ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst að venju fyrir sinni árvissu sólrisuhátíð, "Sólarkaffinu", föstudagskvöldið 23. janúar nk. á skemmtistaðnum Hótel Íslandi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir m.a.: "Hófið hefst með hefðbundinni hátíðardagskrá með rjúkandi heitu kaffi og rjómapönnukökum að ísfirskum sið kl. 20.30.

Sólarkaffi

Ísfirðinga-

félagsins

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst að venju fyrir sinni árvissu sólrisuhátíð, "Sólarkaffinu", föstudagskvöldið 23. janúar nk. á skemmtistaðnum Hótel Íslandi.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir m.a.: "Hófið hefst með hefðbundinni hátíðardagskrá með rjúkandi heitu kaffi og rjómapönnukökum að ísfirskum sið kl. 20.30. Veislustjóri verður hinn landskunni dagskrárgerðarmaður og grínisti Ómar Ragnarsson. Hátíðarræðu kvöldsins flytur Haraldur J. Hamar, ritstjóri. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur o.fl. Boðið verður upp á mörg önnur góð skemmtiatriði og gömlu og nýju dansarnir leiknir þar til kl. 3."