HEILDARAFLI í Chile fyrstu sjö mánuði þessa árs nam samtals 2.572 þúsund tonnum sem er 45% minni afli en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útvegstölum þar í landi. Makrílafli, sem verið hefur mikilvægasta hráefni Chilemanna í fiskimjöl, reyndist vera 1.277 þúsund tonn fyrstu sjö mánuðina sem þýðir 42,6% samdrátt miðað við sama tíma í fyrra.

Mun minni

afli í Chile

HEILDARAFLI í Chile fyrstu sjö mánuði þessa árs nam samtals 2.572 þúsund tonnum sem er 45% minni afli en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útvegstölum þar í landi. Makrílafli, sem verið hefur mikilvægasta hráefni Chilemanna í fiskimjöl, reyndist vera 1.277 þúsund tonn fyrstu sjö mánuðina sem þýðir 42,6% samdrátt miðað við sama tíma í fyrra. Ansjósuaflinn dróst saman um 75,3% milli áranna og var fyrstu sjö mánuðina í ár 378 þúsund tonn.

Á hinn bóginn jókst útflutningur á laxi frá Chile um 15% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samtals voru flutt út 113 þúsund tonn að verðmæti 390 milljónir bandaríkjadala.