"Vegna fréttar Morgunblaðsins um prófkjör á Reykjanesi og umræður frambjóðenda á sunnudaginn var þætti mér að gefnu tilefni vænt um að eftirfarandi kæmi fram: a) Ágreiningurinn í sjávarútvegsmálum snýst fyrst og fremst um hvort núverandi eignarhald dugar til að íslenskur almenningur njóti arðsins af fiskstofnunum.
Athugasemd við frétt um prófkjör á Reykjanesi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Markúsi Möller:

"Vegna fréttar Morgunblaðsins um prófkjör á Reykjanesi og umræður frambjóðenda á sunnudaginn var þætti mér að gefnu tilefni vænt um að eftirfarandi kæmi fram:

a) Ágreiningurinn í sjávarútvegsmálum snýst fyrst og fremst um hvort núverandi eignarhald dugar til að íslenskur almenningur njóti arðsins af fiskstofnunum. Það hefur lítið sem ekkert með eiginlega stjórn veiðanna að gera, þótt algengt sé að þessu tvennu sé ruglað saman í umræðunni.

b) Um tillögur Péturs Blöndal sagði ég efnislega að upplagt væri að byrja með þær og að frá þeim þyrfti ekki að breyta nema um næðist víðtæk sátt. Að baki þeim orðum liggur sú skoðun að hægt sé að gera enn betur hvað varðar jöfnun hagsveiflna og rekstraröryggi í útgerð og að huga þurfi betur að stöðu viðkvæmustu byggðanna."