Í TILEFNI af fimm ára afmæli Halaleikhópsins hefur verið ákveðið að fara með Slysavarnadeildinni Ingólfi í Reykjavík og taka þátt í björgunaræfingu með þeim. Meðal annars verður farið á fluglínuæfingu.

Viðeyjarferð

Halaleikhópsins

Í TILEFNI af fimm ára afmæli Halaleikhópsins hefur verið ákveðið að fara með Slysavarnadeildinni Ingólfi í Reykjavík og taka þátt í björgunaræfingu með þeim. Meðal annars verður farið á fluglínuæfingu.

Lagt verður af stað til Viðeyjar laugardaginn 31. janúar kl. 10 frá smábátabryggjunni fyrir norðan Kolaportið. Stendur síðan til að vera með kakósamsæti í Viðeyjarstofu að æfingu lokinni.