NÆRRI annar hver þorskur af Íslandsmiðum á síðasta ári fór í salt, enda betri afkoma í söltun þá en frystingu. Alls fóru um 98.000 tonn af þeim gula í saltið og þaðan á markaði víða um heim, mest í Portúgal og á Spáni. Þá er söltunin einnig frek til ufsans með rúmlega helming, enda sú verkun sem hvað bezt kemur út í ufsavinnslu.
Söltun Mest saltað

af þorskinum

NÆRRI annar hver þorskur af Íslandsmiðum á síðasta ári fór í salt, enda betri afkoma í söltun þá en frystingu. Alls fóru um 98.000 tonn af þeim gula í saltið og þaðan á markaði víða um heim, mest í Portúgal og á Spáni. Þá er söltunin einnig frek til ufsans með rúmlega helming, enda sú verkun sem hvað bezt kemur út í ufsavinnslu. Landfrystingin náði til sín 52 tonnum af þorski í fyrra og vinnsluskipin voru með 39.000 tonn. Karfinn fer nánast allur í frystingu og skiptist jafnt milli lands og sjávar, en töluvert var einnig selt óunnið utan í gámum og með flugi, en þáttur flugsins í útflutningi á ferskum fiski fer vaxandi.

Kaupendur FJÖLDI fiskkaupenda hér á landi hefur verið mjög stöðugur undanfarin ár, sama hvort miðað er við smáa eða stóra kaupendur. Þeir sem kaupa meira en 5.000 tonn á ári voru í fyrra 42, en flestir voru þeir 48 fyrir 10 árum. 130 aðilar í fyrra keyptu meira en 1.000 tonn, en 143 keyptu það magn fyrir áratug. Síðustu 6 árin hafa kaupendur að 100 tonnum eða meiru verið í kringum 250 en voru flestir 306 árið 1988. Verra er að henda reiður á fjölda þeirra sem kaupa minna en 100 tonn.