá ÍS þannig að það var annaðhvort að fara í Val eða Víking," segir Alda Leif sem reyndi aðeins fyrir sér í borðtennis hjá Víkingi áður en hún sneri sér alfarið að körfuknattleiknum.

En hvers vegna valdi Alda Leif körfuknattleik?

"Mamma og pabbi eru í körfu, eða réttara sagt voru. Mamma fer reyndar stundum ennþá og spilar með gömlu konunum. Ég byrjaði snemma að fara með henni á æfingar og ætli það hafi ekki mótað mig eitthvað. Ég var aðeins í borðtennis þegar ég var yngri, og æfði þá með Víkingum. Þetta kom til í framhaldi af námskeiði í skólanum og ég æfði í nokkurn tíma en ég veit ekki hvað ég á að segja um getuna."

Hvenær byrjaðir þú síðan að æfa körfuknattleik af fullum krafti?

"Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki Vals 1994, en tveimur árum áður byrjaði ég að æfa fyrir alvöru. Valsmenn voru þeir einu í nágrenni við mig sem voru með yngri flokka og ég held að það hafi ráðið mestu um í hvaða félag ég fór. Síðan þegar Valur hætti með meistaraflokk fyrir tveimur árum fórum við nokkrar yfir í ÍS."

Stúdínum hefur gengið vel í vetur, er kvennakörfuknattleikurinn að verða jafnari?

"Já. Okkur hefur gengið ágætlega í vetur og sérstaklega erum við sterkar á heimavelli. Mér finnst körfuboltinn hér alltaf verða betri og betri. Það koma stöðugt yngri og yngri stelpur og í bland við þær eldri og reyndari, sem eru góðar, verður karfan stöðugt betri."

Hvað æfið þið oft í viku?

"Þrisvar og mér finnst það allt of lítið. Stundum lenda leikir hjá okkur á æfingatíma þannig að stundum líður tæp vika á milli æfinga og það er alls ekki nógu gott. Mér finnst að við þyrftum að minnsta kosti eina æfingu til viðbótar í hverri viku."

Fylgist þú með karlakörfunni hér heima?

"Já, auðvitað og held með Haukum því þjálfarinn minn [Pétur Ingvarsson] leikur með Haukum. Mamma og pabbi voru alltaf í ÍS, en félagið er ekki með lið í úrvalsdeildinni núna. Svo hef ég alltaf ákveðnar tilfinningar til Valsmanna," sagði Alda Leif sem var að lesa fyrir spænskupróf í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún er á þriðja ári á náttúrufræðibraut.

Hvers vegna náttúrufræðibraut?

"Hún gefur ýmsa möguleika varðandi framhaldið en núna langar mig í Íþróttakennaraskólann og stefnan er sett þangað."

Morgunblaðið/Kristinn ALDA Leif Jónsdóttir stundar nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og les hér undir spænskupróf. Skúli Unnar

Sveinsson

skrifarAðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.