Snjólítið á skíðastöðum í Ölpunum Hefur ekki enn komið niður á skíðaferðum frá Íslandi SNJÓR hefur verið takmarkaður á flestum af stóru skíðastöðunum í Ölpunum í vetur.

Snjólítið á skíðastöðum í Ölpunum Hefur ekki enn komið niður á skíðaferðum frá Íslandi

SNJÓR hefur verið takmarkaður á flestum af stóru skíðastöðunum í Ölpunum í vetur. Lítillega snjóaði í Frakklandi og Austurríkium jólin, en síðan þá hefur snjórinn bráðnað jafnt og þétt. Ekkerthefur snjóað í V-Þýskalandi, Sviss og flestum skíðastöðum á Ítalíu.

Fullbókað var á nær alla skíðastaði í Ölpunum milli jóla og nýárs, en snjórinn lét sig vanta þriðja árið í röð. Margir héldu heim áður en fríið var búið. Hópur Íslendinga lenti í þeirri aðstöðu að horfa uppí grænar skíðabrekkurnar í Austurríki. Að undanförnu hefur nokkuð verið um að skíðaferðir, einkum til Sviss og Ítalíu, hafi verið felldar niður frá öðrum Evrópulöndum.

Þetta snjóleysi hefur enn ekki komið við íslensku ferðaskrifstofurnar, sem bjóða upp á skíðaferðir. Íslenskir skíðaáhugamenn fara yfirleitt ekki í þessar ferðir fyrr ení lok janúar, en þá getur snjór þakið skíðasvæðin í Ölpunum.

Sigrún Sigurðardóttir hjá Samvinnuferðum/Landsýn sagði að almennur samdráttur í þjóðfélaginu hafi dregið úr skíðaferðum eins og öðrum ferðum. "Þá horfa þeir sem hafa hug á að fara í skíðaferð til Alpanna á ódýrari ferðir en áður. Við bjóðum upp á pakkaferðir, t.d. til Saalbach, og eru þær hlutfallslega ódýrari en í fyrra."

Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá Úrvali, sem býður t.d. upp á ferðir til Badgastein, tók í sama streng og sagði að þar sem verð á flugi væri hagstæðara í ár, væri hægt að bjóða upp á svipað verð og sl. vetur.

Úrval býður t.d. upp á tveggja vikna pakka til Badgastein: Flug til Salzburg, akstur og gisting í tveggja manna herbergi með hálfu fæði á 55.800 kr. Samvinnuferðir/Landsýn býður t.d. upp á ferð til Saalbach: Flug til Salzburg, akstur og gisting í tvær vikur með morgunverði á kr. 59.800. Á báðum þessum stöðum er verð á skíðapöss um um tólf þúsund kr. í fjórtán daga. Þess má geta að verðmismunur er á milli staða í Austurríki, eða eftir því hvernig aðstöðu er boðið upp á.

Mikil aukning hefur orðið á að skíðamenn fari á eigin vegum í skíðaferðir. "Það er að aukast að fólk, sem hefur áður farið til Austurríkis í skíðaferð, fari á eigin vegum. Þetta fólk þekkir þá vel til lítilla hótela og vill fara á sama stað ár eftir ár. Pantar þá hótelherbergi ári áður, eða um leið og það heldur heim á leið úr skíðaferðinni," sagði Sigrún Sigurðardóttir hjá Samvinnuferðum/Landsýn. "Um leið tekur fólkið áhættu, því að það er ekki öruggt með snjó á svæðinu að ári. Við bjóðum aftur á móti upp á betri tryggingu í þessu sambandi. Við getum fært fólk auðveldlega á milli staða, eða eftir því hvar snjór er hverju sinni."

Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá skíðaáhugamanni, sem hefur skipulagt ferðir sínar sjálfur ár eftir ár, að tveggja vikna ferð kosti hann 65 þús. kr. í ár. Inni í þessu verði eru flug, bílaleigubíll, hótel með hálfu fæði og skíðapassi.

Þessi skíðamaður flýgur héðan til Lúxemborgar og ekur þaðan til Austurríkis.