TVÆR umsóknir bárust um lóð við Mýrarveg þar sem byggja á íbúðir fyrir eldri borgara, annars vegar frá Páli Alfreðssyni og hins vegar Fjölni ehf. Umsækjendum var boðið að leggja fram hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Hugmynd Páls Alfreðssonar var að byggja tvö fimm hæða hús, en hugmynd Fjölnis var að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. Bílakjallari á að vera undir húsunum.
Tvær umsóknir um íbúðir eldri borgara

TVÆR umsóknir bárust um lóð við Mýrarveg þar sem byggja á íbúðir fyrir eldri borgara, annars vegar frá Páli Alfreðssyni og hins vegar Fjölni ehf.

Umsækjendum var boðið að leggja fram hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Hugmynd Páls Alfreðssonar var að byggja tvö fimm hæða hús, en hugmynd Fjölnis var að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. Bílakjallari á að vera undir húsunum.

Skipulagsnefnd hefur fjallað um umsóknirnar og telur að punkthús frá Páli Alfreðssyni henti betur á lóðinni en aðrar tillögur sem bárust, en að mati nefndarinnar má endurskoða hæð húsanna. Telur nefndin rétt að sérstök kynning fari fram á deiliskipulagstillögu meðal íbúa við norðanverðan Mýrarveg og austan Kotárgerðis. Bygginganefnd fjallar um umsóknir og tillögur á fundi í dag, miðvikudag.