Greinar þriðjudaginn 2. desember 1997

Forsíða

2. desember 1997 | Forsíða | 235 orð

Kofi Annan vill auka olíusölukvóta Íraka

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), lagði í gær til að Írökum yrði leyft að selja aukið magn olíu til að fjármagna kaup á lyfjum og matvælum, en samkomulag sem er í gildi um þessa undanþágu frá viðskiptabanni SÞ á Írak rennur út í lok vikunnar. Meira
2. desember 1997 | Forsíða | 44 orð

Krefjast lausnar

PALESTÍNSKAR konur efndu til mótmælaaðgerða á Gazasvæðinu í gær og skoruðu á Ísraelsstjórn að láta lausa syni sína, sem eru pólitískir fangar í Ísrael. Hafði ein kvennanna meðferðis mynd af syni sínum. Rúmlega 4.000 Palestínumenn sitja í ísraelskum fangelsum. Meira
2. desember 1997 | Forsíða | 161 orð

Olía lækkar

OLÍA lækkaði talsvert í verði í gær í beinu framhaldi af þeirri ákvörðun Samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC) að auka olíuframleiðslu. Olíuráðherrar OPEC-ríkjanna samþykktu á laugardag að lyfta hinu opinbera þaki á olíuframleiðslu úr 25 milljónum fata á dag í 27,5 milljónir frá og með næstkomandi áramótum og gildir það fyrstu sex mánuði 1998. Meira
2. desember 1997 | Forsíða | 217 orð

Winnie tengd morði á lækni

VIRT baráttukona gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku bar í gær vitni fyrir Sannleiks- og sáttanefndinni í hag Winnie Madikizela- Mandela, sem sökuð er um að tengjast tveimur morðmálum. Skömmu síðar kom fyrir nefndina dæmdur morðingi sem fullyrti að hún hefði gefið sér skipun um að myrða Abu Baker Asvat lækni. Meira

Fréttir

2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

1.397 útlendingar með atvinnuleyfi hér

1.247 útlendingar eru með tímabundin atvinnuleyfi hér á landi um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum félagsmálaráðuneytisins. Af þessum hópi starfa hátt í fjögur hundruð í fiskvinnslu. Að auki eru 150 með svokölluð óbundin leyfi, en slík leyfi geta útlendingar fengið þegar þeir hafa átt lögheimili hér á landi í minnst þrjú ár. Samtals eru því 1.397 útlendingar með atvinnuleyfi hér. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 543 orð

20% fiskvinnslufólks áforma að flytja burt

STEFÁN Ólafsson prófessor segir að breytingar í fiskvinnslu eigi stóran þátt í þeim búferlaflutningum sem átt hafi sér stað frá sjávarútvegsplássum á landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikil fylgni sé á milli fækkunar starfa í fiskvinnslu á einstökum landssvæðum og fækkunar íbúa á svæðunum. Þar sem störfum í fiskvinnslu hafi fækkað mest, þ.e. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Aðalatriðið hvað barninu er fyrir bestu

"Í MÁLI Sophiu Hansen hefur allan tímann verið lögð megináhersla á mismunandi trúarbrögð og menningu, andstæðurnar Ísland ­ Tyrkland, íslam ­ kristindómur, o.s.frv. Í máli skjólstæðings míns, Mette Sollihagen Hauge, reyndum við allan tímann að komast hjá þessum spurningum. Aðalatriðið er jú hvað barninu er fyrir bestu," segir Murat Bulat, tyrkneskur lögmaður norskrar konu sem vann sl. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 206 orð

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn

VÆNDISKONUR fóru blysför um götur rauða hverfisins í Nýju- Delhí á Indlandi í gær í tilefni alþjóðlega alnæmidagsins, 1. desember. Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi segja að rúmlega sjö milljónir Indverja séu sýktar af HIV- veirunni, er veldur alnæmi. Í Víetnam var dagsins minnst m.a. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 479 orð

Athuga möguleika á núverandi skólalóð

VIÐ myndun nýs meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfestist klofningur bæjarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Tveir af fimm bæjarfulltrúum flokksins standa að meirihlutasamstarfinu, auk tveggja fulltrúa F-lista sem Alþýðubandalag, Kvennalisti og óháðir báru fram og bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 446 orð

Atvinnulíf á Húsavík verður af tekjum

ATVINNULÍF á Húsavík hefur orðið af talsverðum tekjum eftir að rækjuskipið Húsvíkingur ÞH var keypt þangað síðla sumars og þrjú skip voru í staðinn seld frá staðnum, en vegna stærðar sinnar getur Húsvíkingur ekki lagst að bryggju á Húsavík og hefur það því landað erlendis og á Akureyri. Öllum starfsmönnum hjá löndunarfyrirtækinu Taki sf. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Auka skattaafslátt lífeyrisþega

Í FRUMVARPI að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1998 er gert ráð fyrir því að heildartekjur verði tæplega 21,3 milljarðar en heildargjöld 19,5 milljarðar króna. Borgarstjóri kynnti áætlunina á blaðamannafundi í gær og sagði að þetta væri annað árið í röð sem lögð er fram hallalaus fjárhagsáætlun í borginni. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 193 orð

Austurríki fullgilt Schengen-ríki

AUSTURRÍKI er frá og með deginum í gær fullgilt aðildarríki Schengen-samningsins um afnám vegabréfaeftirlits á landamærum. Enn hefur þó vegabréfaeftirliti á landamærum Austurríkis og annarra Schengen-ríkja ekki verið aflétt að fullu. Austurríki er níunda ríkið, sem tekur fullan þátt í framkvæmd Schengen. Hin átta eru Benelux-löndin, Þýzkaland, Frakkland, Spánn, Portúgal og Ítalía. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 285 orð

Ágreiningi um EMU-ráð vísað til leiðtogafundar?

SVO kann að fara að það komi í hlut leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins að leysa deiluna um óformlegt ráðherraráð væntanlegra aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU), sem Frakkland og Þýzkaland vilja koma á fót. Ekki náðist samkomulag um ráðið á fundi efnahags- og fjármálaráðherra ESB-ríkja í Brussel í gær. Ekki hægt að vera bæði inni og úti Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Átak lögreglu gegn ölvunarakstri

LÖGREGLULIÐ á Suðvesturlandi mun í desembermánuði beina athygli sinni að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna ölvunaraksturs. Í fréttatilkynningu segir að árlega séu á þessu svæði stöðvaðir yfir 1.000 ökumenn fyrir ölvun við akstur. Sumir þeirra séu það heppnir að vera stöðvaðir áður en þeir valdi sjálfum sér eða öðrum tjóni. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 429 orð

Biðlað til hugsanlegra klofningshópa

KONGRESSFLOKKURINN á Indlandi og flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, Bharatiya Janata, leituðu í gær eftir stuðningi hugsanlegra klofningshópa til að geta myndað nýja ríkisstjórn en ekkert benti til þess að hægt yrði að binda enda stjórnarkreppuna í landinu á næstunni. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Biskup viðstaddur vígslu í York

ERKIBISKUP ensku biskupakirkjunnar í York hefur boðið biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni, að taka þátt í biskupavígslu í borginni miðvikudaginn 3. desember. Er þetta boð erkibiskupsins í samræmi við samkomulag biskupakirkjunnar og lúterskra kirkna Norðurlandanna um gagnkvæma viðurkenningu á vígslum og embættum. Meira
2. desember 1997 | Miðopna | 940 orð

Brugðist við yfirburðum Bandaríkjanna Boðað hefur verið til fundar leiðtoga Rússlands, Þýskalands og Frakklands á næsta ári.

LEIÐTOGAR Rússlands, Þýskalands og Frakklands munu koma saman til fundar í Jekaterínborg í Úralfjöllum á fyrri hluta næsta árs og þar mun, samkvæmt skilningi Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, fæðast nýtt bandalag þessara þriggja ríkja. Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Dagskrá á Bjargi

ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra, 3. desember, verður haldinn hátíðlegur á Akureyri í nýuppgerðum félagssal Sjálfsbjargar á Bjargi við Bugðusíðu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Sjálfsbjörg á Akureyri og Þroskahjálp á Norðurlandi efna sameiginlega til hátíðarhaldanna. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

ÐNámstefna um áhættumat

UPPLÝSINGAÞJÓNUSTAN ehf. efnir til ráðstefnu um áhættumat og fjármálaþjónustu á morgun, miðvikudaginn 3. desember nk. kl. 9.30­12 á Hótel Sögu. Námstefnustjóri er Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram til Upplýsingaþjónustunnar ehf., Húsi verslunarinnar. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1593 orð

Ekki ein báran stök

KRISTJÁN Gíslason er þekktur meðal íslenskra stangveiðimanna fyrir það að hafa skapað ýmsar laxaflugur sem náð hafa vinsældum meðal þeirra sem iðka fluguveiði með stöng. En Kristján er ekki síður þekktur fyrir bækur sínar tvær um veiðar sem hafa komið hafa út á liðnum árum, notið ómældra vinsælda og hlotið skínandi dóma lesenda. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Eldur í þaki fjölbýlishúss

ALLT lið Slökkviliðsins í Reykjavík var sent að fjölbýlishúsi við Álfheima kl. 13.25 í gær þegar tilkynnt hafði verið að eldur logaði þar út um glugga og uppá þak. Slökkvistarf gekk vel og engin slys urðu. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 407 orð

ESB og Bandaríkin takast á

Á RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar sem hófst í Kyoto í Japan í gær deildu fulltrúar Evrópusambandsins (ESB) og Bandaríkjanna hart um til hvaða ráðstafana skuli grípa til að vinna gegn upphitun lofthjúpsins, gróðurhúsaáhrifunum. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Farþegar greiða lægri fargjöld en áður

TEKJUR af erlendum ferðamönnum námu 16,6 milljörðum króna fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt yfirliti Seðlabankans, og jukust um tæpan milljarð milli ára. Ferðamönnum fjölgaði á þessu tímabili um 13% en fargjaldatekjur jukust hins vegar aðeins um 5%, sem bendir til að farþegar hafi greitt lægri fargjöld en áður. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fiskur á Fróðárheiði

FISKKÖR duttu af fiskflutningabíl í fyrrinótt, en bíllinn var á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur. Tvö kör duttu af bílnum og það þriðja datt af aftanívagni á beislið og dreifðist innihaldið úr því á veginn. Fiskur var því á víð og dreif á veginum yfir Fróðárheiði og alla leiði niður í Staðarsveit. Bílstjórinn varð ekki var við hvað hafði gerst fyrr en hann stoppað í Borgarnesi. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fjórir á slysadeild

FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir árekstur tveggja bíla á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík klukkan rúmlega fjögur sl. sunnudagsmorgun. Annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Við áreksturinn kastaðist annar bíllinn á götuvita og skemmdi hann en bæði ökutækin voru fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 208 orð

Fjölbreytt ljósmyndaþjónusta

FUJI-umboðið á Íslandi, Ljósmyndavörur ehf., hefur opnað ljósmyndavöruverslun og framköllunarþjónustu í nýja húsinu í Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Framköllunartækin í ljósmyndaversluninni eru með fullkomnustu og afkastamestu tækjum landsins, en fyrirtækið hyggst bjóða Norðlendingum fjölbreytta ljósmyndaþjónustu. Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 310 orð

Fjölbreytt nám í smærri byggðum

TUTTUGU og fimm ár eru um þessar mundir frá því áfangakerfi var fyrst tekið upp í íslenskum framhaldsskóla, Menntaskólanum í Hamrahlíð, og var þess m.a. minnst á fundi Félags áfangaskóla sem haldinn var á Stássinu á Akureyri í gær. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Flugfélagsmenn skoðuðu Dash 8 flugvél

FORRÁÐAMENN Flugfélags Íslands skoðuðu nýlega DASH 8-200 flugvél sem hafði viðkomu hérlendis. Þessar vélar eru tveggja hreyfla og framleiddar í Kanada í nokkrum gerðum og taka frá 37 til rúmlega 70 farþega. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Foreldrar og hagnýtar forvarnir

Í KVÖLD, 2. desember kl. 20:30, mun Pétur Tyrfingsson áfengisráðgjafi halda fyrirlestur um foreldra og hagnýtar forvarnir í Ármúla 18 í Reykjavík. "Er nauðsynlegt að búa á annan hátt að börnum og unglingum en gert hefur verið undanfarin ár? Hefur eitthvað alvarlegt farið úrskeiðis í uppeldi æskunnar? Þurfa foreldrar að taka til sinna ráða? Þá hverra? Þessum spurningum verður varpað fram í Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Geisladiskur með Jóni Kr. frá Bíldudal

JÓN Kr. Ólafsson frá Bíldudal hefur gefið út geisladisk með 16 lögum. Þar af eru 14 eftir íslensk tónskáld. Diskurinn nefnist Kvöldkyrrð og það er Jón sem gefur hann út, jafnframt því sem hann annast sölu og dreifingu. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 103 orð

Grappelli látinn

FRANSKI fiðlusnillingurinn Stephane Grappelli, sem notið hefur ómældra vinsælda í rúma hálfa öld, lést á sjúkrahúsi í París um helgina á 90. aldursári. Þar gekkst hann undir kviðslitsaðgerð í síðustu viku. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Grunnkaup hækkar og yfirvinnuhlutfall lækkar

NÝR kjarasamningur sjúkrahúslækna og samninganefndar ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem gerður var á grundvelli sáttatillögu ríkissáttasemjara, felur í sér 20-30% launahækkun á þriggja ára samningstíma. Samningurinn felur í sér umtalsverðar grunnkaupshækkanir, en á móti er yfirvinnuhlutfall lækkað. Læknar sem starfa eingöngu á sjúkrahúsum fá meiri hækkanir en aðrir. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 311 orð

Hafna tillögum Ísraela um brottflutning

HEIMASTJÓRN Palestínumanna hafnaði í gær tillögum Ísraela um skilyrt brotthvarf hersveita af svæðum á Vesturbakkanum. Sögðu Palestínumenn Ísraela vera að reyna að breyta gerðum friðarsamningum. Tayeb Abdel-Rahim, talsmaður Yassers Arafats, forseta heimastjórnarinnar, sagði Ísraela reyna að gera alþjóðlega viðleitni til að ná samkomulagi að engu og þyrla upp ryki þess í stað. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1519 orð

Hallalaus fjárhagsáætlun í annað sinn

Í FRUMVARPI að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir að heildartekjur verði tæplega 21,3 milljarðar en heildargjöld rúmir 19,5 milljarðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, kynnti fjárhagsáætlunina á blaðamannafundi í gær og benti meðal annars á að annað árið í röð væri lögð fram hallalaus fjárhagsáætlun. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Hlutafélag stofnað um Safír frá Viðvík

ÞEIR félagar Jón Kristjánsson og Ásgeir Svan Herbertsson sem á dögunum festu kaup á stóðhestinum Safír frá Viðvík hafa ákveðið að stofna hlutafélag um rekstur hestsins. Um verður að ræða 30 hluti og veitir hver þeirra rétt á að halda tveimur hryssum undir hestinn árlega. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Hrímþoka yfir höfuðborginni

ÞÉTT hrímþoka lagðist yfir höfuðborgarsvæðið um hádegi í gær og var skyggni á tímabili ekki nema örfáir metrar. Hluta skýringarinnar á þokunni má að öllum líkindum rekja til mengunar í lofti, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. "Það hefur verið hæg austankæla, þ.e. loft komið af landi, en venjan er annars sú hér við Faxaflóann að þokan komi af hafi. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Innbrotahrina rakin til síbrotamanna

