RÚSSNESKU matvælasýningunni, World Food 98, er nýlega lokið í Moskvu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Íslenskar sjávarafurðir tóku þátt í sýningunni. World Food 98 er alhliða matvælasýning sem miðast fyrst og fremst við kaupendur í Rússlandi og Sovétríkjunum fyrrverandi.
Bjartsýni

í Moskvu

RÚSSNESKU matvælasýningunni, World Food 98, er nýlega lokið í Moskvu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Íslenskar sjávarafurðir tóku þátt í sýningunni.

World Food 98 er alhliða matvælasýning sem miðast fyrst og fremst við kaupendur í Rússlandi og Sovétríkjunum fyrrverandi. Að sögn Páls Gíslasonar, forstöðumanns söluskrifstofu SH í Moskvu, er sýningin mjög stór en í henni taka þátt um 400 erlend matvælafyrirtæki, auk rússneskra dreifi- og heildsölufyrirtækja og rússneskra matvælaframleiðenda. Sýningin var nú haldin í þriðja sinn og segir Páll því fyrirvara hennar mun lengri en það efnahagsástand sem nú varir í Rússlandi. Það ríki því meiri bjartsýni á sýningunni en menn kunni að ætla og kemur fram í fjölmiðlum. "Menn telja að efnahagsástandið í Rússlandi eigi eftir að lagast á næstu vikum. Þá má búast við að það verði veruleg breyting á þeim hópi fyrirtækja sem stunda innflutning og dreifingu á matvælum. Þess vegna er mikilvægt að taka þátt í sýningunni og fylgjast með því hverjir halda velli," segir Páll.