FISKVEIÐINEFND Eystrasaltsins hefur ákveðið að minnka heildarkvóta á þorski, síld og brislingi fyrir næsta ár. Kvóti á síld og brislingi hefur verið óbreyttur undanfarin ár, en þorskkvóti verið að aukast þar til á þessu ári. Það var Alþjóða hafrannsóknaráðið, sem hafði lagt til niðurskurð á kvóta síldar og brislings í ljósi varúðarreglunnar svokölluðu.
Minni kvóti

í Eystrasalti

FISKVEIÐINEFND Eystrasaltsins hefur ákveðið að minnka heildarkvóta á þorski, síld og brislingi fyrir næsta ár. Kvóti á síld og brislingi hefur verið óbreyttur undanfarin ár, en þorskkvóti verið að aukast þar til á þessu ári. Það var Alþjóða hafrannsóknaráðið, sem hafði lagt til niðurskurð á kvóta síldar og brislings í ljósi varúðarreglunnar svokölluðu. Niðurskurður á þorskkvóta endurspeglar á hinn bóginn minnkandi aflabrögð.

Á næsta ári verður leyfilegt að veiða 570.000 tonn af síld úr Eystrasalti öllu, sem er 110.000 tonnum minna en í fyrra. Brislingskvóti verður nú 468.000 tonn í stað 550.000 tonna á þessu ári. Leyfilegur þorskafli á næsta ári verður 126.000 tonn, en á þessu ári má alls veiða 145.000 tonn. Í fyrra var leyfilegur afli 180.000 tonn. Skýringin á minnkandi þorskstofni er skortur á söltum, súrefnisríkum sjó, flæði slíks sjávar inn í Eystrasaltið hefur minnkað vegna veðurfars.

510.000 tonn af laxi

Leyfilegum heildarafla á laxi er haldið niðri eins og undanfarin ár, en alls má þó veiða um 510.000 tonn af laxi í sjó í Eystrasaltinu og flóum inn af því. Þetta er sami heildarafli og hefur verið á þessu ári og því síðasta. Kvótanum er haldið niðri til að meira af laxi nái að ganga til hrygningar í árnar, en laxagöngur þessu svæði hafa aukizt á ný í ár.