YFIR 20 innbrot voru framin í Reykjavík um helgina, mörg þeirra í bíla en einnig í fyrirtæki og heimahús. Stóð þessi innbrotahrina allt frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds. Í þessum innbrotum komu oft við sögu menn sem lögreglan hefur áður haft afskipti af, menn sem orðnir eru hagvanir í yfirheyrsluherbergjum lögreglunnar, Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Í fiskvinnu á Raufarhöfn

TÍU Pólverjar millilentu á Akureyrarflugvelli í gærdag, en þeir voru að koma beint frá Gdansk í Póllandi og voru á leið til Raufarhafnar, þar sem þeir hafa fengið vinnu í fiski hjá Jökli. Leyfi hafði fengist fyrir fimmtán verkamönnum í fiskvinnu á Raufarhöfn en í þessari ferð komu sem fyrr segir tíu. Meira
2. desember 1997 | Landsbyggðin | 251 orð

Í netagerð í hálfa öld

Akranesi-Það var tímamótadagur í lífi Dagbjarts Hannessonar netagerðarmeistara á dögunum, er liðin voru 50 ár frá því hann hóf störf við netagerð á Akranesi. Þessara merku tímamóta var minnst á vinnustað Dagbjarts á Nótastöð Akraness í hópi vinnufélaga og vina hans. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Íslenskir læknar í Bretlandi styðja unga lækna á Íslandi

Aðalfundur Félags íslenskra lækna í Bretlandi var haldinn síðastliðinn laugardaginn í London. "Fundarmenn samþykktu að lýsa fullum stuðningi við baráttu ungra lækna á Íslandi fyrir verulegri hækkun dagvinnutaxta og styttri vinnutíma. Ljóst er að allt stefnir í flótta ákveðinna hópa lækna úr landi vegna lágra grunnlauna. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Í varðhald út desember

ÞRÍR menn, sem réðust á mann á heimili hans á Kleppsvegi í Reykjavík í síðasta mánuði, hafa allir verið úrskurðaðir í framlengt gæsluvarðhald og nú út desember. Mennirnir þrír réðust inn á heimili mannsins um miðnætti kvöld eitt í nóvember, stálu verðmætum af heimili hans, veittu honum áverka og skildu hann eftir bundinn. Tóku þeir jafnframt af honum súrefniskút sem hann var háður. Meira
2. desember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Íþróttahátíð Grettis

Flateyri-VEGLEG íþróttahátíð var haldin í íþróttahúsi Flateyringa fyrir skömmu. Ástæðan fyrir íþróttahátíð þessari var sú að veita verðlaun fyrir árangur sumaræfinga síðastliðins sumars. Einnig var Sigrúnu Gerðu Gísladóttur veitt viðurkenning fyrir áratuga störf að íþrótta- og æskumálum, en hún hefur ætíð verið boðin og búin til starfa, svo lengi sem elstu menn muna. Meira
2. desember 1997 | Landsbyggðin | 106 orð

Jólabasar í Röst

Hellissandi-NOKKUR félög í Snæfellsbæ tóku sig saman um að vera með jólabasar, skemmtiatriði og kaffisölu í Félagsheimilinu Röst. Lúðrasveitin Snær undir stjórn Ians Wilkinsons lék og Kirkjukór Ingjaldshólskirkju söng. Stjórnandi kórsins var Kay Wiggs Lúðvíksson. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Jón Baldvin um Kanada

JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og verðandi sendiherra Íslands í Kanada og Bandaríkjunum, mun ræða um utanríkismál Íslands og Kanada á vegum Vináttufélags Íslands og Kanada annað kvöld kl. 20.30 í Lögbergi, HÍ, í stofu 102. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

KK á tónlistarferðalagi

NÚ ER að hefjast tónleikaferð KK um landið. "Með honum í för verður Guðmundur Pétursson gítarleikari og saman munu þeir leika lög af nýrri plötu KK, Heimalandi," segir í fréttatilkynningu. Annað kvöld halda þeir tónleika í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði og á fimmtudag á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Komnir til Höfðaborgar

FREYR Jónsson og Jón Svanþórsson, sem aka breyttum Toyota Land Cruiser jeppum á Suðurskautslandi í sænska rannsóknaleiðangrinum SWEDARP, komu til Höfðaborgar í gær. Þar biðu þeirra á hafnarbakkanum gámar frá Eimskip með jeppunum. Fyrsta verk Íslendinganna var að ná bílunum út úr gámunum og aka þeim inn í skipið Outeniqua sem flytur þá til Suðurskautslandsins. Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Kærulausir ökumenn

FJÖLDI ökumanna hefur síðustu daga verið kærður fyrir að leggja bifreiðum sínum ranglega og segir lögreglan á Akureyri að mikið kæruleysi sé ríkjandi á því sviði. Nú í jólamánuðnum mun lögreglan sérstaklega fylgjast með því að bifreiðar fari ekki inn í göngugötuna eða inn á Ráðhústorg, en nokkuð er um það. Algengt sé að t.d. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Landsmenn telja að framfarir hafi orðið á síðustu 5 árum

ÍBÚAR á stærstu þéttbýlisstöðunum á landsbyggðinni, svo sem Akranesi, Sauðárkróki, Akureyri, Selfossi og Hveragerði, eru ánægðari með búsetuskilyrði sín en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Stefán Ólafsson prófessor gerði fyrir Byggðastofnun. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

LEIÐRÉTT 11-11 verslanir með poka Ví

Í FRÁSÖGN Morgunblaðsins á laugardag af fjáröflun Vímulausrar æsku, sem selur innkaupapoka með merki samtakanna, féll niður nafn 11-11 verslananna. Þær eru í hópi þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að selja pokana fyrir jólin. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Ljósin kveikt á aðventu

JÓLALJÓSIN voru kveikt um allt land þegar aðventan gekk í garð á sunnudag. Þessi piltur fylgdist spenntur með því þegar kveikt var á jólatrénu í Kringlunni og var búinn að setja upp jólasveinahúfu í tilefni dagsins. Krakkar um land allt opnuðu svo fyrsta gluggann í jóladagatalinu sínu í gærmorgun. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Loforð verða ekki efnd

BORGARSTJÓRNARFLOKKUR sjálfstæðismanna segir að fjárhagsáætlun R-listans beri með sér að hann ætli að skilja eftir svikin loforð við hvert fótmál. "Fjárhagsáætlunin er algjör uppgjöf og viðurkenning á að loforðin sem R-listinn var kosinn út á, verða ekki efnd," segir í yfirlýsingu sem borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna sendi frá sér í gær. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lyfjaverðkönnun

SÍÐASTLIÐINN laugardag birtust á neytendasíðu niðurstöður verðkönnunar sem Samkeppnisstofnun lét gera á lyfjaverði. Vegna tæknilegra mistaka riðluðust nöfn þriggja apóteka í töflunni og þar með upplýsingar frá tveimur apótekum. Um var að ræða verð frá Breiðholtsapóteki og Borgarapóteki. Tvisvar var birt lyfjaverð frá Árbæjarapóteki. Í seinna skiptið var um verð Borgarapóteks að ræða. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Mikið um hraðakstur og þjófnaði

MIKIÐ annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík síðastliðna helgi og voru 543 mál færð til bókunar. Um helgina voru 15 ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og höfðu margir þeirra brotið ýmis ákvæði umferðarlaga. Á fimmta tug ökumanna varð að kæra vegna hraðaksturs og 47 árekstrar voru tilkynntir lögreglu. Meira
2. desember 1997 | Landsbyggðin | 578 orð

Mikill meirihluti fyrir sameiningu

SAMEINING sveitarfélaga í tveimur sýslum landsins, Vestur-Húnavatnssýslu og Austur-Skaftafellssýslu, var samþykkt í kosningum síðastliðinn laugardag með miklum meirihluta. Í Vestur-Húnavatnssýslu var kosið um sameiningu Staðarhrepps, Fremi-Torfustaðahrepps, Ytri- Torfustaðahrepps, Hvammstaðahrepps, Kirkjuhvammshrepps, Hvammstangahrepps, Þverárhrepps og Þorkelshólshrepps. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Morgunblaðið í lausasölu í London

FRÁ OG með 1. desember verður hægt að kaupa Morgunblaðið í lausasölu í London. Í fyrstu verður blaðið selt á tveimur stöðum, annars vegar á Great Marlborough Street (við Regent Street) og hins vegar í blaðsöluturninum við Piccadilly Circus. Lausasöluverð Morgunblaðsins í London er 2 eða um 240 krónur. Bætt þjónusta við áskrifendur á Bretlandseyjum Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Mótmælir hækkun hundaleyfisgjalds

HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands mótmælir hækkun hundaleyfagjalda í Reykjavík sem samþykkt var á fundi borgaráðs í síðustu viku. Hefur áskorun verið send umhverfisráðherra þar sem segir m.a.: "Þann 25. nóvember sl. birtist í Morgunblaðinu frétt um það að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hygðist hækka gjöld fyrir hundaleyfi í Reykjavík um 16­17%. Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Ný aðstaða til verklegrar kennslu

NÝ aðstaða fyrir verklega kennslu á fiskvinnslubraut útvegssviðs Verkmenntaskólans á Akureyri á Dalvík var nýlega tekin í notkun. Fram að þessu hefur verkleg aðstaða verið til húsa í frystihúsi KEA á Dalvík, nú Snæfell. Í nýju aðstöðunni eru nemendur út af fyrir sig með sínum kennara en þar er pláss fyrir 8-10 nemendur í senn og einnig er þar ein kennslustofa fyrir bóklegt nám. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Ný deild við leikskólann Hlaðhamra

NÝ bygging hefur verið tekin í notkun við leikskólann Hlaðhamra í Mosfellsbæ. Húsið er u.þ.b. 380 m að stærð. Hönnuðir eru Sigurður Guðmundsson og Sigurður Kristjánsson hjá teiknistofunni Staðalhús sf. Hlaðhamrar er elsti leikskóli Mosfellsbæjar og hefur verið rekinn í 21 ár, eða frá 8. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Nýr prestur vígður

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði sl. sunnudag í Dómkirkjunni Jón Ármann Gíslason, cand. theol. til sóknarprests í Skinnastaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Var þetta síðasta prestsvígsla biskups en hann lætur af embætti um áramótin. Vígsluvottar voru þeir sr. Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur og lýsti hann vígslu, sr. Hildur Sigurðardóttir, sr. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Olía í Suðurbugt

FRÁ því á laugardag hafa starfsmenn Reykjavíkurhafnar unnið að hreinsun í Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn eftir að vart var við úrgangsolíu sem lekið hafði í sjóinn. Að sögn Halls Árnasonar hjá Reykjavíkurhöfn var unnið fram eftir nóttu á laugardag og var verkinu nær lokið síðdegis í gær. Ekki er vitað hvaðan olían kom og er málið í rannsókn. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 373 orð

Óttast að herinn taki völdin

HORFUR eru á að vinsælasta stjórnin í sögu Pakistans falli vegna stjórnlagakreppu í landinu og fréttaskýrendur óttast að herinn taki völdin í sínar hendur. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, flutti hálfrar klukkustundar sjónvarpsávarp á sunnudag þar sem hann skoraði á þjóðina að veita honum stuðning í valdabaráttu hans og Farooqs Legharis forseta og Sajjads Alis Shah, Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Pramminn sokkinn

PRAMMINN, sem norskur dráttarbátur var með í togi suðaustur af Vestmannaeyjum á laugardag, er talinn hafa sokkið. Fannst hann ekki þrátt fyrir leit, m.a. úr lofti. Skipverjar dráttarbátsins urðu þess varir um kl. 8 á laugardagsmorgun að pramminn var ekki lengur aftan í og hófu þegar að svipast um. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Rætt um reyklausan Gerðahrepp

BOÐAÐ er til fundar um átakið "Reyklaus Gerðahreppur 2001", þriðjudaginn 2. desember í Grunnskóla Gerðahrepps og hefst kl. 20. Fjallað verður um hvað hefur áunnist á fyrstu vikum átaksins. Frá Krabbameinsfélaginu koma Þorvarður Örnólfsson og Rósa Víkingsdóttir og fjalla þau um efnið "Reyklausir vinnustaðir eru heilsusamlegir". Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sjö þátttakendur í prófkjöri

SJÖ hafa ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Reykjavíkurlistans á vegum Alþýðubandalagsins. Tillögur uppstillinganefndar um frambjóðendur munu liggja fyrir 5. desember og kjördæmisráð Alþýðubandalagsins mun taka endanlega ákvörðun hinn 9. desember. Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Snarræði kom í veg fyrir stórtjón

LITLU munaði að stórtjón yrði hjá landvinnslu Samherja er kaldavatnsinntak fór í sundur í húsnæði Strýtu á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Mikið vatn flæddi um verksmiðjuhúsnæðið en fjölmennt lið frá lögreglu, slökkviliði, Akureyrarbæ og Samherja kom í veg fyrir stórtjón með snarræði sínu. Engin vinnsla var í gang Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 360 orð

Spá langri stjórnarkreppu

FRAMUNDAN kann að vera margra vikna pólitísk óvissa í Tékklandi eftir fall stjórnar Vaclavs Klaus á sunnudag. Að mati stjórnmálaskýrenda er enginn hugsanlegur arftaki Klaus á stóli forsætisráðherra fyrir hendi, en sjálfur lýsti hann því yfir er hann baðst lausnar að hann yrði ekki í næstu stjórn. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Starf útvarpsstjóra Ríkisútvarps auglýst

STARF útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins var auglýst laust til umsóknar í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri lætur af störfum fyrir aldurs sakir um áramót. Pétur hefur gegnt starfinu í eitt ár, eftir að Heimir Steinsson vék úr sæti útvarpsstjóra til að taka við starfi sóknarprests á Þingvöllum. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 450 orð

Stjórnmálamenn þurfa að þola meira en aðrir

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Jóhanns G. Bergþórssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði um 250 þúsund króna miskabætur vegna ummæla sem Gunnar Ingi Gunnarsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, viðhafði um hann. Jóhann krafðist ómerkingar ummælanna, en Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari vísaði m.a. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 220 orð

Stofna varasjóð

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Samtaka Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN) samþykktu á tveggja daga neyðarfundi sínum í Kuala Lumpur í gær að stofna sjóð sem í framtíðinni yrði notaður til lánveitinga til hjálpar þeim ríkjum samtakanna sem lenda í efnahagsvanda. Lánveitingar úr sjóðnum verða þó háðar þeim skilyrðum að viðkomandi ríki hafi þegið aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Tillaga um 120 ný strætisvagnaskýli

Að sögn Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR, hefur danska fyrirtækið þegar gert sams konar samning við á annað þúsund borgir víðsvegar í Evrópu, þar sem sett hafa verið upp biðskýli á þeirra vegum. Fyrirtækið fjármagnar skýlin með því að selja auglýsingar í skýlin en þau eru úr hertu gleri og eru auglýsingar á öðrum gaflinum. Meira
2. desember 1997 | Miðopna | 2070 orð

Til varnar skattborgaranum

SKATTYFIRVÖLD virðast víðast hvar hafa tilhneigingu til að verða ríki í ríkinu sé þeim ekki veitt nauðsynlegt aðhald. Í haust voru vitnaleiðslur á Bandaríkjaþingi þar sem sagðar voru slíkar hryllingssögur af ágangi skattheimtunnar að Bandaríkjamönnum blöskraði. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 392 orð

Tjón í aftakaveðri við Hágöngumiðlun

FRAMKVÆMDUM við Hágöngumiðlun var frestað í byrjun nóvember og hefjast þær að nýju næsta vor. Talsverðar skemmdir urðu á bílum og vinnubúðum í aftakaveðri skömmu áður en framkvæmdum var hætt. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 785 orð

