TOGARINN Rauðinúpur ÞH-160, sem gerður er út af Jökli hf. á Raufarhöfn, fer í slipp í Gdansk í Póllandi í upphafi næsta árs. Að sögn Haralds Jónssonar, útgerðarstjóra Jökuls, er ráðgert að setja þriðju togvinduna og búnað sem henni fylgir í togarann, auk þess sem perustefni mun prýða Rauðanúp að loknum breytingum.

Rauðanúpi

breytt í Póllandi

TOGARINN Rauðinúpur ÞH-160, sem gerður er út af Jökli hf. á Raufarhöfn, fer í slipp í Gdansk í Póllandi í upphafi næsta árs. Að sögn Haralds Jónssonar, útgerðarstjóra Jökuls, er ráðgert að setja þriðju togvinduna og búnað sem henni fylgir í togarann, auk þess sem perustefni mun prýða Rauðanúp að loknum breytingum. Að auki verður reglulegu viðhaldi togarans sinnt, svo sem málningu og sandblæstri. Fyrirhugaðar breytingar munu kosta 35 milljónir króna, með tækjum og búnaði, en verkið á að taka alls 35 vinnudaga.