?san dýrari en ráðuneytið segir Sæbjörg lækkaði verðið í gær vegna hagstæðra innkaupa ?SUFLÖKIN kosta 58 krónum meira hvert kíló út úr búð, heldur en fram kom í útreikningum hagdeildar fjármálaráðuneytisins og er skýringin sú, að sögn Gísla Blöndal hjá...

?san dýrari en ráðuneytið segir Sæbjörg lækkaði verðið í gær vegna hagstæðra innkaupa ?SUFLÖKIN kosta 58 krónum meira hvert kíló út úr búð, heldur en fram kom í útreikningum hagdeildar fjármálaráðuneytisins og er skýringin sú, að sögn Gísla Blöndal hjá Kaupstað og Miklagarði, að ráðuneytið notar of lágt innkaupsverð í sínum útreikningum og rangar álagningartölur. Fiskbúðin Sæbjörg náði hagstæðum samningum um fiskkaup um helgina og lækkaði þess vegna verðið um 8% í gær og í dag. Vegna þess fór verð á ýsuflökum niður fyrir 400 krónur.

Gísli segir að innkaupsverðið sem ráðuneytið notar, 95 krónur kílóið, sé of lágt. Fiskverð á mörkuðum sé hærra og í verðútreikningum sé verðið 114 krónur haft til grundvallar. Þá segir hann rangt hjá ráðuneytinu, að álagning heildsala sé 30,5%, þarna sé í fyrsta lagi ekki einungis um álagningu að ræða, heldur einnig vinnslukostnað við flökun og snyrtingu. Þessi kostnaðarliður sé 35%. Ennfremur segir hann álagningartölu ráðuneytisins fyrir smásöluna vera ranga, ráðuneytið segir hana vera 25%, en Gísli segir hana vera 15%

Að öllu samanlögðu hafi því ýsuflökin kostað 446 krónur kílóið og er reikningsaðferðin sama og hjá ráðuneytinu. Verðið hefur því lækkað, segir Gísli, frá því sem hefði orðið í söluskattskerfi, úr 487 krónum, eða um 41 krónu og erþað 8,42% lækkun.

Óskar Guðmundsson hjá Fiskbúðinni Sæbjörgu segir verð á ýsuflökum vera reiknað hjá þeim eftir innkaupsverði hvers dags. Um helgina náðust hagstæðir samningar um innkaup, sem duga til tveggja daga, það er í gær og í dag. Af þeim sökum lækkar verðið um 8% frá því fyrir helgi. Þessi lækkun dugði til að kílóið af ýsuflökum fór niður fyrir 400 krónur hjá Sæbjörgu og þeim verslunum sem kaupa þaðan, að sögn Óskars.

Hann segir að á morgun verði komið nýtt verð sem fari eftir innkaupum í dag og hann bjóst við að það verði hærra.

Hæsta verð á ýsu á fiskmörkuðum síðan um jól hefur verið á bilinu 90 til 156 krónur og meðalverð 80 til 143 krónur kílóið. Í gær var hæsta verð um 130 krónur. Óskar Guðmundsson segir að hæsta markaðsverð sé það sem fisksalar kaupa á, þar sem þeir reyni ávallt að kaupa besta fiskinn.