Umönnun heima auðveldar oft sorgarferlið

Heimahlynning Krabbameinsfélags Íslands var stofnuð formlega hinn 1. mars 1987 og varð því tíu ára fyrr á árinu. Bryndís Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur er ein stofnenda Heimahlynningarinnar og segir að stefnt hafi verið að því frá upphafi að setja á fót líknarheimili. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Unglingar veittust að konu

NOKKRIR unglingar á aldrinum 15­17 ára veittust að konu við Norðurfell í Breiðholti snemma á sunnudagsmorgni þar sem hún var á leið í vinnu. Einn úr hópnum sýndi henni hníf og lét hún þá af hendi lítils háttar fjármuni sem hún var með. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 422 orð

Vanræksla stjórnvalda í menntamálum gagnrýnd

STÚDENTAR við Háskóla Íslands héldu fullveldisdag Íslendinga hátíðlegan í gær, 1. desember. Í hátíðarræðu sem Þorvaldur Gylfason prófessor flutti kom fram harðorð gagnrýni á langvarandi vanrækslu stjórnvalda í menntamálum. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 196 orð

Vekur deilur um öryggi smábáta

Sjóslys á Eyrarsundi á sunnudag, sem kostaði fjóra lífið hefur vakið upp umræður um öryggi smábáta og umferð á þessu svæði, en það er ein af fjölförnustu skipaleiðum heims. Á bátnum, sem fórst voru hópur manna í sunnudagsfiskitúr, eins og eru vinsælir meðal Kaupmannahafnarbúa. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 903 orð

Vilja endurnýjun og vakningu

ÍÍSLENSKU Kristskirkjunni, nýrri lútherskri fríkirkju sem stofnuð var 4. október, eru nú nálega 100 meðlimir og koma þeir einkanlega úr hreyfingunni Ungu fólki með hlutverk sem starfað hefur hérlendis í rúma tvo áratugi. Friðrik Ó. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Vistvænn Snæfellsbær

FRAMFARAFÉLAG Snæfellsbæjar boðaði til almenns félagsfundar í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi miðvikudaginn 26. nóvember sl. Fundarefni var: Á Snæfellsbær að stefna að því að verða vistvænt bæjarfélag á næstu árum? Formælandi var Baldvin Jónsson verkefnastjóri Áforms-átaksverkefnisins. Meira
2. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Þrengt að þyngstu bílunum

TAKMARKANIR á umferð vörubifreiða um Kaupvangsstræti, Oddeyrargötu og Spítalaveg hafa tekið gildi og hafa starfsmenn Akureyrarbæjar verið að setja upp umferðarmerki sem gefa þær til kynna. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ökuferðin endaði í garði

TVISVAR fór ökumaður út af sporinu í Grafarvogi aðfaranótt sunnudags. Fór hann utan í grindverk á einum stað og inn í garð á öðrum. Rétt fyrir klukkan tvö að morgni sunnudags var bifreið ekið utan í grindverk í Grafarvogi. Þá var lögreglu tilkynnt skömmu síðar að bifreið hafði verði ekið inn í garð í sama hverfi, nánar tiltekið við Frostafold. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Örorku- og ellilífeyrir tengdur launavísitölu

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að taka aftur upp tekjutengingu elli- og örorkulífeyris og verður lífeyririnn frá og með 1. janúar nk. tengdur launavísitölu. Tekjutengingin var afnumin árið 1995, við lítinn fögnuð ellilífeyrisþega. Meira
2. desember 1997 | Erlendar fréttir | 140 orð

Öryggistryggingar ræddar

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hyggst reyna að fá sænsk stjórnvöld til að brjóta ísinn í samskiptum Rússa við Eystrasaltslöndin þrjú í heimsókn hans til Svíþjóðar, sem hefst í dag. Leiðtogi Rússlands hefur ekki sótt Svía heim frá því að Nikulás II Rússakeisari kom til Svíþjóðar árið 1909. Meira
2. desember 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKUR, sérblað Morgunblaðsins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um alþingisskáld, bersögli og gagnrýni og birtist í henni ljóð eftir Boris Jeltsín. Einnig eru í blaðinu umsagnir um nýjar bækur, m.a. um nýtt smásagnasafn Davíðs Oddssonar. Meira

Ritstjórnargreinar

2. desember 1997 | Staksteinar | 327 orð

»Athyglisverð yfirlýsing VEF-ÞJÓÐVILJINN gerir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forman

VEF-ÞJÓÐVILJINN gerir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundinum um næstsíðustu helgi að umræðuefni síðastliðinn fimmtudag. VEF-ÞJÓÐVILJINN segir: "Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lét svo ummælt á miðstjórnarfundi framsóknarmanna um helgina, Meira
2. desember 1997 | Leiðarar | 687 orð

EKKI HVORT HELDUR HVE MIKIÐ

LeiðariEKKI HVORT HELDUR HVE MIKIÐ MRÆÐUR um veiðileyfagjald hafa smátt og smátt verið að færast í þann farveg, að það sé ekki spurning um hvort heldur hve mikið útgerðin skuli greiða fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin við Íslandsstrendur. Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sl. Meira

Menning

2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 117 orð

Afmælisveisla í Norræna húsinu

NORÐMAÐURINN Ivar Eskeland er Íslendingum að góðu kunnur, enda var hann fyrsti framkvæmdastjóri Norræna hússins í Reykjavík. Hann kom til landsins með eiginkonu sinni Aaase Eskeland til að halda upp á sjötugsafmæli sitt síðastliðinn sunnudag og var veislan haldin í Norræna húsinu með tónleikum og öllu tilheyrandi. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 859 orð

Allt sem er til er skakkt

eftir Kristínu Ómarsdóttur. Mál og menning 1997 - 206 bls. HUGARFLUG er orð sem kemur upp í hugann þegar flett er skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur, Elskan mín ég dey. Án hugarflugs höfundar væri svo sem ekkert skáldverk til, en ljóðrænn textinn í verkum Kristínar byggist oft umfram marga aðra texta á hömlulítilli hugmyndaauðgi og framandlegum hugsanatengslum. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 88 orð

Augun þín blá

LEIKFÉLAG Reykjavíkur æfir nú skemmtidagskrá byggða á lögum og textum þeirra bræðra; Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Atriðin eru úr söng- og gamanleikjunum Deleríum búbónis, Allra meina bót, Járnhausnum og Rjúkandi ráði og einnig verða flutt nokkur ný lög og textar. Söngvunum tengjast leik- og dansatriði úr verkum þeirra bræðra. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Ástarorð á Akranesi

LESTUR úr nýútkomnum bókum um ástina verður á Hótel Barbró á Akranesi kl. 20.30 í kvöld, þriðjudag. Anna Valdimarsdóttir les úr ljóðabókinni Úlfabros, Jón Karl Helgason les úr þýðingu sinni, Sálin vaknar, eftir Kate Chopin, Ragna Sigurðardóttir les úr skáldsögunni Skot, Rúnar Helgi Vignisson les úr Ástfóstri og Steinunn Sigurðardóttir les úr Hanami, sögunni af Hálfdani Fergussyni. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 78 orð

Ásta Sóllilja

ÁSTA Sóllilja. Sögurog ljóð nefnist aukinendurútgáfa bókareftir Jennu Jensdóttur. Bókin er tileinkuðminningu móður höfundarins, Ástu SólliljuKristjánsdóttur(1892-1936). Lengsta sagan,Ásta Sóllilja, er rituð1992, sú yngsta erBúálfurinn Svölnir,nýskrifuð saga umsamnefndan álf.Þriðja sagan er Húsiðvið götuna. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 583 orð

Ástkona Pasternaks sveik hann

KONAN sem veitti Boris Pasternak, einu merkasta skáldi Rússlands, innblástur og var fyrirmynd hans að kvenhetjunni Löru í "Doktor Zhivago", reyndist honum ekki jafnvel og hann hugði. Í ljós hefur komið að Olga Ivinskaja, ástkona skáldsins og síðar umboðsmaður, sveik hann í hendur leyniþjónustunnar, KGB, og njósnaði um hann. Þetta kemur fram í The New York Times. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 1437 orð

Á valdi listarinnar

MEÐAL íslenskra barna er Gunnar Helgason best þekktur sem "Gunni í Stundinni okkar", eða jafnvel "Gunni og Felix", en sum þau yngri gera ekki mikinn greinarmun á þeim fóstbræðrum, Gunnari og Felix Bergssyni. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 126 orð

Biður um frið PAULA Yates, unnusta hins látna

Biður um frið PAULA Yates, unnusta hins látna Michaels Hutchence, bað um að vera látin í friði þegar hún flaug frá Ástralíu þar sem útför söngvarans fór fram. Paula, sem er fyrrverandi sjónvarpsþáttastjórnandi, kom til London snemma á sunnudagsmorgun og hélt rakleiðis með 16 mánaða dóttur sína til dvalarstaðar sem er haldið leyndum. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 584 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / A

Marvin's Room Meryl Streep og Diane Keaton í fínu formi í tilfinningadrama um fjölskyldutengsl, ábyrgð og ást. Hefðarfrúin og umrenningurinn Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg afþreying fyrir alla fjölskylduna og ber aldurinn vel, var frumsýnd árið 1955. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 160 orð

Borgesog Neruda

Í LANDSBÓKASAFNINU í Buenos Aires í Argentínu var í sumar haldin sýning til heiðurs Pablo Neruda. Fagnað var nýrri útgáfu ljóðabókar Chileskáldsins, Los versos del capitán. Neruda hefur með sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Bréfberans notið vaxandi aðdáunar fyrir skáldskap sinn, en það var landi hans, Antonio Skármeta, sem samdi leikritið sem myndin byggist á. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Bókakvöld á Súfistanum, Hafnarfirði

UPPLESTRARKVÖLD verður í Súfistanum í Hafnarfirði í kvöld, þriðjudag, kl. 20. Er þetta jafnframt fyrsta upplestrarkvöld vetrarins. Fjórir rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum: Kristín Ómarsdóttir les úr skáldsögunni Elskan mín ég dey; Kristján Þórður Hrafnsson les úr ljóðabókinni Jóhann vill öllum í húsinu vel og aðrar sonnettur; Jón Viðar Jónson les úr bók sinni Leyndarmál frú Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 110 orð

Bókatíðindi komin út

BÓKATÍÐINDI 1997 eru komin út og hefur verið dreift á heimili landsmanna undanfarna daga. Í Bókatíðindum er getið allra helstu bóka sem út eru gefnar á árinu, efni þeirra, höfunda, stærð og verðs og eru ætlaðar til hægðarauka þeim sem velja bækur til gjafa eða eigin lestrar. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 96 orð

Bók um ástarsamband Salingers

ER HÆGT að afhjúpa nær ósýnilegan mann? Sú er ætlun bandaríska rithöfundarins Joyce Maynard en hún hefur skrifað bók um samband sitt við skáldbróður sinn J.D. Salinger, að því er segir í The New York Times. Samband þeirra varði frá 1972­1973 er Maynard var tæplega tvítug. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 133 orð

Brooks í bókaútgáfu

CARL Reiner, sem er 75 ára, og Mel Brooks, sem er 71 árs, eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir gáfu nýlega út bók og geisladisk sem þeir nefna "The 2000 Year Old Man in the Year 2000". Meira
2. desember 1997 | Leiklist | 412 orð

Burðarveggur fjarverandi

eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Leikarar: Ari Matthíasson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir og Sóley Elíasdóttir. Stjórn upptöku: Hákon Oddsson. Myndataka: Einar Páll Einarsson, Dana F. Jónsson, Gylfi Vilberg Árnason, Jón Víðir Hauksson, Vilhjálmur Guðmundsson, Arnar Þórisson og Haraldur Friðriksson. Hljóð: Gunnar Hermannsson. Lýsing: Ellert Ingi Harðarson. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 798 orð

Dorgað á sagnamiðum íslensku þjóðarinnar

ÚTLÍNUR þessarar sögu eru að miklu leyti "réttar" ­ upplýsingarnar hef ég úr sagnabanka fjölskyldunnar. Amma mín og afi áttu tíu börn, lifðu við mikla fátækt um skeið, fjölskyldan leystist upp, sameinaðist á ný og þar fram eftir götunum," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur um sjöttu skáldsögu sína, Fótspor á himnum. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 727 orð

Endurreisnarannáll

eftir Þorstein Gunnarsson. Útg. Reykjavíkurborg 1997, 224 bls. Í INNGANGI kemur fram að upphaflega hafi staðið til að Þorsteinn Gunnarsson semdi greinargerð um endurgerð húsanna í Viðey, en hann er arkitekt viðgerðanna á stofu og kirkju, greinargerðin óx síðan upp í að verða þessi bók. Höfundur nefnir að hvatt sé til útgáfu slíkra rita í alþjóðlegum samþykktum um varðveislu minja. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 384 orð

Farið mildum höndum um persónur

Eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur. Útg. Vaka-Helgafell 1997. 140 bls. EINS og kynnt er á kápusíðu fékk höfundur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 1997 fyrir smásagnasafnið. Þetta er fyrsta bók Elínar Ebbu og í henni eru tólf smásögur. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 572 orð

Filmur og hrossagaukar

NÝJASTA skáldsaga rithöfundarins Péturs Gunnarssonar heitir Heimkoma og fjallar um mann sem kemur aftur heim til Íslands eftir áratuga dvöl erlendis. Hrakningar elta hann strax og hann snertir fósturjörðina og hann uppgötvar hvarf heimsins sem hann þekkti og nýjan heim sem opnast ekki forfallalaust fyrir honum. Pétur Gunnarsson hefur skrifað ófáar skáldsögur og skáldsagnabálka. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 527 orð

Fjandans stríðið enn?

eftir Harry Mulisch. Íslensk þýðing Ingi Karl Jóhannesson. Prentvinnsla Oddi. Vaka-Helgafell 1997 - 223 síður HOLLENDINGURINN Harry Mulisch (f. 1927) er einn þeirra evrópsku rithöfunda sem eru í miklum metum nú. Tilræðið (1982) er skáldsaga sem þýdd hefur verið á mörg mál, en jafnvel enn meiri athygli vakti skáldsaga hans Að uppgötva himininn. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 205 orð

Fleiri teiknimyndir frá Fox

FRAMLEIÐENDUR "Anastasia" eru það ánægðir með árangurinn að þeir eru þegar farnir að skipuleggja næstu teiknimyndina frá Fox. Hún á að heita "Planet Ice" og er framtíðartryllir fyrir börn á öllum aldri. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 839 orð

Fólk í frosnum heimi

Ljósmyndir frá Austur-Grænlandi eftir Kristján Friðriksson. Prentuð í Svansprent. Location Greenland Iceland, 1997. 130 bls. FÓLKIÐ á Ammassaliksvæðinu á Grænlandi er meðal næstu nágranna okkar Íslendinga. Eigi að síður uppgötvaði umheimurinn þetta samfélag ekki fyrr en seint á síðustu öld, árið 1884. Ammassalik er ákaflega víðfeðmt, 243. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 369 orð

Fyrir og eftir Síberíu

MINNISBLÖÐ úr undirdjúpunum er ný bók eftir Fjodor Dostjevskí, sem Mál og menning gefur út. Bókin er 139 bls. að lengd. Þýðandi verksins er Ingibjörg Haraldsdóttir. Í formála þýðandans að verkinu kemur meðal annars fram að Dostojevskí skrifaði þessa einkennilegu sögu meðan fyrri kona hans lá banaleguna í næsta herbergi við hann. Minnisblöð úr undirdjúpunum skiptist í tvo hluta. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 371 orð

