RÚSSNESKA kvikmyndin Mexíkaninn verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 18. janúar kl. 15. Myndin var gerð í Moskvu árið 1955 og er byggð á einni af skáldsögum bandaríska rithöfundarins Jacks London. Leikstjóri er V. Kaplunovskíj. Árið 1910 féll Mexíkó undir einræðisvald Diasar.

Mexíkaninn í MÍR

RÚSSNESKA kvikmyndin Mexíkaninn verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 18. janúar kl. 15. Myndin var gerð í Moskvu árið 1955 og er byggð á einni af skáldsögum bandaríska rithöfundarins Jacks London. Leikstjóri er V. Kaplunovskíj.

Árið 1910 féll Mexíkó undir einræðisvald Diasar. Fátækir bændur og sjálfboðaliðssveitir hófu brátt baráttu gegn einræðisstjórninni, en Dias varði vald sitt af mikilli grimmd og urðu margir úr hópi þjóðernissinna og uppreisnarmanna að flýja land, m.a. leituðu þeir skjóls í úthverfum Los Angeles.

Kvikmyndin er sýnd óþýdd, en efnisúrdrætti dreift til bíógesta. Aðgangur er ókeypis.