KAUPÞING hf.-fjárfestingarbanki og Mosfellsbær hafa gengið frá samkomulagi um að Kaupþing muni annast skuldabréfaútboð að fjárhæð 200 milljónir króna fyrir bæjarfélagið. Kaupþing sölutryggir útboðið og er ávöxtunarkrafan 4,88% eða hin lægsta sem íslensku sveitarfélagi hefur boðist að því er fram kemur í frétt frá Kaupþingi.
ÐKaupþing með skuldabréfaútboð

fyrir Mosfellsbæ

Lægsta ávöxtunarkrafa sveitarfélags

KAUPÞING hf.-fjárfestingarbanki og Mosfellsbær hafa gengið frá samkomulagi um að Kaupþing muni annast skuldabréfaútboð að fjárhæð 200 milljónir króna fyrir bæjarfélagið. Kaupþing sölutryggir útboðið og er ávöxtunarkrafan 4,88% eða hin lægsta sem íslensku sveitarfélagi hefur boðist að því er fram kemur í frétt frá Kaupþingi.

Á myndinni sjást Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, undirrita samning vegna útboðsins. Fyrir aftan þá eru frá vinstri: Pétur Jens Lockton, fjárreiðustjóri Mosfellsbæjar, Ingólfur Helgason og Jónas Þorvaldsson frá Kaupþingi.

Tilgangur lántökunnar er að fjármagna byggingu skóla og íþróttamannvirkja í Mosfellssveit. Á næstunni verður tekið í notkun íþróttahús við Varmá og verður það tengt eldra íþróttahúsi og sundlaug. Unnið er að stækkun Varmárskóla til að auðvelda einsetningu hans. Auk þess eru fyrirhugaðar framkvæmdir við skólamannvirki í nýjum hverfum í vesturhluta bæjarins.