MIKILVÆGT er að framleiðsla svokallaðrar Japansloðnu gangi vel á komandi vetrarvertíð. Markaðsstaða fyrir loðnu frá Íslandi er þokkaleg í Japan þrátt fyrir að framleiðsla á síðustu vertíð hafi gengið fremur illa. Sveiflur í framboði og verði hafa einkennt loðnuhrognamarkaðinn. Spurn eftir loðnuhrognum hefur minnkað og ársþörfin í Japan er nú talin vera um 3.000 til 3.
Þokkaleg

staða í Japan

MIKILVÆGT er að framleiðsla svokallaðrar Japansloðnu gangi vel á komandi vetrarvertíð. Markaðsstaða fyrir loðnu frá Íslandi er þokkaleg í Japan þrátt fyrir að framleiðsla á síðustu vertíð hafi gengið fremur illa. Sveiflur í framboði og verði hafa einkennt loðnuhrognamarkaðinn. Spurn eftir loðnuhrognum hefur minnkað og ársþörfin í Japan er nú talin vera um 3.000 til 3.500 tonn. Markaðurinn er þó aftur í jafnvægi þar sem framleiðsla á hrognum var hæfileg á síðustu vertíð./2

Minni kvóti

í Eystrasalti

FISKVEIÐINEFND Eystrasaltsins hefur ákveðið að minnka heildarkvóta á þorski, síld og brislingi fyrir næsta ár. Kvóti á síld og brislingi hefur verið óbreyttur undanfarin ár, en þorskkvóti verið að aukast þar til á þessu ári. Það var Alþjóða hafrannsóknaráðið, sem hafði lagt til niðurskurð í ljósi varúðarreglunnar svokölluðu. Niðurskurður á þorskkvóta endurspeglar minnkandi aflabrögð./3

Sviptingar

í Austur-Asíu

MIKLAR sviptingar hafa verið í efnahagsmálum Austur-Asíu síðustu mánuði. Sumir sérfræðingar halda því fram að nú þegar sé hafið verðhjöðnunartímabil í Japan. Þá leiðir minnkandi eftirspurn til verðlækkunar, framleiðsla dregst saman, laun lækka og atvinnuleysi eykst. Í kjölfarið minnkar eftirspurn frekar. Þetta kom fram í máli Jóns Magnúsar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra söluskrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, en hann fór yfir stöðu mála á mörkuðum í Austur-Asíu á markaðsfundi SH í síðustu viku./8