Ragnhildur Sigbjörnsdóttir Fædd 10. september 1923 Dáinn 31. október 1986 Nú eru liðin fjörutíu ár síðan fundum okkar Ragnhildar mágkonu minnar bar fyrst saman hér í Reykjavík. Þrátt fyrir fárra ára aldursmun höguðu atvikin því svo að hún var um tíma kennari minn í Húsmæðrakennaraskóla Íslands. Okkur skólasystrunum féll strax ákaflega vel við unga kennarann og við dáðumst að þessari fallegu, háttvísu og brosmildu stúlku semvar þá þegar orðin mikill snillingurí matargerð og kunni ekkert verkað vinna öðruvísi en vel.

Ragnhildur hafði flust á unglingsaldri austan af landi með foreldrum sínum og systkinum. Föðurbróðir hennar, Jón Sigurðsson, varð skólstjóri Laugarnesskóla þegar honum var komið á fót og foreldrar hennar, Sigbjörn Sigurðsson frá Hjartarstöðum og Anna Sigurðardóttir frá Borgarfirði eystra, tókust á hendur húsvörslu og ræstingu skólans og áttu þar heimili sitt um áratuga skeið.

Ragnhildur gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1943. Haustið 1944 hóf hún nám í Húsmæðra kennaraskóla Íslands, sem stofnsettur hafði verið tveim árum áður, og útskrifaðist úr þeim skóla vorið 1946.

Á þessum árum lagði Kjartan bróðir minn stund á læknisfræði nám í Háskóla Íslands og þau Ragnhildur kynntust og felldu hugi saman. Það var glaður hópur sem hittist í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll eitt kvöld í sumarbyrjun 1948 til að kasta af sér prófaklafan um. Þar lyftu glösum með góðum vinum læknarnir Alma Thorarensen, Hulda Sveinsson, Kristjana Helgadóttir, Borgþór Gunnarsson, Hjalti Þórarinsson og Kjartan.

Síðan lá leiðin austur í átthagana. Á heimili foreldra okkar á Vopnafirði gaf sr. Jakob Einarsson á Hofi þau Ragnhildi og Kjartan saman í hjónaband hinn 30. júní. Varð hin unga tengdadóttir þegar hvers manns hugljúfi í okkar stóru fjölskyldu.

Ungu hjónin áttu heima um skamman tíma á Akureyri og í Reykjavík en árið 1950 mátti segjaað örlög þeirra réðust. Þá tók Kjartan við héraðslæknisembætti á Höfn í Hornafirði og þar áttu þau heima óslitið upp frá því. Kjartans beið erfitt og annasamt starf í víðlendu og ógreiðfæru héraði og álagið var mikið á eiginkonu hans og heimili. Ekki mun Ragnhildur alltaf hafa orðið svefnsamt um nætur þegarhún vissi eiginmann sinn vera að brjótast áfram yfir beljandi jökulár eða fönnum þakta fjallvegi. En Kjartan var ókvalráður og þolinn ferðamaður og ekki urðu jökulvötn in honum að aldurtila - nema ef til vill óbeinlínis.

Heimili þeirra hjónanna var fagurt og rausnarlegt enda átti húsfreyjan fáa sína líka í heimilishaldi. Gestagangur var mikill bæði af venslamönnum og vandalausum á ýmsum árstímum og öllum fagnað með vinsemd og veislukosti.

Þeim Ragnhildi og Kjartani fæddust fjögur mannvænleg börn, Birna, Árni, Anna og Sigbjörn, sem öll eru hin farsælustu í námi og starfi og þrjú hin eldri farin að ala upp nýja kynslóð.

Þegar börnin fóru að dveljast langdvölum fjarri heimilinu gerðist Ragnhildur læknaritari við heilsugæslustöðina í Höfn. Undi hún því starfi ágætlega og ávann sér hylli samstarfsfólks síns.

En "fögnuður vor skal fyrstur enda taka", segir í undurfögru Broti sveitunga míns og vinar, Þorsteins Valdimarssonar skálds frá Teigi. Vorið 1978 varð Kjartan bráðkvaddur úti í Skotlandi þar sem þau hjónin voru þá stödd í leyfi ásamt nokkrum vinum sínum. Hann varð mörgum harmdauði og Ragnhildi varð fráfall hans óbærilega sárt. Árin liðu og vinir og ættmenni báðu og vonuðu að tíminn, sá mikli læknir, megnaði að stilla þessa kvöl. En gleði þessarar góðu konu var slokknuð og varð ekki vakin á ný. Engin læknisráð komu að haldi og að lokum þurfti þeirra ekki lengur við því að eins og Edith Södergran segir:

Smartan ger oss allt vad við behöva -

hon ger oss nycklerna till dödens rike.

Megi Ragnhildur hvíla þar í friði.

Sigrún Árnadóttir