"Takk fyrir útspilið, makker," sagði austur brosandi og vestur svaraði í sömu mynt, eins og til var ætlast: "Þakka þér sömuleiðis fyrir snjalla vörn, makker minn." Suður leit þreytulega til lofts, en gat svo sem ekkert sagt. Því óneitanlega höfðu AV staðið sig vel. Suður gefur; enginn á hættu.
"Takk fyrir útspilið, makker," sagði austur brosandi og vestur svaraði í sömu mynt, eins og til var ætlast: "Þakka þér sömuleiðis fyrir snjalla vörn, makker minn." Suður leit þreytulega til lofts, en gat svo sem ekkert sagt. Því óneitanlega höfðu AV staðið sig vel.

Suður gefur; enginn á hættu.

KG5

542

D109

KG109

7432

DG7

742

654

D106

K1098

Á63

D73

Á98

Á63

KG85

Á82­ ­ ­ 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass

Útspil: Hjartadrottning.Lítum nú á hvernig suður spilaði. Hann gaf fyrsta slaginn og vestur hélt þá áfram með hjartagosa, sem austur yfirtók með kóng og spilaði níunni til baka, þegar suður gaf aftur. Suður byrjaði auðvitað á tíglinum og austur tók strax á ásinn, en í stað þess að taka slag á þrettánda hjartað spilaði hann tígli hlutlaust til baka!

Bæði útspil vesturs og vörn austurs bentu til að vestur ætti síðasta hjartað, svo sagnhafi var nánast dæmdur til að fara vitlaust í laufið. Eftir að hafa tekið þrjá slagi á tígul tók hann á laufás og svínaði gosanum. Austur drap og dró nú loksins fram hjartatíuna, sem var fimmti slagur varnarinnar.

Vissulega góð vörn, en það er kannski óþarfi að mala eins og köttur við eld.