BRESKI leikarinn Kenneth Branagh hefur sett á fót kvikmyndafyrirtæki sem mun einvörðungu framleiða kvikmyndir eftir leikritum Shakespeares. Fyrsta verkefnið verður söngleikur eftir leikritinu Ástarglettum og verður sögusviðið fjórði áratugurinn.
Kvikmyndafyrirtæki um Shakespeare

Shakespeare geisli

af kynþokka

BRESKI leikarinn Kenneth Branagh hefur sett á fót kvikmyndafyrirtæki sem mun einvörðungu framleiða kvikmyndir eftir leikritum Shakespeares.

Fyrsta verkefnið verður söngleikur eftir leikritinu Ástarglettum og verður sögusviðið fjórði áratugurinn. Branagh mun leikstýra og fara með aðalhlutverk í gamanmyndinni og heitir því að hún geisli af kynþokka og verði "skemmtileg og aðgengileg" með tónlist eftir Cole Porter og Irving Berlin. Tökur hefjast snemma á næsta ári.

Branagh hefur einnig sagt að harmleikurinn Makbeð og gamanleikritið Sem yður þóknast verði að öllum líkindum næstu verkefni fyrirtækisins. Branagh, sem hefur leikstýrt og farið með aðalhlutverk í nokkrum myndum eftir leikritum Shakespeare, ætlar að færa hvert leikrit í nýjan og ferskan búning á hvíta tjaldinu.