Ákvörðum um fiskverð ekki í samhengi við kjarasamninga ­ segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ "SÚ deila, sem nú stendur yfir svo og ákvörðun um fiskverð er ekki í nokkru samhengi við almenna kjarasamninga.

Ákvörðum um fiskverð ekki í samhengi við kjarasamninga ­ segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ "SÚ deila, sem nú stendur yfir svo og ákvörðun um fiskverð er ekki í nokkru samhengi við almenna kjarasamninga. Samkvæmt lögum um Verðlagsráð sjávarútvegsins ber því fyrst og fremst að taka mið af markaðsaðstæðum fyrir sjávarafurðir og afkomu veiða og vinnslu við ákvörðum fiskverðs. Sjómenn og útgerðarmenn hafa þurft að sætta sig við verulega tekjuskerðingu vegna aflasamdráttar og tekjur beggja hafa einnig skerzt vegna verðhækkunar á olíu. Þá er víðast um landið greitt meira fyrir fiskinn en lágmarksverð Verðlagsráð er og til þessara staðreynda verður að taka tillit, þegar lágmarksverð er ákveðið næst," sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið.

Nú eru hafnar viðræður vegna almennra kjarasamninga og óttast margir að mögulegir samningar um umtalsverða hækkun launa sjómanna geti hamlað gerð almennra samninga á mjög lágum nótum. Afkoma sjómanna er mjög mismunandi, bæði eftir því hve mikinn kvóta viðkomandi skip hafa og hve mikið af aflanum er selt á erlendum og innlendum fiskmörkuðum. Hugmyndir umað takamarka útflutninginn eða dreifa honum hafa komið upp og má þar nefna aukið kvótaálag, ákveðinn útflutningskvóta á hvert skip sem hlutfall af heildarkvóta þess eða hreinlega uppboð á útflutningsleyfum. Sjávarútvegsráðherra lýsti í haust yfir vilja sínum til aukins kvótaálgs og fiskverkendur og verkalýðssamtökin hafa einnig gert það. Frumvarp til laga um hækkun á kvótaáálg inu, sem nú er 15%, hefur ekki verið flutt enn.

Kristján Ragnarsson segir eðlilegast að öllum útflutningi á ísuðum fiski verði stjórnað af sjávarútvegsráðuneytinu eða LÍÚ í umboði þess, enda sjái LÍÚ nú um siglingar skipanna og tekizt hafi að takmarka þær. Hins vegar hafi útflutningur á fiski í gámum aukizt, jafnvel í desember, þegar fisk hafi víða skort til vinnslu. Lausnin hljóti því að felast í marg umræddri aflamiðlun. Uppboð á útflutningsleyfum sé einfaldlega út í hött og útflutningskvóti sem hlutfall af aflakvóta sé óréttlátur. Það sé óréttlátt, að einhverjar útgerðir, sem aldrei hafi stundað útflutning á ísuðum fiski, fái úthlutað kvóta til þess og geti þá hagnazt á sölu hans á kostnað þeirra, sem erlendu markaðina hafi stundað árum saman og jafnvel byggt þá upp.