Fyrsta íslenska tölvuleikjabókin

ÚT er kominn margmiðlunardiskurinn Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds en þetta er fyrsta tölvubókin fyrir börn sem framleidd er hér á landi. Apple-umboðið hf. og Virago sf. gefa diskinn út. Bókin Stafakarlarnir kom út fyrir jólin í fyrra en hún er ætluð yngstu börnunum sem vilja læra að þekkja stafina og lesa. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 1050 orð

Galdur listakonu

eftir dr. Jón Viðar Jónsson. Mál og menning 1997 - 440 síður, 4.980 kr. ÆVI- og listferill frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu er eitt af ævintýrum íslenskrar menningarsögu, eins og segir réttilega á bókarkápu nýútkomins ritverks, Leyndarmáls frú Stefaníu, eftir dr. Jón Viðar Jónsson, leiklistarfræðing. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 978 orð

Gengu áhrif Heines of langt? Í hausthefti Skírnis er meðal annars fjallað um áhrif þýska skáldsins Heine á íslenskar bókmenntir

UNDANFARIN ár hefur mikill kraftur færst í þýðingarrannsóknir hér á landi, kannski vegna þess að á sama tíma hefur verið mikil gróska í þýðingum. Eysteinn Þorvaldsson skrifar langa grein um þýðingar á verkum þýska skáldsins Heinrichs Heine og áhrif hans á íslensk skáld allt frá Jónasi Hallgrímssyni til okkar daga í hausthefti Skírnis. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 977 orð

HAL ASHBY

AÐ ÞESSU sinni verður minnst hins skamma ferils Hals Ashby, sem var eitt af stærstu leikstjóranöfnum áttunda áratugarins þegar hann gerði hverja merkismyndina á fætur annarri, en lognaðist síðan útaf í ládeyðu. Hann lést 1988, ekki sextugur að aldri, en nokkrar mynda hans lifa manninn. Meira
2. desember 1997 | Leiklist | 626 orð

Heilluð í Hálsaskógi

eftir Torbjörn Egner. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Búningahönnun: Unnur Kristjánsdóttir. Leiktjaldamálari: Ingjaldur Kárason. Tónlistarstjóri: Skarphéðinn Einarsson. Söngstjóri: Benedikt Blöndal. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 392 orð

Hinn "hrokafulli" ræðst á "ólæsan montrass"

HÖRÐ ritdeila tveggja af þekktustu rithöfundum Bretlands hefur kættþá landa þeirramjög, sem óttuðust að tími snarpramóðgana á prentiværi liðin tíð. Aðrirláta sér fátt umfinnast þótt þeirSalman Rushdieog John le Carréati hvor annanauri á síðum dagblaðanna. Meira
2. desember 1997 | Skólar/Menntun | 1029 orð

Hvernig læra börn íslensku í Hollandi?

Hvernig læra börn íslensku í Hollandi? "Í grænni lautu þar geymi ég hringinn..." ómar út á Weteringstraat í borginni Utrecht í Hollandi, sungið á ástkæra, ylhýra máli okkar Frónbúa. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 375 orð

Innviðir EES

Meginmál EES-samningsins & fleira efni er honum tengist. Með athugasemdum eftir Björn Friðfinnsson. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins þýddi. Háskólaútgáfan ­ 1997. 127 síður. GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands og væntanlegt kanslaraefni þýskra sósíaldemókrata, Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 476 orð

Íslenzk bókagerð rædd í Erlangen

NÝLEGA hélt Stefán Karlsson forstöðumaður Árnastofnunar fyrirlestur á vegum norrænudeildar háskólans í Erlangen í Þýskalandi. Stefán talaði um íslenska bókagerð á miðöldum í víðara samhengi og gaf meðal annars yfirlit yfir það hvað til er af handritum. "Ég velti líka fyrir mér í hvers konar umhverfi handrit hafi orðið til," sagði Stefán. Meira
2. desember 1997 | Myndlist | 824 orð

Í spegli íssins

Opið kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir kr. 200. Sýningin stendur til 7. desember. ÍSINN er viðfangsefni Hafdísar Ólafsdóttur í einþrykksmyndunum sem hún sýnir nú í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal á Skólavörðuholtinu. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 593 orð

Í undirheimum Reykjavíkur

ÓSKASLÓÐIN er heiti fyrstu skáldsögu Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, 21 árs Reykvíkings. Sögusviðið er "undirheimar Reykjavíkur" eins og hann kýs sjálfur að orða það. En hvað varð til þess að Kristjón ákvað að skrifa söguna? "Ég var nú búinn að fá þessa sögu upp í hausinn áður en ég byrjaði að skrifa hana. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 100 orð

Jólalög og slagarar SKEMMTIKVÖLD var haldið á Ra

SKEMMTIKVÖLD var haldið á Rauða ljóninu á föstudagskvöld. Því var haldið uppi af Gleðigjöfunum með Andra Bachmann í fararbroddi. Auk þeirra kom Símabandið fram og var Þorsteinn Þorsteinsson leynigestur þess, en hann var söngvari hljómsveitarinnar Trix hér á árum áður. Símabandið lék sígild Shadows lög og tók Þorsteinn þekkta slagara frá sjöunda áratugnum. Síðar um kvöldið var keppni í bjórdrykkju. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 130 orð

Kalli Bjarna í frí

ÞAÐ fær enginn að teikna Smáfólkið nema maðurinn sem skapaði þau, Charles Schulz, svo þegar hann fer nú í fimm vikna frí í kringum 75 ára afmæli sitt verða dagblöð í Bandaríkjunum að nota eldra efni til þess að fylla upp í eyðuna. Schulz byrjaði að teikna teiknimyndaröðina um Smáfólkið í kringum 1950 og segist alls ekki vera að hætta þó hann sé farinn að finna fyrir smá skjálfta í höndunum. Meira
2. desember 1997 | Skólar/Menntun | 128 orð

Kennsla á fullveldisdegi

KENNSLA í grunnskólum landsins á fullveldisdaginn kom mörgum á óvart vegna þess að í huga fólks eru skólar lokaðir 1. desember. Elín Ólafsdóttir hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur segir að þrýstingur hafi verið í samfélaginu um að fækka sameiginlegum starfsdögum kennara í grunnskólum og að árið 1995 hafi það ráð verið samþykkt að ekki yrði lengur kennsluhlé þennan dag. Meira
2. desember 1997 | Skólar/Menntun | 119 orð

Kynjamunur mældur í tungumálum

GREINILEGUR munur á tungumálaeinkunnum kynjanna kom í ljós í könnun Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála sem gerð var á liðnu skólaári. Nemendur voru spurðir á hvaða bili skólaeinkunnir þeirra hefðu verið í íslensku, ensku og dönsku og sögðust stúlkurnar iðulega vera með betri einkunnir. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 187 orð

Listamennirnir flýja Prag

FLÓTTI er brostinn á í liði erlendra listamanna, sem flykktust til Prag í Tékklandi eftir hrun kommúnismans, til að leita andargiftar. Fullyrða listamennirnir að ekki sé búandi lengur í Prag, m.a. vegna þess að verðlag hafi rokið upp úr öllu valdi. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Ljóðakoss

eftir Sigurð Pálsson. Oddi hf. prentaði. Mál og menning, 1997. 76 bls. Verð: 2.680 krónur. COSMOS er orðið sem manni kemur fyrst í hug þegar augunum er rennt yfir höfundarverk Sigurðar Pálssonar ljóðskálds. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 159 orð

Lokið við ófullgerða sinfóníu Elgars

ERFINGJAR breska tónskáldsins Edwards Elgar hafa gefið leyfi fyrir flutningi þriðju sinfóníuhans, semtónskáldiðAnthony Payne fullgerði,þrátt fyrir aðElgar legðiblátt bann viðslíku í erfðaskrá sinni.Hart hefurverið deilt umþá ákvörðun erfingjanna að leyfa Payne að ljúka við sinfóníuna og víst er að þeim deilum linnir ekki nú, þegar verkinu er lokið. Meira
2. desember 1997 | Tónlist | 972 orð

Madrigalara

Sungið um ástina og dauðann. Fluttir madrigalar frá 16. og 17. öld. Einsöngvari: Ólafur Einar Rúnarsson við undirleik Snorra Arnar Snorrasonar á lútu. Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir. Laugardagurinn 29. nóvember 1997. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Með gleðiraust og helgum hljóm

MEÐ gleðiraust og helgum hljóm er yfirskrift tónleika Karlakórs Reykjavíkur í byrjun aðventu. Að þessu sinni heldur kórinn tónleikana í Fella- og Hólakirkju, laugardaginn 6. desember, og sunnudaginn 7. desember í Hallgrímskirkju, og hefjast báðir tónleikarnir kl. 17. Einsöngvari með kórnum verður Björk Jónsdóttir, sópransöngkona. Organisti er Hörður Áskelsson. Meira
2. desember 1997 | Tónlist | 602 orð

Með hljóðfærið á hreinu

Gunnar Guðbjörnsson, tenór. Jónas Ingimundarson, píanó. Norræn lög og Dichterliebe eftir R. Schumann. 29. nóvember. GOTT vald hefur Gunnar yfir röddinni, hvort semsungið er veikt eðasterkt, og virðist veranokkuð algjört. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Mest sótta kvikmynd Breta

KVIKMYNDIN "The Full Monty" eða Með fullri reisn er orðin mest sótta mynd Breta frá upphafi. Myndin segir frá nokkrum atvinnulausum stálverkamönnum sem reyna fyrir sér sem fatafellur og hefur þessi gamanleikur heldur betur fallið í kramið hjá kvikmyndahúsagestum. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 37 orð

Námskeið í kammertónlist

FIÐLULEIKARINN og hljómsveitarstjórinn Sidney Harth heldur námskeið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Grensáskirkju, þriðjudaginn 2. desember kl. 17. Á námskeiðinu leiðbeinir hann kammerhópum skipaða nemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Aðgangseyrir er 500 kr. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 89 orð

Norskaþjóðarsálin

IVAR Eskeland átti sjötugsafmæli á sunnudaginn og í tilefni þess var gefið út afmælisrit honum til heiðurs. Í ritinu sem nefnist Vår folkesjel. Beste kåseri 1974­1997) (útg. Det Norske Samlaget, Oslo 1997) birtist úrval stuttra rabbgreina sem hann hefur skrifað í norsk blöð, en hann er talinn meðal helstu orðlistamanna Noregs á þessu sviði, í senn fyndinn, háðskur og ádeilugjarn. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 99 orð

Nýjar bækur HOLLRÁÐ og heilsubót ­

HOLLRÁÐ og heilsubót ­ Öðlist betri heilsu á 8 vikum er eftir Andrew Weil lækni í þýðingu Arngríms Thorlacius, Björns Jónssonar og Örnólfs Thorlacius. Kjarninn í kenningum Weils er að maðurinn búi yfir eigin lækingamætti og með því að efla þennan lækningamátt, batakerfi líkamans, Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 178 orð

Nýjar bækur LISTAMANNSÞANKAR

LISTAMANNSÞANKAR er eftir Hjörleif Sigurðsson. Í kynningu segir: "Hjörleifur Sigurðsson er einn af frumkvöðlum módernismans í íslenskri málaralist, en jafnframt sá listamaður sem einna mest hefur beitt sér fyrir almennri myndlistarfræðslu á Íslandi. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 72 orð

Nýjar bækur LITLA brandarabókin

LITLA brandarabókin er smábók, 8,5×6,5 cm. Í bókinni eru yfir eitthundrað brandarar. Bókin er 128 bls. Leiðbeinandi verð kr. 690. ÍSLAND er smábók, 7×10 cm, og hefur að geyma ljósmyndir og texta á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 62 orð

Nýjar bækurÓMAR frá hörpu Hallg

ÓMAR frá hörpu Hallgríms ­ Úrval úr Passíusmálmunum er Sigurbjörn Einarsson hefur valið. Í kynningu segir: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa í þrjár aldir verið nákomnari Íslendingum en aðrar bækur. Nú hefur Sigurbjörn Einarsson biskup valið úr Passíusálmum Hallgríms efni í bók, sem lesin verður aftur og aftur. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 100 orð

Nýjar bækurTÆRT drýpur vatnið

TÆRT drýpur vatnið er ljóðabók eftir Valdimar Lárusson, og er það þriðja ljóðabókin sem út kemur eftir hann. Sú fyrsta kom út 1990 og nefndist Rjálað við rím og stuðla og seinni bókin Laust og bundið kom út 1993. Nýju bókina gefur höfundur út á eigin kostnað og verður hún ekki látin í bókaverslanir, utan eina, þ.e. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 59 orð

Nýjar bækur VONDUR draumur og

VONDUR draumur og Kata týnist eru eftir Janine Amos í þýðingu Stefáns Júlíussonar. Þær eru í bókaflokknum "Bókavinir" Í sögunum er sagt frá viðburðum sem koma börnum á óvart, hvernig þau eiga að snúast við ótta, vera ein á ferð eða ef þau verða hrædd að nóttu til. Útgefandi er Setberg. Leiðbeinandi verð hvorrar bókar er 498 kr. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 163 orð

Nýjar plötur JÓL í Hallgrímskir

JÓL í Hallgrímskirkju er með hefðbundnum jólalögum í flutningi Mótettukórs Hallgrímskirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Útsetningarnar eru flestar frá 17. öld, eftir tónskáldin Eccard, Praetorius, Schenei o.fl. en einnig má heyra útsetningu eftir Jón Þórarinsson og jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Nýjar plötur MEÐ ósk um gleðile

MEÐ ósk um gleðileg jól er með 11 jólalögum Óskar Óskarsdóttur og syngur hún og leikur eigin lög við ljóð íslenskra skálda. Áhersla er lögð á að kynna íslensku jólasveinana og Grýlu. Lögin á plötunni heita Stjarnan, Kertaljós, Jól, Litla barn, Grýlukvæði, Jólasveinarnir, Grýluþula frá 17. öld, Jólabarnið, Um jól, Jólanótt og Jólnasumbl. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 67 orð

ÓMAR frá hörpu Davíðs ­ úrval úr Davíðssálmum

ÓMAR frá hörpu Davíðs ­ úrval úr Davíðssálmum er Sigurbjörn Einarsson hefur valið. Í kynningu segir: "Sigurbjrn Einarsson biskup segir m.a.: "Við úrvalið hafði ég mið af því, að meginhljómar hinnar miklu hörpu fengju notið sín. Sú von fylgir verki, að þeir sem njóta, hljóti blessun af." Bók full af lífsspeki og jafnframt bók sem gjarnan liggur á náttborði lesenda. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 437 orð

Óskarinn og erlendar kvikmyndir FJÖRUTÍU og fjór

FJÖRUTÍU og fjórar kvikmyndir frá jafnmörgum löndum hafa verið lagðar undir dóm Academy of Motion Picture Arts and Sciences í keppninni um Óskarinn fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Af þessum 44 verða fimm valdar til undanúrslita og ein fær svo styttuna sjálfa. Athygli vekur að engin kvikmynd kemur frá Kína og franska goðsögnin Jean-Luc Godard er fulltrúi Sviss með "For Ever Mozart". Meira
2. desember 1997 | Tónlist | 722 orð

Raddir á uppleið

Verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Karl O. Runólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Schubert, R.&J. Strauss, Offenbach, Mozart, Rossini, Saint-Saëns og Wagner. Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Bjarni Thór Kristinsson bassi, Thomas Koncz, píanó. Íslenzka óperan, sunnudaginn 30. nóvember kl. 17. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 137 orð

Rúdolf á hádegistónleikum

Á SÍÐUSTU Háskólatónleikum haustsins miðvikudaginn 3. desember syngur söngkvartettinn Rúdolf jólalög. Lögin eru öll íslensk í útsetningu Skarphéðins Þórs Hjartarsonar og Þorkels Sigurbjörnssonar. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 185 orð

