Á FUNDI útvarpsráðs í gær, þar sem tekin voru fyrir ráðningarmál Jóns Gunnars Grjetarssonar, fréttamanns Sjónvarps, var lögð fram álitsgerð lögfræðings RÚV og álitsgerð lögfræðings BHM, sem varaformaður útvarpsráðs lagði fram á fundinum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri lagði fram tillögu sem útvarpsráðsmenn féllust á.
Fastráðning fréttamanns Sjónvarps útilokuð

Á FUNDI útvarpsráðs í gær, þar sem tekin voru fyrir ráðningarmál Jóns Gunnars Grjetarssonar, fréttamanns Sjónvarps, var lögð fram álitsgerð lögfræðings RÚV og álitsgerð lögfræðings BHM, sem varaformaður útvarpsráðs lagði fram á fundinum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri lagði fram tillögu sem útvarpsráðsmenn féllust á. Útvarpsstjóri fól Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sjónvarps, nánari útfærslu tillögunnar. Tillaga útvarpsstjóra verður því til skoðunar hjá framkvæmdastjóra Sjónvarps og segist hann búast við niðurstöðu um málefni Jóns Gunnars fljótlega, en vildi ekki tjá sig efnislega um hvað tillaga útvarpsstjóra fól í sér. Sé verkaskipting milli útvarpsstjóra og framkvæmdastjóra í ráðningarmálum höfð í huga er ljóst að um fastráðningu fréttamannsins verður ekki að ræða, þar sem framhald málsins verður í höndum framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri sér um lausráðningar en útvarpsstjóri um fastráðningar starfsmanna RÚV.