ESANDI Víkverja hringdi og kvaðst vilja láta í ljós öndverða skoðun við það, sem komið hefði fram í Víkverja á dögunum um gosbrunninn í Tjörninni. Hann taldi þennan gosbrunn vita þarflausan. Hann sagði: "Tjörnin og umhverfi hennar að fjallahringum meðtöldum er einhver fegursti staður í borginni.
ESANDI Víkverja hringdi og kvaðst vilja láta í ljós önd verða skoðun við það, sem komið hefði fram í Víkverja á dögunum um gosbrunninn í Tjörninni. Hann taldi þennan gosbrunn vita þarflausan. Hann sagði:

"Tjörnin og umhverfi hennar að fjallahringum meðtöldum er einhver fegursti staður í borginni. Gosbrunnurinn sem Víkverji vék að í dálki sínum nýlega eykur ekki á þá fegurð nema síður sé. Hann raskar hinni undursamlegu kyrrð og næði sem einkennir þennan stað. Gosbrunnurinn var án efa gefinn af góðum hug en slíkt fyrirbrigði er þarflaust í náttúruperlu eins og hér um ræðir."

Já, þannig hljóðaði umsögn lesandans um gosbrunninn í Tjörninni í Reykjavík. Sitt sýnist hverjum, en Víkverji þekkir til ungra barna, sem búa í nágrenni Tjarnarinnar, sem eru afskaplega upptekin af gosbrunninum og þau voru búin að spyrja foreldra sína æði oft í vor, hvernig á því stæði að gosbrunnurinn væri bilaður. Nú mun viðgerð hins vegar lokið sumum til ánægju og öðrum til ama. Guði sé lof eru ekki allir sammála.

ÍKVERJI fór um Hvalfjarðar göngin á meðan akstur um þau var gjaldfrjáls. Þetta mannvirki er stórkostleg samgöngubót og þeim aðilum, sem að hafa staðið, til mikils sóma. En hjátrúin er ekki langt undan á þessari miklu tækniöld. Göngin eiga sér sem sé verndara, sem er síðskeggjaði einbúinn í Staupasteini.

Í pésa, sem Spölur ehf. hefur gefið út, er fjallað sérstaklega um verndara Hvalfjarðarganga, Staupa-Stein. Þar segir: "Einbúinn Staupa-Steinn er sérstakur vinur og verndari Hvalfjarðarganga. Þessi geðþekki, síðhærði og skeggjaði karl er fáum sýnilegur. Hann er kenndur við bústað sinn, Staupastein á Skeiðhóli, nálægt Hvammsvík í Hvalfirði, og unir sér vel á þeim slóðum. Erla Stefánsdóttir sjáandi hefur oft staldrað við hjá karli og lýsir honum sem góðlyndum, gamansömum og sérlega barngóðum.

Best skemmtir hann sér þegar fjölskyldufólk staldrar við nálgæt Staupasteini og krakkar leika sér með bolta á meðan foreldrar njóta útilofts og náttúrufegurðar. Staupa-Steinn veit nefnilega ekkert skemmtilegra en atast í boltaleikjum með krökkum."

G ÁFRAM segir um Staupa- Stein: "Þórhildur Jónsdóttir teiknaði Staupa-Stein með hliðsjón af vatnslitamynd frá Erlu sjáanda. Hugmyndin að því að ráða einbúann til kynningarstarfa fyrir Spöl ehf. kviknaði í almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. Erla gerði sér ferð upp í Hvalfjörð um páskahelgina 1997 til að kanna hvernig þetta legðist í karlinn. Skemmst er frá að segja að hann varð bæði upp með sér og glaður. Erla veit einungis um 8 einbúa sömu ættar á Íslandi. Einn býr t.d. við Brynjudalsá í Hvalfirði, tveir eru í Kópavogi og einn nálægt þjóðveginum við Blönduós.

Kletturinn Staupasteinn er friðlýstur sem náttúruvætti. Á honum eru þekkt að minnsta kosti fjögur nöfn: Prestur, Steðji, Karlinn í Skeiðhól og Staupasteinn.

Mörg dæmi eru um að huldufólk og álfar hafi látið til sín taka ef þeim þykir vegagerðarmenn gerast nærgöngulir við híbýli sín og verustaði. Engin slík vandamál komu upp við gerð Hvalfjarðarganga."

Þetta var frásögnin af verndara Hvalfjarðarganga. Hvað sem öllu líður er ljóst að einstakt lán hefur verið við gerð ganganna. Ekkert alvarlegt slys varð við gerð þeirra á meðan á verktíma þeirra stóð.