Safn styttri ljóðrænna verka

BRYNDÍS Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari hafa sent frá sér hljómdiskinn Ljóð án orða. Titillinn vísar til verksins Lied ohne Worte eftir Felix Mendelssohn, Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 417 orð

Sakaður um raðframhjáhöld og yfirgang

EKKI verður annað sagt en að réttarhöld vegna skilnaðar lafði Viktoríu Spencer og jarlsins Charles Spencers, sem fara fram í Suður-Afríku, vindi upp á sig dag frá degi. Málaferlin eiga að hnykkja á um það hvort hin eiginlegu skilnaðarréttarhöld verði haldin í Suður-Afríku eða hvort farið verði að kröfu lafði Spencer um að flytja þau til Bretlands. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð

Sannkölluð apaveisla

APAR fengu sinn skerf af sviðsljósinu í "apaveislu" í Lopburi-héraðinu í Mið-Tælandi og virtist ekki leiðast þófið. Veislan er haldin árlega af viðskiptajöfrum í Tælandi til að kynna ferðamennsku og stuðla að dýravernd en aparnir hafa lifað í bæjum héraðsins í mörg ár. "BROSTU," gæti ljósmyndari verið að segja við apann. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 123 orð

Sannleikskenningar Nietzsches

SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki við Háskóla Íslands, er höfundur að bók um heimspeki Friedrichs Nietzsche sem gefin var út í Þýskalandi haustið 1996. Ritið ber heitið Vis creativa. Kunst und Wahrheit in der Philosophie Nietzsches (Vis creativa. List og sannleikur í heimspeki Nietzsches). Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 185 orð

Sigurður G. Ísólfsson ánafnar FÍÓ nótur sínar

SIGURÐUR G. Ísólfsson, fyrrum organleikari Fríkirkjunnar í Reykjavík, ánafnaði Félagi íslenskra organleikara allar sínar nótur eftir sinn dag. Gjöfin hefur nú hlotið varanlegan samastað, og var henni formlega veitt móttaka 13. nóvember sl. að viðstöddum aðstandendum Sigurðar og organistum. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 275 orð

Skrekkur hjá Hagaskóla HÆFILEIKAKEPPNI grunnskóla, öðru

HÆFILEIKAKEPPNI grunnskóla, öðru nafni Skrekkurinn, var haldin í Laugardalshöll nú á dögunum þar sem 13 skólar sendu frá sér atriði. Fjölmennt var í höllinni og stemmningin rafmögnuð enda stór stuðningsmannahópur sem fylgdi hverjum skóla. Barið var í áldósir og flautað í lúðra enda biðu áhorfendur óþreyjufullir eftir því að úrslitin lægju fyrir og sigurlaununum yrði úthlutað. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 150 orð

StuttEnginn dans á rósum

LÍFIÐ er enginn dans á rósum hjá ríkasta táningi í heimi. Aþena Onassis Roussel stillir sér hér upp með föður sínum, Thierry Roussel, og sænskri eiginkonu hans, Mariönnu "Gaby" Landhage, á fjölskyldusetri þeirra í Lussy-sur-Morges við Luasanne. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 632 orð

Sveitin er ekki eintóm sæla

Eftir Hreiðar Stefánsson. Teikningar Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur. Bókaútgáfan Skjaldborg 1997 ­ 95 bls. Áður útgefin af Iðunni árið 1980. STUNDUM er erfitt að segja til um hvað geri sögu sígilda. Svarið er ekki erfitt þegar Grösin í glugghúsinu eiga í hlut. Djúpt innsæi og raunsæ samtímalýsing kreppuáranna í kringum 1930 lyftir sögunni uppfyrir allar tímahömlur. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Sýning og sala kirkjumuna opnuð á ný

SIGRÚN Jónsdóttir, kirkjulistakona, sem lengi rak sýningarsal og verslun í Kirkjustræti undir nafninu Kirkjumunir, er nú með sölusýningu í Nýhöfn við Geirsgötu og er opin síðdegis. Þar getur að líta nytja­ og skrautmuni úr batik, bæði lampaskerma, batikmyndir o.fl. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 57 orð

Tímarit ÓPERUBLAÐINU

ÓPERUBLAÐINU, ellefta tölublaði hefur verið dreift til styrktarfélaga Íslensku óperunnar. Í blaðinu eru m.a. dómar Ólafs Gíslasonar um Cosi fan tutte, frásögn Guðrúnar Vilmundardóttur af "gjöf aldarinnar" ­ Íslensku óperunni, fjallað um söngferil Guðmundu Elíasdóttur og viðtal við leikstjórann Günther Schneider­Siemssen, Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 86 orð

Tíska í Rússlandi HIN árleg

HIN árlega tískuvika í Rússlandi var haldin nú á dögunum og var mikið um dýrðir þegar rússneskir og alþjóðlegir hönnuðir sýndu afurðir sínar. Margir brugðu á leik og sýndu að fatatíska á sér öllu óhefðbundnari hliðar en almennt þekkist. Á myndunum má sjá nokkur dæmi um það sem í boði var. ÍTALSKI hönnuðurinn Gattinoni hannaði þennan grímudansleikskjól. Meira
2. desember 1997 | Skólar/Menntun | 935 orð

Tungumála kunnáttan er vegabréfið

Færni í erlendum tungumálum verður æ þýðingarmeiri fyrir Íslendinga, en sefur skólakerfið á verðinum? Gunnar Hersveinnnam hugmyndir Margrétar Jónsdóttur um breytta stefnu í takt við nútíðina. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 179 orð

Tveir ungir listamenn hlutu styrk

STJÓRN Styrktarsjóðs Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur hefur nýlega úthlutað tveimur styrkjum til ungra myndlistarmanna. Í stjórn sjóðsins eiga sæti Karl Ómar Jónsson verkfræðingur, Ingi R. Helgason hrl. og Hannes Pálsson fyrrverandi bankastjóri. Í reglugerð sjóðsins segir að styrkinn skuli veita "ungum og efnilegum myndlistarmanni". Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 563 orð

Tvö skot

SKOT er önnur skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, en fyrsta skáldsaga hennar var Borg og fjallaði um líf ungrar konu sem starfaði við þýðingar í borg sem var í senn allar borgir og engin. Nýja sagan gerist í Rotterdam. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 1290 orð

Undarleg tákn á bókatíð Undarleg tákn á bókatíð Skrifa stjórnmálamenn til að færa sig nær almenningi? Eru berorðar lýsingar um

ÍNÝRRI rússneskri rannsókn, sem birtist í tímaritinu Pushkin, kemur í ljós að stjórnmálamenn þar í landi hafa snúið sér að því að yrkja ljóð þegar þeim hefur fundist þeir vera komnir úr sambandi við almenning í landinu. Frá þessu er sagt í nýjasta tölublaði TLS (The Times Literary Supplement). Nokkrir kunnir rússneskir stjórnmálamenn hafa fengist við að semja ljóð. Meira
2. desember 1997 | Fólk í fréttum | 90 orð

Undirfötin slógu hann út af laginu

22 ÁRA spænskur bílstjóri olli dauða unglingsstúlku þegar hann keyrði á hana. Hann bar því við að risastórt auglýsingaskilti þar sem auglýst voru kynþokkafull kvenmannsundirföt hefðu slegið hann út af laginu. Tvær af bekkjarsystrum stúlkunnar, sem var 13 ára, slösuðust einnig þegar slysið átti sér stað í Barcelona á föstudag. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 626 orð

Undir yfirborði hversdagslífs og meðalhegðunar

eftir Davíð Oddsson. Prentvinnsla: Oddi. Vaka-Helgafell 1997­ 140 síður DAVÍÐ Oddsson er ekki nýgræðingur á ritvelli, hefur samið sviðsleikrit ásamt öðrum og eigin sjónvarpsleikrit. Allt gott (1991) var geðfellt verk og kunnáttusamlega úr garði gert, í því sambland af eftirsjá og gmansemi, kannski dálítilli hæðni. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Verðlaun fyrir bókmenntaþætti

BIRGIR Kruse, færeyskur lausamaður í blaðamennsku, hlýtur blaðamennskuverðlaun Norræna bókasambandsins (NORDBOK) að þessu sinni. Verðlaunin eru 25.000 danskar krónur og verða afhent á fundi sambandsins í Færeyjum í maí á næsta ári. Birgir Kruse vakti athygli fyrir þáttaröð sína Á vetrarbrautinni sem flutt var í færeyska útvarpinu. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 509 orð

Yfirheimar og undirheimar

HAFLIÐI Vilhelmsson hefur nýverið sent frá sér bók, sem ber titilinn Blóðið rennur til skyldunnar. Sögusviðið er Reykjavík nútímans, vettvangur kynna þeirra Ármanns Sveinssonar, menntaskólakennara, og hins ómenntaða, atvinnulausa unglingspilts, Djó að nafni. Í sögunni skerast leiðir tveggja ólíkra heima, ekki satt? "Jú, ef til vill. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 100 orð

Þá huggast skóganna dýr

MJALLHVÍT, ljóð Tómasar Guðmundssonar með myndum eftir Maribel Gonzalez Sigurjóns, er komin út. Í kynningu segir: "Ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö hefur heillað börn kynslóð fram af kynslóð. Hér er það endursagt í fallegu ljóði eftir Tómas Guðmundsson sem lengi hefur verið ófáanlegt. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 465 orð

Þjóðfélagið í skáldsagnastíl

LOTTÓVINNINGURINN heitir ný skáldsaga eftir Stefán Júlíusson rithöfund. Bókin er 208 bls. að lengd og það er bókaútgáfan Björk er gefur bókina út. Sagan fjallar um miðaldra einrænan mann er hefur lifað mjög regluföstu lífi. Þar til dag einn að hann kaupir lottómiða og vinnur stóra fjárupphæð. Tekur líf hans þá breytta stefnu. Hann kvænist og verður fósturfaðir lítils drengs. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 169 orð

Þrettán bækur tilnefndar

EFTIRFARANDI bækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1998: Frá Danmörku, skáldsagan Bannister eftir Kirsten Hammann og ljóðabókin Pjaltetider eftir Peter Laugesen. Frá Finnlandi, ljóðabókin Efter att ha tillbringat en natt bland hästar eftir Tua Forsström og skáldsagan Kadonnut Pariisi (det förlorade Paris) eftir Markus Nummi. Meira
2. desember 1997 | Bókmenntir | 471 orð

Ævintýraför til vesturs

KRISTÍN Steinsdóttir hefur sent frá sér bókina Vestur í bláinn. Sagan er í senn samtímasaga úr Reykjavík og lýsing á lífi Vesturfara á síðustu öld. Þóra er 13 ára stúlka sem býr í Reykjavík ásamt föður sínum og systur. Meira
2. desember 1997 | Menningarlíf | 43 orð

(fyrirsögn vantar)

Allt sem er til er skakkt Kristín Ómarsdóttir/2 Smásagnahöfundurinn Davíð Oddsson/3 Hausthefti Skírnis/4 Yfirheimar og undirheimar Hafliði Vilhelmsson/5 Ljóðakoss Sigurður Pálsson Filmur og hrossagaukar Pétur Gunnarsson/6 Undirdjúp Dostojevskís og Ingibjargar Haraldsdóttur/7 Frú Stefanía í augum Jóns Viðars/ Dorgað á sagnamiðum Einar Már Guðmundsson/8 Meira

Umræðan

2. desember 1997 | Aðsent efni | 1166 orð

Aðventboðskapurinn kemur

EINS og ég nefndi í fyrri grein minni fékk aðventhreyfingin ekki á sig jafn ákveðna mynd í Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sá sem fór fyrir vakningunni þar var baptistinn William Miller. Áður en Miller gerðist baptisti var hann deisti og þjónaði sem höfuðsmaður í her Bandaríkjanna. Hann tók þátt í seinna frelsisstríði þjóðar sinnar frá 1812 til 1815. Meira
2. desember 1997 | Aðsent efni | 288 orð

Afskriftir aflaheimilda verða bannaðar

Í MORGUNBLAÐINU í fyrradag (fimmtudag) boðar sjávarútvegsráðherra nýtt lagafrumvarp um bann við afskriftum keyptra aflaheimilda. Rökin eru að veiðirétturinn rýrnar ekki við notkun þar sem auðlindin er endurnýjanleg. Þetta er öðru sinni á skömmum tíma sem sjávarútvegsráðherrann boðar þetta frumvarp. Um þetta er allt gott að segja og ég er alveg sammála þessum sjónarmiðum. Meira
2. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 527 orð

Afvegaleiðendur

AFVEGALEIÐENDUR hafa þekkst í kristinni kirkju/söfnuðum frá upphafi, eins og ritningin greinir glöggt frá. Slíkir fá þar ekki milda umsögn. Villukenningar og villuráfandi sauðir eru þar einnig nefndir. Á sautjándu öldinni finnur sr. Meira
2. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 429 orð

Er starfsvettvangur SVR hið íslenska Gúlag?

ÉG EFAST um að nokkrum skattborgara í Reykjavík, eða félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem ekki er starfsmaður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, gruni hverskonar andrúmsloft er á vinnustöðum fyrirtækisins. Andrúmsloftið er þannig á þeim vinnustað að maður hefur aðeins heyrt um slíkt frá Rússlandi kommúnismans sáluga. Meira
2. desember 1997 | Aðsent efni | 856 orð

Eru útgerðarmenn borgunarmenn fyrir veiðigjaldi?

VILHJÁLMUR Wiium, háskólakennari í Galway á Írlandi, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kasta fram þeirri spurningu hvort útgerðarmenn séu borgunarmenn fyrir veiðigjaldi. Halldór hefur skoðað reikninga Útgerðarfélags Akureyringa, en Vilhjálmur veltir fyrir sér verðmyndun á varanlegum kvóta. Meira
2. desember 1997 | Aðsent efni | 642 orð

Móðgaðir Íslendingar?

