SLÖKKVILIÐSMAÐUR í Montreal kannar frostskemmdir á svonefndri lífhvolfsbyggingu í borginni. Hluti borgarbúa er enn án rafmagns 11 dögum eftir að frostrigning eyðilagði rafveitur og íbúar útborgarinnar Saint- Jean-sur-Richelieu fá vart rafmagn fyrr en eftir viku.
Reuters Skemmdir kannaðar

SLÖKKVILIÐSMAÐUR í Montreal kannar frostskemmdir á svonefndri lífhvolfsbyggingu í borginni. Hluti borgarbúa er enn án rafmagns 11 dögum eftir að frostrigning eyðilagði rafveitur og íbúar útborgarinnar Saint- Jean-sur-Richelieu fá vart rafmagn fyrr en eftir viku. Frosthörkur eru enn í austanverðu Kanada og í gær var spáð vaxandi frosti og áframhaldandi snjókomu í norðaustanverðum Bandaríkjunum en á þeim slóðum hefur kvartmilljón manna verið án rafmagns í rúma viku.