Keflavík: Sá orrustuflugmönnum fyrir linsum Gleraugnaverslun Keflavíkur hefur tekið að sér að sjá orr ustuflugmönnum á Keflavíkurflugvelli fyrir snertilinsum ístað gleraugna.

Keflavík: Sá orrustuflugmönnum fyrir linsum Gleraugnaverslun Keflavíkur hefur tekið að sér að sjá orr ustuflugmönnum á Keflavíkurflugvelli fyrir snertilinsum ístað gleraugna. Hjá flughernum gilda strangar reglur um þessi mál ­ og fram til þessa hafa flugmenn orðið að notast við gömlu góðu gleraugun.

Við sáum frétt í erlendum fréttum Morgunblaðsins í sumar þess efnis að flugherinn hefði gefið sínum mönnum grænt ljós á að nota snertilinsur og stuttu síðar komu nokkrir orrustuflugmenn í verslun okkar á Keflavíkurflugvelli og óskuðu eftir að við sæjum þeim fyrir snertilinsum," sagði Kjartan Kristjánsson sjóntækjafræðingur, sem ásamt Pétri Christiansen rekur Gleraugna verslun Keflavíkur og útibú verslunarinnar á Keflavíkurflugvelli. Kjartan sagði að mikill áhugi væri hjá flugmönnum fyrir snertilins unum og nú væru um 10 orrustu þotuflugmenn komnir með linsur frá þeim félögum.

Miklar framfarir hafa orðið ígerð snertilinsa á síðustu árum, þær eru gerðar úr blöndu úr sílikoni og þykja þægilegar að ganga með. Dr. William Klein læknir 57. orrustuflugsveitarinnar sagði að gleraugun hefðu skapað ýmiskonar vandamál hjá flugmönnum og þá sérstaklega þegar þeir væru með öndunargrímur og annan útbúnað. Því væri mikil bót fyrir sína menn að eiga þess nú kostað nota hinar fullkomnu snertilins ur.

BB

Morgunblaðið/Björn Blöndal

Nokkrir orrustuflugmenn á Keflavíkurflugvelli sem fengið hafa snertilinsur hjá Gleraugnaverslun Keflavíkur við eina þotu sína ásamt sjóntækjafræðingunum Kjartani Kristjánssyni, lengst til vinstri, og Pétri Christiansen, lengst til hægri.