MORGUNBLAÐIÐ hefur birt fréttir og greinar að undanförnu þar sem lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík er til umræðu. Sú þeirra sem snerti "viðskiptatengsl" landanna (2.11. '97) var þó með þeim spélegri sem undirritaður hefur lesið hér í Þýskalandi undanfarin ár. Meira
2. desember 1997 | Aðsent efni | 466 orð

Ógeðfelldar árásir á útgerðarmenn

MAÐUR að nafni Þórólfur Matthíasson hefur skrifað nokkuð í blöð síðustu vikur til stuðnings veiðigjaldi í því skyni að hirða fiskveiðiarðinn af útgerðarmönnum. Hann hefur meðal annars haldið því fram, að útgerðarmenn hafi hvergi skeytt um hagkvæma nýtingu fiskistofna. Sé einhverjum að þakka, að arður af fiskveiðum hefur aukist við kvótakerfið, er það hagfræðingum eins og Gylfa Þ. Meira
2. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 145 orð

Til íslensku þjóðarinnar

ÞAÐ er alvarlegt mál þegar jafn mikilvæg samtök og Rauði kross Íslands heldur úti spilakössum landsmanna. Það eru þeir sem minnst mega sína í þessu þjóðfélagi sem leita á náðir spilakassanna í því skyni að reyna að græða, en hver verður árangur þeirra? Hann verður einfaldlega basl lífsins, sem veldur á endanum svo mikilli fíkn að fólk ræður ekki við gjörðir sínar. Meira
2. desember 1997 | Aðsent efni | 1105 orð

Tvískinnungur í Alþjóða hvalveiðiráðinu

EFTIR að hafa setið fund Alþjóða hvalveiðiráðsins í síðasta mánuði er ég enn sannfærðari en áður um að ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar árið 1991 um úrsögn Íslands úr ráðinu var rétt ákvörðun. Við lýsum best vanþóknun okkar á vinnubrögðum ráðsins með því að taka ekki formlega þátt í störfum þess. Ég upplifði þessa samkundu sem stórt leikrit. Meira

Minningargreinar

2. desember 1997 | Minningargreinar | 780 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Skötufjörður í Ísafjarðardjúpi er langur mjór fjörður umkringdur fjöllum með grasivöxnum hjöllum víða annars lítið undirlendi nema í fjarðarbotninum. Snæfjallaströndin snævi krýnd allt árið fyrir mynni fjarðarins. Stórbrotið landslag, náttúran fögur, máttug og miskunnarlaus í senn. Langt á milli bæja, enginn sími eða önnur lífsgæði. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 280 orð

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Seyðisfirði 14. mars 1913. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 26. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, f. 3. ágúst 1871 í Suðurkoti, Vatnsleysustrandarhreppi, d. 15. desember 1937 á Seyðisfirði. Og Auðbjörg Árnadóttir, f. 23. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 401 orð

Hanna Tomina Andrea Joensen

Í dag kveðjum við mömmu, ömmu og langömmu í hinsta sinn. Við getum ekki sagt núna: "Ég kem aftur til þín, amma." Þetta voru kveðjuorð Elíasar við ömmu, þegar fjölskylda okkar fluttist búferlum til Noregs fyrir 21 ári og hún brosti gegnum tárin. Þessi orð voru oft notuð á kveðjustundum okkar eftir það. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 627 orð

Hanna Tomina Andrea Joensen

Mamma fæddist á Hvítanesi við Þórshöfn í Færeyjum og ólst upp á kristnu, góðu heimili. Hún minntist alltaf bernskuáranna með hlýju og gleði og hafði gaman af að segja frá smáatriðum í leik og skóla á Hvítanesi fyrir utan Þórshöfn, þar sem hún ólst upp. Hún talaði alltaf um hversu gott samkomulag og virðing meðal nágranna var. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 196 orð

HANNA TOMINA ANDREA JOENSEN

HANNA TOMINA ANDREA JOENSEN Hanna Tomina Andrea Joensen fæddist í Færeyjum 20. janúar 1915. Hún lést í Noregi 19. nóvember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Tomasia Fredrikke Didrichsen, f. 5. júlí 1877, d. 16. september 1961, og Joen Michael Joensen Thorsvig, f. 2. október 1877, d. 16. janúar 1960. Hanna átti sjö systkin, öll látin. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Helgi Jensson

Nú er okkar góði vinur og golffélagi fallinn frá. Hann sýndi æðruleysi og karlmennsku í baráttu sinni við hinn banvæna sjúkdóm; hann vissi að leiðarlok voru skammt undan, en lét þó aldrei bugast. Við áttum því láni að fagna að njóta vinfengis Helga í nokkur ár, en leiðir okkar lágu fyrst saman á golfvellinum á Korpúlfsstöðum og síðan í Garðabæ. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 110 orð

HELGI JENSSON

HELGI JENSSON Helgi Jensson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1929. Hann lést á heimili sínu 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru: Jens Bjarnarson, f. 4. sept. 1894, d. 27. feb. 1952, og Guðrún Sigríður Helgadóttir, f. 16. júní 1900. Bræður Helga: Bjarni, sem er látinn, og Björn. Helgi kvæntist Dóru Frímannsdóttur 1950. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 140 orð

Margrét Magnúsdóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Það er svolítið erfitt að trúa því að langamma sé farin frá okkur. Ég hitti hana alltaf þegar ég kom til Bolungarvíkur. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 544 orð

Margrét Magnúsdóttir

Kom, huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilífð bak við árin. (V. Meira
2. desember 1997 | Minningargreinar | 31 orð

MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR

MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR Margrét Magnúsdóttir fæddist í Hnífsdal 22. janúar 1918. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Bolungarvík hinn 20. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 29. nóvember. Meira

Viðskipti

2. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 468 orð

Áhersla verði aukin á úrvinnslu léttmálma

FINNUR Ingólfsson, iðnaðarráðherra, hefur ákveðið að beita sér fyrir stofnun formlegs samstarfsvettvangs þeirra aðila sem mesta þekkingu hafa á léttmálmum og úrvinnslu þeirra. Hlutverk þessa vettvangs sem fengið hefur heitið Málmgarður yrði að safna upplýsingum um léttmálma, tillögugerð um menntun á framhaldsskóla- og háskólastigi o.fl. Meira
2. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 399 orð

ÐRáðstefnuskrifstofu Íslands lokað vegna fjárskorts

STJÓRN Ráðstefnuskrifstofu Íslands hefur ákveðið að loka skrifstofunni og hefur tveimur starfsmönnum hennar þegar verið sagt upp. Starfsemin verður vistuð hjá Ferðamálaráði til að byrja með, en fyrirhugað er að fela síðar einstökum aðilum í ferðaþjónustu að sjá um hina ýmsu þætti. Meira
2. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 229 orð

»Evrópsk bréf hækka vegna kyrrðar í Asíu

GENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær vegna þess að ró virtist færast yfir markaði í Austur- Asíu, sem stuðlaði að hækkun í Wall Street og síðan í Evrópu. Meiri varúðar gætti í gjaldeyrisviðskiptum og stendur jenið enn höllum fæti vegna fárra vísbendinga um að Japönum muni takast að leysa efnahagsvanda sinn. Meira
2. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 521 orð

Greiddu nokkur hundruð milljónir fyrir Gelmer

ÍSLENSKAR sjávarafurðir greiddu nokkur hundruð milljónir króna fyrir franska fyrirtækið Gelmer að því er fram kom í svari Benedikts Sveinssonar, forstjóra fyrirtækisins við fyrirspurn á hluthafafundi þess í gær. Á fundinum var stjórn félagsins veitt heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir króna að nafnvirði með áskrift nýrra hluta. Tillaga þessa efnis var samþykkt samhljóða. Meira
2. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Írar skila afgangi og lækka skattaálögur

ÞAR sem mikill hagvöxtur hefur verið á Írlandi en lítil verðbólga verða skattar lækkaðir og þó gert ráð fyrir afgangi á ríkisfjárlögum næsta árs. Írland hefur verið kallað keltneska tígrisdýrið í Evrópusambandinu. Meira
2. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 454 orð

Stefnir í 7 milljarða minni halla en spáð var

VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR var neikvæður um 4,9 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs. Þetta er lítillega lakari jöfnuður en varð á sama tímabili á síðasta ári, er viðskiptahallinn nam 4,6 milljörðum króna. Erlendar verðbréfafjárfestingar jukust um 8 milljarða króna á milli ára og tekjur af ferðamönnum jukust um tæpan milljarð og námu um 16,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Meira
2. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Trustor hneyksli æ torræðara

FLÓKIÐ alþjóðlegt hneykslismál sænska fjárfestingarhópsins Trustor hefur orðið enn torræðara en áður í sama mund og viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu eiga að hefjast á ný. Framkvæmdastjóri Trustors, Björn Björnsson, kvaðst ekki hafa verið tjáð að Moyne lávarður af hinni frægu Guinness bruggaraætt hefði selt meirihluta sinn í félaginu fyrir þremur vikum. Meira

Daglegt líf

2. desember 1997 | Neytendur | 204 orð

Ný brauðlína og sælkeradeild

UM SÍÐUSTU helgi var Mosfellsbakarí opnað í endurbættu og stærra húsnæði. Bakaríið hefur tekið stakkaskiptum, nú eru öll brauð önnur en formbrauð bökuð frammi í búðinni í sérstökum steinofni og er m.a. hægt að fá þar ítölsku brauðin ciabatta og filone bökuð með þessum hætti. Meira
2. desember 1997 | Neytendur | 752 orð

Verðkönnun ASÍ, BSRB og NS á tónlistarnámi barna og unglinga

MIKILL verðmunur er á fyrstu fjórum stigum hljóðfæranáms milli sveitarfélaga, þannig að það er ekki sama hvar menn búa með tilliti til kostnaðar við hljóðfæranám. Dýrast er hljóðfæranámið í Reykjavík. Athyglisvert er að verð á forskólanámi tónlistarskólanna er mjög mismunandi. Forskólanámið er t.d. frítt hjá Tónlistarskóla Húsavíkur en kostar 28.000 krónur þar sem það er dýrast. Meira

Fastir þættir

2. desember 1997 | Í dag | 365 orð

AÐ verður ekki annað sagt en að Halldóri Blöndal, samg

AÐ verður ekki annað sagt en að Halldóri Blöndal, samgönguráðherra, hafi tekizt vel til í skipan nýrrar nefndar til þess að leggja drög að stefnumótun í fjarskiptamálum. Meira
2. desember 1997 | Dagbók | 3114 orð

APÓTEK

»»» Meira
2. desember 1997 | Í dag | 25 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 2. desember, er sjötugur Guðjón Finnbogason, verslunarmaður, Espigrund 8, Akranesi. Eiginkona hans er Helga Sigurbjörnsdóttir. Þau eru að heiman. Meira
2. desember 1997 | Fastir þættir | 36 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Eftir tvö kvöld af þremur í hraðsveitakeppni félagsins er staðan þessi: Ármann J. Lárusson1195 Helga Víborg 1147 Ragnar Jónsson1138 Meðalskor1080 Skor kvöldsins: Ragnar Jónsson589 Kolakoff584 Ármann J. Meira
2. desember 1997 | Dagbók | 647 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
2. desember 1997 | Fastir þættir | 288 orð

Geðslagið út ­ prúðleikann inn?

Á samráðsfundi fagráðs hrossaræktarinnar á dögunum var geðslag og geðslagsdómar gerðir að umræðuefni. Í þeirri umræðu setti Ágúst Sigurðsson, kynbótafræðingur og hrossaræktandi í Kirkjubæ, fram þá hugmynd að líklega væri best að fella út úr dómum einkunnagjöf fyrir geðslag. Meira
2. desember 1997 | Fastir þættir | 284 orð

Hringnum lokað

Á AÐALFUNDI Félags hrossabænda var samþykkt að næsta sumar skuli þrír menn sitja í kynbótadómnefndum á sýningum og skuli þeir hafa samráð við einkunnagjöf. Er hér komið að heita má sama fyrirkomulagið og var viðhaft fyrir rúmum tveimur árum áður en farið var að hringla með þessa hluti við litlar vinsældir dómaranna og nánast í andstöðu við þá. Meira
2. desember 1997 | Fastir þættir | 1370 orð

Margir kallaðir en fáir útvaldir HESTAR

LANDSMÓT á næsta ári hefur ekki farið framhjá neinum hestamanni. Undiralda spennu og undirbúnings er þegar komin af stað og keppnismenn og hrossaræktendur kanna möguleika sína miðað við hestakost. Valdimar Kristinsson kynnti sér stöðu mála. Meira
2. desember 1997 | Fastir þættir | 1195 orð

Spuni

HANN kemur í rökkrinu, kaldur og grár/, og kænlega læðist hann inn. Segir í kvæðinu Hversdagsleiki eftir "brúðguma þjóðarinnar" Jóhannes úr Kötlum eins og Steinn Steinar nefndi skáldið. Það kannast eflaust allir við gráma hversdagsleikans sem læðist stundum kænlega að manni. Sem betur fer eru til nokkur húsráð sem duga vel og varna komu hans. Meira
2. desember 1997 | Í dag | 244 orð

Stundin okkarekki fyrir yngstuáhorfendurna

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Ég er tvíburaamma. Tvíburarnir mínir eru þriggja ára og þeir gista stundum hjá mér um helgar. Á sunnudögum bíða þeir alltaf spenntir eftir Stundinni okkar. En það eru alltaf sömu vonbrigðin með Stundina okkar. Það er eins og að í þættinum sé ekkert efni sem höfði til barna á þessum aldri og eftir smástund snúa börnin sér frá og fara að gera eitthvað annað. Meira

Íþróttir

2. desember 1997 | Íþróttir | 129 orð

13 tap- leikir í röð

Nýliðinn Antonio Daniels tryggði Vancouver 97:95 sigur á Detroit í NBA-deildinni um helgina með skoti er 3 sekúndur voru til leiksloka. "Ég varð að hitta því ég klúðraði svona skoti í fyrsta leiknum," sagði Deniels. Nets vann í Sacramento og er í efsta sæti Atlantshafsriðils ásamt Miami og New York, nokkuð sem enginn bjóst við. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 428 orð

5.560.000.000 »Jordan gæti rekiðSjúkrahús Reykjavík-ur fyrir árstekjur

Michael Jordan, körfuknattleiksmaður hjá Chicago Bulls, er tekjuhæsti íþróttamaður í heiminum í ár skv. úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Eins og fram kemur á kortinu hér til hliðar hefur Jordan tæpa 5,6 milljarða króna í árstekjur; þar af eru um 2,2 milljarðar í laun frá Chicago en rúmir 3,3 í aðrar tekjur ­ af auglýsingum og ýmiskonar viðskiptum. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 360 orð

Aðeins ein Norður- landaþjóð á EM

Þrjú ríki sem mynduðu Júgóslavíu áður en borgarastyrjöldin braust þar út tryggðu sér um helgina sæti í lokakeppni Evrópumótsins í handkanttleik. Þjóðirnar sem um er að ræða eru, Júgóslavía, sambandsríki Serba og Svartfellinga, Króatar og sú þjóð sem e.t.v. kom mest á óvart, Makedónía. Þá var fjórða þjóð fyrrum Júgóslavíu, Slóvenía, ekki nema hársbreidd frá sæti í lokakeppninni. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 135 orð

AEK efst í Grikklandi ARNAR Grétarsson lék allan tím

ARNAR Grétarsson lék allan tímann með AEK Aþenu er félagið sótti Veria heim og hafði betur, 2:1. Sigurinn tryggði AEK áframhaldandi veru í efsta sæti deildarinnar. "AEK hefur ekki unnið Veria á þeirra heimavelli í átta ár svo sigurinn var kærkominn auk þess sem hann var fyllilega sanngjarn," sagði Arnar, en hann náði ekki að skora. Veria er nyrst í landinu og heimavöllur liðsins mikil gryfja. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 183 orð

Annar bikar Celtic á áratugnum

CELTIC náði að vinna annan bikar sinn á þessum áratug þegar liðið lagði Dundee United, 3:0, á Ibrox í úrslitum deildarbikarkeppninnar. Síðast vann félagið þessa keppni árið 1983, en á þessum áratug hafði það aðeins unnið bikarkeppnina árið 1995. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 150 orð

Bergsveinn frá í sjö vikur

BERGSVEINN Bergsveinsson, landsliðsmarkvörður hjá Aftureldingu, verður líklega frá keppni í sjö vikur. Bergsveinn meiddist á hné í leiknum gegn Júgóslavíu og er talið að liðþófi í hægra hné hafi gefið sig. "Ég ætla að vona að það séu ekki liðböndin sem gáfu eftir. Ef svo er, mun ég ekki leika meira í vetur. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 338 orð

BJARNÓLFUR Lárusson

BJARNÓLFUR Lárusson lék síðustu 20 til 25 mínúturnar með Hibernian gegn Motherwell og lék vel að sögn Ólafs Gottskálkssonar, markvarðar Hibernian. Bjarnólfur náði ekki að skora. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 404 orð

Bolton fékk sex stig

Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, stýrði liði sínu til sigurs í tveimur heimaleikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og færðust nýliðarnir upp um fimm sæti, fóru úr þriðja neðsta sæti og fallsæti í 13. sæti. Bolton vann Wimbledon 1:0 á laugardag og Newcastle með sömu markatölu í gærkvöldi en Nathan Blake gerði bæði mörkin. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 396 orð

