MIKLU magni heilsufarsupplýsinga um skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar hefur verið safnað og þær skrásettar í dreifðum gagnabönkum og skrám bæði af hálfu stjórnvalda og ýmissa heilsufélaga. Þessi gagnasöfn innihalda yfirleitt viðkvæmar persónuupplýsingar, sem eru oft geymd undir nafni eða kennitölu. Er öryggi þeirra varið með ströngum aðgangstakmörkunum.
SGagnabankar og skrár með viðkvæmum heilbrigðisupplýsingum

Fóstureyðingar

og ófrjósemisaðgerðir skráðar

MIKLU magni heilsufarsupplýsinga um skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar hefur verið safnað og þær skrásettar í dreifðum gagnabönkum og skrám bæði af hálfu stjórnvalda og ýmissa heilsufélaga. Þessi gagnasöfn innihalda yfirleitt viðkvæmar persónuupplýsingar, sem eru oft geymd undir nafni eða kennitölu. Er öryggi þeirra varið með ströngum aðgangstakmörkunum.

Landlæknisembættið varðveitir ýmsar aðgreindar persónubundnar skrár vegna eftirlitshlutverks embættisins. Meðal þeirra eru skrá yfir alnæmissjúklinga, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Þar eru skráðar persónutengdar upplýsingar. Annast einn starfsmaður embættisins varðveislu fóstureyðinga- og ófrjósemisskránna. Gilda strangar reglur um meðferð þeirra og er aðgangur að upplýsingunum takmarkaður. Að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis hefur verið til umræðu að undanförnu að afmá nöfn viðkomandi einstaklinga úr skránum þannig að þar komi eingöngu fram fæðingarmánuður og fæðingarár.

Landlækni ber samkvæmt lögum að halda sérstakar skrár um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir vegna eftirlitshlutverks embættisins, skv. upplýsingum Ólafs Ólafssonar landlæknis.

Skrá um sjúkrahúslegu í heilbrigðisráðuneyti

Heilbrigðisráðuneytið hefur um nokkurra ára skeið safnað og tölvuskráð svokallaðar vistunarupplýsingar frá sjúkrahúsum landsins þar sem skrásett er hverjir leggjast inn á sjúkrahús, legutími sjúklings og sjúkdómsgreining hans. Þetta er gert að fengnu leyfi landlæknis og Tölvunefndar. Kennitölur allra sjúklinga eru dulritaðar áður en upplýsingar eru færðar í skrána til að vernda persónuauðkenni og hefur aðeins einn starfsmaður ráðuneytisins aðgang að henni. Matthías Halldórsson telur eðlilegra fyrirkomulag að þessi skrá verði falin landlækni til varðveislu, en að upplýsingarnar séu geymdar í ráðuneyti, sem lúti pólitískri yfirstjórn.

Þessar upplýsingar koma fram í greinum sem birtar eru í Morgunblaðinu í dag í greinaflokknum Erfðir og upplýsingar.

Gagnabankar og persónuvernd/??