GENERAL Motors Corp. bílafyrirtækið mun sameina Norður-Ameríku-starfsemina og alþjóðleg umsvif í eina hnattræna skipulagsheild til að gera mesta bílaframleiðanda heims fljótvirkari og skilvirkari í atvinnugrein, þar sem samkeppni fer harðnandi. Fyrirtækið segir að forstöðumaður hnattrænu deildarinnar verði Richard Wagoner jr., sem var einnig skipaður foreti stjórnar og aðalrekstrarstjóri.


GM myndar

hnattræna

skipulagsheild

Detroit. Reuters.

GENERAL Motors Corp. bílafyrirtækið mun sameina Norður-Ameríku-starfsemina og alþjóðleg umsvif í eina hnattræna skipulagsheild til að gera mesta bílaframleiðanda heims fljótvirkari og skilvirkari í atvinnugrein, þar sem samkeppni fer harðnandi.

Fyrirtækið segir að forstöðumaður hnattrænu deildarinnar verði Richard Wagoner jr., sem var einnig skipaður foreti stjórnar og aðalrekstrarstjóri. Forseti GM og aðalrekstrarstjóri, Jack Smith, verður áfram stjórnarformaður og yfirrekstrarstjóri.

Ákvörðunin um að koma á fót einni hnattrænni deild er í samræmi við ráðstafanir sem Ford Motor fyrirtækið, annar mesti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, gerði fyrir fjórum árum. Ráðamenn GM segja að ákvörðunin um heimsdeildina muni breiða úr skipulagi fyrirtækisins og einfalda það. Nýja deildin verður köllup GM Automotive Operations.

Einfaldara og hraðvirkara "Við þurftum að reyna að einfalda skipulagið svo að það yrði hraðvirkara," sagði Wagoner fréttamönnum og starfsmönnum GM í aðalstöðvum fyrirtækisins. "Við verðum að koma fram sem eitt fyrirtæki á árangursríkari hátt en við höfum gert hingað til."

Nýju heimssamtökin munu ná til fjögurra svæða ­ Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu, Kyrrahafs og Rómönsku Ameríku/Miðausturlanda/Afríku. Ronald Zarrella, markaðsstjóri GM, verður forstöðumaður Norður-Ameríkusvæðisins.

Smith neitaði því að um niðurskurð væri að ræða og kvað breytinguna gera framleiðandunum kleift að samræma aðferðir og kerfi um allan heim til að gera framleiðsluna skilvirkari og arðvænlegri.

Verkföllin í verksmiðjum GM í sumar í Flint, Michigan, nánast lömuðu alla Norður-Ameríkustarfsemina og kostaði fyrirtækið 2,8 milljarða dollara. GM hefur áður tilkynnt að Delphi-bílapartaverksmiðja fyrirtækisins verði skilin frá því á næsta ári og sameinuð fimm bifreiðaverksmiðjum þess ­ Buick, Cadillac, Chevrolet, Oldsmobile og Pontiac-GMC ­ í eina miðstýrða skipulagsheild.