Celta var Real engin hindrun

Áhorfendur á Bernabéu-leikvanginum biðu óþolinmóðir eftir að fyrsta markið liti dagsins ljós í leik Real Madrid og Celta og voru farnir að blístra á sína menn eftir aðeins hálftíma leik, en leikmenn Real náðu að breyta því á 44. mínútu er Roberto Carlos, sem lék að nýju eftir meiðsli gaf fasta þversendingu á Mijatovic sem átti ekki í vandræðum með að skora. Á 66. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 77 orð

Dalglish fær milljarð

ÁRLEGUR fundur hluthafa Newcastle United var haldinn í gærkvöldi. Þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins hafi verið 8,1 milljón punda á síðasta fjárhagsári ­ andvirði um 960 milljóna króna. Sir John Hall hætti í gær sem formaður félagsins (en verður reyndar heiðursformaður fyrir lífstíð) og Freddie Shepherd tók við. Skv. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 188 orð

Eistland - Ísland79:88

Tallin í Eistlandi, Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik ­ D-riðill ­ laugardaginn 29. nóvember 1997. Stig Eistlands: Margus Metstak 18, Andre Parn 15, Marek Noormets 14, Janus Liivak 14, Indrek Rumma 11, Gert Kullamae 8, Naund Pehka 8. Fráköst: 23 í vörn - 17 í sókn. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 1115 orð

Engin ástæða til að fagna þó staðan sé góð

LEIKMÖNNUM Blackburn tókst ekki að ljúka 30 ára bið félagsins eftir sigri á Old Trafford er þeir mættu meistaraliði Manchester United þar á bæ á sunnudaginn. Þeir hjálpuðu til við að svo yrði ekki því eftir að Ole Gunnar Solskjær hafði komið meisturunum á bragðið með tveimur mörkum fylgdu tvö sjálfsmörk leikmanna Blackburn sem urðu að játa sig sigraða, 4:0. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 1294 orð

England

Úrvalsdeildin: Laugardagur: Barnsley - Leeds2:3 Andy Liddell 8., Ashley Ward 28. - Alf Inge Haaland 35., Rod Wallace 79., Derek Lilley 82. 18.698. Bolton - Wimbledon1:0 Nathan Blake 89. 22.703. Chelsea - Derby 4:0 Gianfranco Zola 12., 66., 77., Mark Hughes 35. 35.544. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 559 orð

"Erfitt að ná ekki takti við leikinn"

Guðmundur Hrafnkelsson markvörður hóf leikinn gegn Júgóslövum og stóð sig vel í fyrri hálfleik ­ varði vel og oft erfið skot. Honum var refsað nokkrum sinnum, þegar samherjar hans náðu ekki knettinum eða þá að dómararnir frá Austurríki dæmdu vítaköst eftir að hann varði. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 140 orð

"Ferlegt mark" "ÞAÐ var ferlegt að fá

"ÞAÐ var ferlegt að fá á sig þetta mark á síðustu mínútunni og það verður að skrifast á minn reikning," sagði Ólafur Gottskálksson, markvörður Hibernian, en félagið gerði á laugardaginn 1:1 jafntefli við Motherwell í Skotlandi. "Markið vildi þannig til að það kom skot á markið af um 20 metra færi og ég varði en náði ekki að halda knettinum, framherji Hibernian fylgdi vel eftir og skoraði. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 488 orð

Góður síðari hálfleikur dugði ekki

ÍSLENDINGAR töpuðu 79:88 fyrir Eistum í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik á laugardaginn en leikið var í Tallin í Eistlandi. Þetta var annar leikur íslenska liðsins í EM og annað tap þess því á miðvikudaginn tapaði liðið hér heima fyrir Hollendingum. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 584 orð

Hagnaður og tap hjá KSÍ

Um 7,6 millj. kr. tap eftir afskriftir varð á rekstri Knattspyrnusambands Íslands á nýliðnu starfsári en um tveggja millj. kr. hagnaður á rekstri Laugardalsvallar, sem KSÍ tók við 1. janúar sl. Velta sambandsins var um 150 milljónir en velta vallarins um 37 millj. kr. Þetta kom fram á 52. ársþingi KSÍ, sem var haldið á Hótel KEA á Akureyri um helgina. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 296 orð

Heimsbikarkeppnin Mammoth, Californíu, Bandaríkjunum:

Mammoth, Californíu, Bandaríkjunum: Risasvig kvenna: Katja Seitzinger (Þýskalandi)1.13,23 Isolde Kostner (Ítalíu)1.13,87 Katarina Gutensohn (Þýskalandi)1.13,89 Renate Goetschel (Austurríki)1.14,68 Hilde Gerg (Þýskalandi)1.14,72 Warwara Zelenskaja (Rússlandi)1.14,73 Regina Haeusl (Þýskalandi)1. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 562 orð

Hvað segir leikstjórnandinnALDA LEIF JÓNSDÓTTIRum kvennakörfuboltann?Æfum alls ekki nóg

ÍS-STÚLKUR hafa komið nokkuð á óvart í 1. deild kvenna í körfuknattleik það sem af er vetri. Stúdínur eru með ungt lið og mjög efnilegt og hefur leikstjórnandinn Alda Leif Jónsdóttir leikið mjög vel. Hún er fædd í Reykjavík 18. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 82 orð

Hver beit þig? Í

Í hamaganginum í leik Júgóslavíu og Íslands, gerðist það að Geir Sveinsson hljóp að varamannabekk Íslands þegar blóðið streymdi niður frá vinstra eyra hans. "Hver beit þig?!" hrópaði Stefán Carlsson, læknir landsliðsins, sem plástraði svöðusár Geirs og eftir leikinn, á hóteli því sem landsliðið bjó á ­ ef hótel skal kalla, varð Stefán að sauma sár Geirs með sjö sporum. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 302 orð

Ingibergur sigraði

MIKIÐ fjör og vaskleg tilþrif sáust í flokkaglímu Reykjavíkur sem háð var í Breiðagerðisskóla sl. laugardag. Fjölmennur hópur karla reyndi þar með sér. Þarna glímdu menn sér til skemmtunar, án ofurkapps, og hin listrænu tök glímunnar fengu að njóta sín. Þarna voru margir léttleikandi glímumenn eins og t.d. hinn ungi Pétur Eyþórsson, Víkverja, sem er í mikilli framför. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 201 orð

ÍS - Keflavík50:64

Íþróttahús Kennaraháskólans, 1. deild kvenna í körfuknattleik, laugardaginn 29. nóvember 1997. Gangur leiksins: 7:4, 11:6, 13:9, 16:16, 20:19, 20:26, 22:34, 28:35, 28:44, 34:49, 42:53, 48:57, 50:64. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 288 orð

Jafntefli tryggði Írönum HM sæti

TVÖ mörk á fjögurra mínútna kafla á síðustu 13 mínútunum tryggðu Írönum 2:2 jafntefli við Ástralíu og sæti í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi næsta sumar, en leikurinn fór fram í Melborune. Íranir komust áfram á þessum mörkum tveimur á útivelli því fyrri leikurinn sem fram fór í Teheran um síðustu helgi endaði með 1:1 jafntefli. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 438 orð

Jafnt hjáMilanog Juve

Internazionale hefur fjögurra stiga forystu í 1. deildinni á Ítalíu eftir leiki helgarinnar. Stórleikur helgarinnar var viðureign AC Milan og Juvenuts og skildu liðin jöfn, hvoru um sig tókst að gera eitt mark. Stigið kostaði þó sitt fyrir Juve því sóknarmaðurinn Nicola Amoruso fótbrotnaði snemma leiks og verður frá keppni í einhvern tíma. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 51 orð

Jordan með 5,6 milljarðaMICHAEL Jordan, bandaríski k

MICHAEL Jordan, bandaríski körfuknattleikssnillingurinn hjá Chicago Bulls, er lang tekjuhæsti íþróttamaður veraldar. Skv. úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes hefur Jordan tæpa 5,6 milljarða króna í tekjur í ár ­ 5.560.000 milljónir. Þar af eru um 2,2 milljarða í laun frá Chicago en rúma 3,3 milljarða í aðrar tekjur. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 153 orð

Júgóslavía - Ísland30:26

Evrópukeppni landsliða, Podgorica í Svartfjallalandi, sunnudaginn 30. nóvember 1997. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 2:2, 4:2, 4:3, 6:4, 6:6, 6:8, 7:9, 11:9, 11:11, 13:11, 14:14. 14:15, 17:15, 17:16, 19:16, 20:19, 21.20, 22.21, 24:21, 27:22, 29:23, 30:24, 30:26. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 242 orð

Kaflaskipt í Ásgarði

Lið Þróttar í Neskaupstað sótti Stjörnuna heim í Ásgarð um helgina og áttust liðin tvívegis við. Á föstudagskvöldið gekk allt upp hjá heimaliðinu en fátt gekk eftir hjá gestunum að austan. Móttakan var slök og Apostol Apostolev hinn búlgarski uppspilari gestanna mátti hafa sig allan við til að vinna eitthvað úr slöku framspili félaga sina. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 476 orð

Keflvíkingar á sigurbraut

ÍS mætti Keflavík í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardaginn í 1. deild kvenna og sigruðu gestirnir nokkuð örugglega með 64 stigum gegn 50. Stúdínur byrjuðu á að leika vel útfærða 2­3 svæðisvörn og gekk Keflvíkingum erfiðlega brjóta þessa vörn á bak aftur og komust heimamenn í 11:6 eftir sex mínútna leik. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 214 orð

Metaregn hjá Lehman

KYLFINGURINN Tom Lehman varð um helgina tæpum 22 milljónum króna ríkari er hann sigraði í árlegum "sjóðsleik" á La Quinta-vellinum í Kaliforníuríki um helgina. Lehman hlaut alls rúmlega 21 milljón króna í keppninni, helming heildarfjárins í mótinu. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 183 orð

Mónakó á toppinn MEISTARARNIR í Mónakó kom

MEISTARARNIR í Mónakó komust í efsta sæti frönsku deildarinnar um helgina, í fyrsta sinn síðan þeir urðu meistarar í vor. Liðið vann Chateauroux, 2:0, og það var markarkóngurinn frá Nígeríu, Viktor Ikpeba, sem gerði bæði mörk liðsins og er hann nú markahæstur í Frakklandi með 12 mörk. Meistararnir virðast vera að ná sér á strik því þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 144 orð

NBA-deildin

Leikið aðfaranótt mánudags: Indiana - Philadelphia101:89 Atlanta - San Antonio108:96 Detroit - Vancouver95:97 Seattle - Orlando103:81 Sacramento - New Jersey73:87 LA Lakers - Toronto105:99 Leikið aðfaranótt sunnudags: Atlanta - Charlotte98:80 Cleveland - Boston103:97 Miami - Milwaukee87:93 New York - Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 450 orð

Newcastle, Dortmund og Leverkusen sýna Eyjólfi áhuga

KENNY Dalglish, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United, var á meðal áhorfenda á leik Duisborg og Herthu Berlín í þýsku 1. deildinni á föstudaginn. Hann var að skoða Eyjólf Sverrisson og að sögn Dieters Höness, framkvæmdastjóra Herthu Berlin, hefur enska félagið mikinn áhuga á að kaupa Eyjólf. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 95 orð

NFL-deildin

Buffalo - NY Jets20:10 Carolina - New Orleans13:16 Jacksonville - Baltimore29:27 Kansas City - San Francisco44:9 New England - Indianapolis20:17 Philadelphia - Cincinnati44:42 Washington - St Louis20:23 Arizona - Pittsburgh20:26 NY Giants - Tampa Bay8:20 Oakland - Miami16:34 Seattle - Atlanta17:24 San Diego - Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 121 orð

NHL-deildin

Leikið aðfaranótt mánudags: NY Rangers - Florida1:1 Edmonton - San Jose6:1 Leikið aðfaranótt sunnudags: Boston - Washington1:1 Carolina - Colorado2:3 Ny Islanders - St. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 198 orð

Opna ástralska mótið

Metropolitan-völlurinn, par 72: 274 Lee Westwood 68 66 68 72, Greg Norman 68 67 66 73 Westwood vann á fjórðu holu í bráðabana. 275 Craig Parry 70 70 70 65 277 Stephen Leaney 66 72 72 67 279 Nick O'Hern 67 66 74 72 280 Andrew Coltart 65 74 70 71 282 Phil Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 278 orð

Radja mætir í Höllina ÍSLENSKA landsliðið í

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik tekur á móti því króatíska í Laugardalshöll á morgun og er þetta síðast leikur liðsins á heimavelli í þessari leikjahrinu. Liðið leikur tvo leiki á útivelli í febrúar og síðan verður þráðurinn tekinn upp að nýju næsta vetur. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 116 orð

Ragnar gerir það gott með Hjörring SUNDFÉLAG

SUNDFÉLAGIÐ Hjörring í Danmörku náði besta árangri sínum frá upphafi í dönsku bikarkeppninni um fyrri helgi. Ragnar Guðmundsson er aðalþjálfari félagsins sem hafnaði í þriðja sæti, á eftir Sæddig Guldager frá Esbjerg, sem hlaut 47.734 stig og VAT 89 frá Kaupmannahöfn, sem hlaut 44.881 stig. Hjörring hlaut 44.145 stig. AGF frá Århus varð í fjórða sæti með 44.031 stig. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 261 orð

Seizinger vann

Þýska stúlkan Katha Seizinger sigraði öðru sinni í risasvigi í Mammoth-fjöllum í Kaliforníu um helgina, kom í mark á 1 mínútu 13,23 sekúndum. Önnur varð Isolde Kostner frá Ítalíu og Katarina Gutensohn frá Þýskalandi varð í þriðja sæti. Vegna aðstæðna á keppnisstað var rásmarkið fært 123 metrum neðar í fjallið og brautinni breytt verulega. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 56 orð

Stjarnan - þróttur N3:0

1. deild karla Stjarnan - þróttur N3:0 (15:7, 15.11, 15:8). Stjarnan - Þróttur N1:3 (15:11, 10:15, 5:15, 10:15). Staðan: Þróttur R.55015:1237:12015 ÍS 74313:11309:30413 Þróttur N. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 238 orð

Sveit KA ÍslandsmeistariLið KA var

Sveit KA ÍslandsmeistariLið KA varð Íslandsmeistari í sveitakeppni Júdósambands Íslands, sem fram fór í íþróttahúsinu við Austurberg um helgina á laugardag. Þurfti sveitin einungis að etja kappi við eina sveit Ármenninga, en tvær sveitir sem hafa oftast mætt til leiks komu ekki, Selfoss og B-sveit Ármanns. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 250 orð

Svíar öruggir meistarar

Svíar sigruðu Bandaríkjamenn 5:0 í úrslitum Davis-bikarkeppninnar í tennis um helgina. Raunar hófst viðureignin á föstudag og þá fengu Svíar tvo vinninga í einliðaleik og á laugardaginn tryggðu þeir Jonas Björkman og Nicklas Kulti sigur Svía með því að leggja Todd Martin (sem kom í bandaríska liðið fyrir Pete Sampras sem meiddist) og Jonathan Stark 3-0 í tvíliðaleik. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 418 orð

Uppúr sauð og Júlíus sá rautt UNDIR lok l

UNDIR lok leiksins sauð uppúr og austurrísku dómararnir Gerhard Reinsingen og Klaus Lang sýndu Júlíusi Jónassyni rauða spjaldið er tólf sek. voru til leiksloka. Mikill darraðardans varð inni á vellinum og Júlíus og aðrir leikmenn íslenska liðsins sendu Júgóslövum tóninn og þá sérstaklega Nedeljko Jankovic, sem braut gróflega á Patreki Jóhannessyni. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 586 orð

