Á heimsmeistaramóti í skylmingum, sem nú stendur yfir í La Caux- de-Fonds í Sviss, var sl. mánudag í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti keppt í skylmingum kvenna með höggsverði (saber), sem sýningargrein. Helga Eygló Magnúsdóttir, fulltrúi Íslands, stóð sig vel í keppninni og hreppti sjötta sætið. Eftir riðlakeppni var Helga Eygló í þriðja sæti í uppröðun fyrir 16 manna útsláttarkeppni.


SKYLMINGAR / HM

Helga Eygló

í sjötta sæti

Á heimsmeistaramóti í skylmingum, sem nú stendur yfir í La Caux- de-Fonds í Sviss, var sl. mánudag í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti keppt í skylmingum kvenna með höggsverði (saber), sem sýningargrein. Helga Eygló Magnúsdóttir, fulltrúi Íslands, stóð sig vel í keppninni og hreppti sjötta sætið.

Eftir riðlakeppni var Helga Eygló í þriðja sæti í uppröðun fyrir 16 manna útsláttarkeppni. Í fyrsta bardaganum keppti hún við Rebeccu Van Emden frá Hollandi. Helga sigraði og komst í átta manna úrslit þar sem hún beið lægri hlut fyrir bandarísku stúlkunni Kelly Williams, sem hafnaði í öðru sæti keppninnar. Sigurvegari keppninnar var stúlka frá Kanada, Donna Saworski.

Til þessa hefur ekki verið kvennakeppni í þessari grein skylminga á heimsmeistaramótum en keppnin sem nú var haldin er liður í því að taka hana upp sem fasta keppnisgrein.