FÉLAGSFUNDUR verður haldinn hjá Samtökum lungnasjúklinga fimmtudaginn 8. október í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20. Á fundinum kemur Óskar Einarsson, sérfræðingur í lungnasjúkdómum og gjörgæslulækningum.
Fyrirlestur um lungnakrabbamein

FÉLAGSFUNDUR verður haldinn hjá Samtökum lungnasjúklinga fimmtudaginn 8. október í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20.

Á fundinum kemur Óskar Einarsson, sérfræðingur í lungnasjúkdómum og gjörgæslulækningum. Óskar vinnur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hjá Landhelgisgæslu Íslands og einnig á Reykjalundi, en einmitt þaðan kannast margir lungnasjúklingar vel við hann.

Um þessar mundir er Evrópuvika og er hún að þessu sinni tileinkuð umfjöllun um krabbamein í körlum. Óskar ætlar í fyrirlestri sínum nú að fjalla um lungnakrabbamein sem ekki er vandamál karlmannanna einna heldur einnig kvenna. Óskar mun ræða um þennan sjúkdóm, áhrif hans á aðstandendur og umhverfi hinna sjúku. Einnig mun hann koma inn á orsakir og ýmsa meðferðarmöguleika.

Félagsfundurinn er öllum opinn, hvort sem þeir eru í samtökunum eða ekki.