"Vantar eitt stig til að sleppa örugglega við fall"

Nafn Kaiserslautern var um helgina skráð í sögubækur þýsku knattspyrnunnar en liðið er í efsta sæti 1. deildarinnar þegar hún er hálfnuð. Það lið sem er í efsta sæti þegar deildin er hálfnuð fær nafnbótina haustmeistari og er Kaiserslautern fyrst félaga í 34 ára sögu deildarinnar til að ná slíkum áfanga árið sem lið vinnur sér rétt til að leika í efstu deild. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 445 orð

"Vorum sjálfum okkur verstir"

"VIÐ komum hingað til Svartfjallalands til að reyna sem við gátum til að fagna sigri, en þetta var ekki okkar dagur, því miður. Við renndum blint í sjóinn, vissum að róðurinn yrði erfiður. Það var ljóst fyrir leikinn að Júgóslavar yrðu sterkir á heimavelli, en við áttum ekki von á að þeir fengju þennan stuðning frá dómurum leiksins. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 311 orð

Þorbjörn fer með táninga til Svíþjóðar Það er ljós

Það er ljóst að Íslendingar þurfa að taka þátt í forkeppni fyrir heimsmeistarakeppnina 1999, sem á að fara fram í Egyptalandi, en gæti þess vegna farið fram í Þýskalandi vegna hryðjuverkanna sem áttu sér stað í Egyptalandi á dögunum, þar sem stór hópur ferðamanna var myrtur. "Þar sem við komumst ekki til Ítalíu í maí, verðum við að huga að öðrum verkefnum. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 433 orð

Þorbjörn varð að játa sig sigraðan

ÞAÐ hafa margir herskáir foringjar barist á Balkanskaga. Á sunnudaginn bættist enn einn foringinn á svæðið með fylkingu sína ­ einn af sigursælustu hershöfðingjum Íslands, Þorbjörn Jensson. Eins og svo margir hans líkar hér á skaganum, varð hann að játa sig sigraðan. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 278 orð

Þórður gerði sigurmarkið gegn meisturum Lierse

Þórður Guðjónsson skoraði fimmta mark sitt í belgísku deildinni á leiktíðinni á laugardaginn þegar hann gerði sigurmark Genk á meisturum Lierse, 2:1, á heimavelli meistaranna. Þetta er önnur helgin í röð sem Þórður skorar. "Markið sem ég gerði um fyrri helgi var það fallegasta, en þetta var það mikilvægasta, á því leikur enginn vafi," sagði Þórður glaður í bragði við Morgunblaðið. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 457 orð

ÞRÍR

ÞRÍR leikmenn voru reknir af leikvelli og átta fengu gula spjaldið er júgóslavnesku meistararnir Partisan Belgrad töpuðu 6:5 fyrir Vojvodina Novi Sad á laugardaginn. Eins og nærri má geta var leikurinn afar grófur og hafði dómarinn í mörg horn að líta. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 449 orð

Örn fékk gullog silfurverðlaun í Svíþjóð

Örn Arnarson sundmaður úr SH vann ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun á alþjóðlegu sundmóti í Örebro í Svíþjóð um helgina. Hann er um þessar að undirbúa sig fyrir keppni á heimsmeistaramótinu í Perth í Ástralíu í byrjun næsta árs. Örn sigraði í 200 m baksundi á 2.04,92 mín. Meira
2. desember 1997 | Íþróttir | 66 orð

(fyrirsögn vantar)

2. desember 1997 | Íþróttir | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

Shotokan karate Íslandsmeistaramótið: Kata, opinn flokkur karla: Ásmundur Ísak JónssonÞórshamri Jón Ingi ÞorvaldssonÞórshamri Hrafn ÁsgeirssonAkranesi Kata, Meira

Fasteignablað

2. desember 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Athyglisverð steinstytta

Athyglisverð steinstytta ÞESSI steinstytta virðist svo íslensk en er hins vegar ensk, gerð af Matt Baker. Hún minnir á selkonuna í þjóðsögunni Sjö börn á landi og sjö börn í sjó. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Blómskreytt diskahlíf"

ÞESSI undarlega diskahlíf" gleður augað. Hún er ríkulega skreytt blómum sem búin eru til úr silkiböndum. Hvaða not eru af henni er hins vegar ekki eins augljóst, en svona blómaskreytingu mætti nota á margvíslegan máta. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Byggingareglugerðin

MIKIL gagnrýni hefur komið fram á hina nýju byggingareglugerð og gildistöku hennar frestað. Mikilvægt er, að þeir aðilar, sem reglugerðin snertir, fái að koma að endurskoðun hennar. segir Ejólfur Bjarnason byggingatæknifræðingur. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 245 orð

Eign í sérflokki

HÚS í Laugarási hafa ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga, en fremur lítið er um, að húseignir þar komi í sölu. Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu 275 ferm. einbýlishús að Vesturbrún 36. Að sögn Karls Sigurbjörnssonar hjá Miðborg er hér um sérlega glæsilega og vandaða eign að ræða. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Falleg hurðaskreyting

Falleg hurðaskreyting NÚ er að koma hátíð og allir vilja skreyta hjá sér. Þessi skreyting er mjög sérstök og hentug fyrir tónlistarfólk, sem kannski á gömul og lítt notuð hljóðfæri sem henta í skreytingu. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 269 orð

Fasteignamat hækkar um allt að 12%

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI og lóðir undir íbúðarhús hækkuðu almennt um 4,5% samkvæmt nýju fasteignamati, sem tók gildi 1. desember. og atvinnuhúsnæði og lóðir, sumarhús og sumarhúsalóðir hækkuðu um 9%. Bújarðir ásamt íbúðarhúsum og útihúsum á bújörðum hækkuðu um 4,5%, en matsverð hlunninda var hins vegar ákveðið óbreytt. Sums staðar var hækkunin á íbúðarhúsnæði mun meiri en 4,5%. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 737 orð

Gildistaka byggingarreglugerðar

ÞAÐ hefur vakið þó nokkra athygli byggingamanna og raunar fleiri, að gildistöku byggingareglugerðar hefur verið frestað um hálft ár, eða til 1. júlí 1997. Einhverjar hljóta ástæðurnar að vera. Þar má nefna að sá tími sem gefinn var til endurskoðunar eldri reglugerðar, því ekki var ætlunin að semja nýja frá grunni, var alltof skammur. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 162 orð

Gott einbýlishús í Smáíbúðahverfi

EIGNIR í Smáíbúðahverfinu hafa alltaf gengið vel í sölu. Hjá Fasteignamarkaðinum er nú til sölu einbýlishús, sem er kjallari, hæð og ris að Sogavegi 222. Húsið er 213 ferm. að stærð. "Þetta er fallegt steinhús," sagði Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðnum. "Á aðalhæð eru samliggjandi stofur, forstofa, forstofuherbergi, eldhús og hol. Úr stofu er gengið út á sólpall og þaðan niður í garðinn. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 146 orð

Góð sérhæð á eftirsóttum stað

SÉRHÆÐIR við Álfheima hafa ávallt verið eftirsóttar. Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú í einkasölu sérhæð, sem er 135 ferm. ásamt 26 ferm. bílskúr, að Álfheimum 13. Þetta er miðhæðin í húsinu, sem byggt var 1959. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 27 orð

Góð verkfærakarfa

Góð verkfærakarfa NÚ fara í hönd tiltektardagar og þá væri snjallt að safna saman ýmsum verkfærum í svona körfu eða búa til eitthvað svipað. Það sýnist ekki óviðráðanlegt. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 231 orð

Húsnæði fyrir heild sölu við Laufbrekku

AÐ undanförnu hefur verið meiri hreyfing á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignasala Íslands er nú með til sölu atvinnuhúsnæði við Laufbrekku 22 í Kópavogi. Húsið er steinhús, byggt 1985 og húsnæðið, sem er á jarðhæð, er 345 ferm. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Laufskreyttir kertastjakar

Laufskreyttir kertastjakar ÞESSIR kertastjakar eru fallegir. Takið eftir laufunum sem hafa verið brennd inn í leirinn. Lauf og önnur náttúruefni eru tilvalin til skreytinga af ýmsu tagi. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | -1 orð

Lokað hringrásar- kerfi sett upp

NÝ varmaskiptistöð var gangsett nýverið í Hveragerði. Þar með var stigið stórt skref í framfaraátt í hitaveitumálum bæjarins en 27 hús eru nú tengd hinu nýja kerfi. Strax næsta sumar munu 90 hús til viðbótar tengjast veitunni. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 212 orð

Lóðir í Hraunsholti í Garðabæ

ÞÖRF er fyrir nýjar lóðir í Garðabæ, þar sem bærinn hefur vaxið mikið og byggðin þanizt út. Nú eru íbúar þar um 7.500. Samkvæmt aðalskipulagi bæjarins, sem nær til ársins 2005, er gert ráð fyrir, að íbúarnir verði þá orðnir um 8.600 og að byggja þurfi um 1300 íbúðir þangað til. Um næstu áramót verður hafin úthlutun á lóðum á nýju byggingarsvæði í Hraunsholti í Garðabæ. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 1034 orð

Nýjar reglugerðir um skipulags- og byggingarmál

Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins unnið að gerð nýrra reglugerða um byggingar- og skipulagsmál. Undanfari þess er setning laga nr. 73/1997 um Skipulags- og byggingarmál, sem samþykkt voru á síðustu dögum þings í maí sl. Aðdragandi að setningu laganna var langur og má segja að það sé búið að taka um átta ár að koma þeim saman og í gegnum alþingi. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 915 orð

Nýtum veturinn í garðvinnuna

Þeir sem hafa flutt í hús með grónum garði lenda oftar en ekki í því að "innréttingin" í garðinum hentar ekki þörfum þeirra eða smekk. Plöntuval og fyrirkomulag allra hluta er eins og fyrri eigendur álitu best henta sér. En garðar eru ekkert "heilagir" fremur en íbúðirnar sem flutt er í. Þegar flutt er búferlum milli húsa sætta fæstir sig við litasmekk eða gólfefnaval fyrri íbúa. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 149 orð

Schneider játar að hafa greitt mútur

JÜRGEN SCHNEIDER, hinn illræmdi fasteignajöfur sem hefur verið ákærður fyrir fjársvik, hefur viðurkennt í réttarhöldum að hafa greitt einum yfirmanni bruggfyrirtækisins Brau und Brunnen AG milljónir marka í mútur 1993. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 863 orð

Skápur

ÞEGAR við höfum eignast dálítið safn verkfæra til smíða eða viðgerða þurfum við að eignast kassa eða skáp til þess að geta geymt verkfærin á vísum stað. Ég nefni hér hugmynd að verkfæraskáp sem hægt er að smíða heima. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 167 orð

Skýjakljúfur opnaður eftir sprengingu

SKÝJAKLJÚFUR í fjármálahverfi Lundúna hefur aftur verið opnaður almenningi í fyrsta skipti síðan hann varð fyrir tjóni í sprengjuárás Írska lýðveldishersins, IRA, fyrir fjórum árum. Skýjakljúfurinn er 183 metra hátt frægt kennileiti, NatWest Tower, sem er enn í eigu National Westminster bankans. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 1276 orð

Styttist í lóðaút- hlutun í Hraunsholti í Garðabæ

SNEMMA á næsta ári verður hafin úthlutun á lóðum á nýju byggingarsvæði í Hraunsholti í Garðabæ. Þetta vekur þeim mun meiri athygli sökum þess, að lóðaframboð hefur verið sáralítið þar í bæ um árabil. Þar við bætist, að fyrirhugað byggingarsvæði er afar álitlegt og sumir segja með því bezta á öllu höfuðborgarsvæðinu nú. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 247 orð

Tveggja íbúða hús í Fossvogsdal

HJÁ fasteignasölunni Eignaval er nú í einkasölu tveggja íbúða hús að Birkigrund 55 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1976 og er á tveimur hæðum. Aðalíbúðin, sem er 175 ferm. að stærð, er á efri hæð, en á jarðhæð er 86 ferm. samþykkt íbúð og bílskúr um 40 ferm. að stærð. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 760 orð

Undirbúningur húsbyggingar

AÐ BYGGJA sér íbúðarhúsnæði er meira en að segja það. Fyrir marga þýðir það fáar frístundir á meðan á verki stendur og jafnvel í langan tíma þar á eftir. Einnig er algengara en ekki, að allt fjármagn byggjandans fari í framkvæmdirnar eða afborganir af lánum vegna þeirra. Hvað þetta varðar hefur líklega lítið breyst frá því sem var fyrir nokkrum árun. Aðstæður hafa þó allar breyst verulega. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 324 orð

Vandaðar nýjar íbúðir við Dofraborgir

MJÖG hröð uppbygging hefur átt sér stað í Borgahverfi í Grafarvogi að undanförnu. Hjá Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar eru nú til sölu nýjar íbúðir í fjölbýlishúsinu Dofraborgir 42-44. Íbúðirnar eru tvenns konar, annars vegar 3ja herb. og 96 ferm. að stærð ásamt bílskúr og hins vegar 4ra herb. og 112 ferm. að stærð ásamt bílskúr. Verð á minni íbúðunum er 8,7 millj. kr. en 9,7 millj. kr. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 284 orð

Verðhækkunum spáð í Málmey og Gautaborg

LÍKUR eru nú taldar á miklum hækkunum á fasteignaverði og húsaleigu í Málmey og Gautaborg í kjölfar mikilla hækkana í í Stokkhólmi. Var frá þessu skýrt í danska viðskiptablaðinu Börsen fyrir skömmu. Í fáeinum öðrum sænskum borgum og þá einkum háskólabæjum er einnig gert ráð fyrir hækkunum. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 43 orð

Verkfæraskápur

SKÁPUR fyrir verkfæri er nauðsynlegur, þegar við höfum eignazt dálítið safn af þeim, því að þau þarf að geyma á sínum stað, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Þar lýsir hann því í máli og myndum, hvernig smíða skuli slíkan skáp. Meira
2. desember 1997 | Fasteignablað | 7 orð

(fyrirsögn vantar)

2. desember 1997 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

2. desember 1997 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

2. desember 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

2. desember 1997 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

2. desember 1997 | Úr verinu | 330 orð

Fiskistofa kærir vegna löndunar afla framhjá vigt

FISKISTOFA er nú að leggja fram kæru vegna tveggja tilvika um löndun á fiski framhjá vigt á Patreksfirði. Í báðum tilfellum verða skipstjórar og flutningsmenn kærðir, en frekari ransókn á eftir að leiða í ljóst hvort fiskverkendur verði einnig kærðir. Þá hefur Fiskistofa svipt bát úr Hafnarfirði veiðileyfi vegna löndunar framhjá vigt. Meira
2. desember 1997 | Úr verinu | 365 orð

Loðnan finnst nú úti fyrir öllu Norðurlandi

ÁGÆTUR gangur er í loðnuveiðinni og virðist vera stór og góð loðna fyrir öllu Norðurlandi. Dauft er hins vegar yfir síldinni þótt nokkrir bátar séu enn að. Samt hafa menn fundið allmikla síld en af einhverjum ástæðum, hugsanlega vegna óvenjumikilla hlýinda í sjónum fyrir austan, heldur hún sig alveg við botninn. Meira
2. desember 1997 | Úr verinu | 168 orð

Vill Røkke-togara burt

VAXANDI andstaða er við veiðar erlendra togara innan bandarískrar efnahagslögsögu, sérstaklega við Alaska. Verði tillaga um að banna þær samþykkt á Bandaríkjaþingi eftir áramót, gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir American Seafoods, fyrirtæki Aker RGI og norska stórútgerðarmannsins Kjell Inge Røkkes. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.