Lítið fundist af stórri síld Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er í síldarmælingum inni á Austfjörðum en hefur lítið fundið þar af stórri síld, að sögn Páls Reynissonar leiðangursstjóra.

Lítið fundist af stórri síld Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er í síldarmælingum inni á Austfjörðum en hefur lítið fundið þar af stórri síld, að sögn Páls Reynissonar leiðangursstjóra. Jón Finnsson RE fékk um 5 tonnaf stórri síld í Mjóafirði á fimmtudag og Sif SH fékk þar 11 tonn af stórri síld á föstudag en síldveiðar máttu hefjast á ný á miðvikudag. Sjö skip, sem um áramót áttu um þrjú þúsund tonn óveidd af síldarkvóta sínum á vertíðinni, mega stunda veiðarnar til 20. janúar næstkomandi.

Um eitt þúsund tonn af síldarkvóta frystiskipanna Jóns Finnssonar RE, Stafness KE og Siglfirðings SI er óveiddur og Höfrungur III ÁR, Sif SH, Lyngey SF og Þorri SU eiga um tvö þúsund tonn óveidd af síldarkvóta sínum en 87 skip máttu veiða samtals 96.980 tonn af síld á þessari vertíð.

Kristján Jóhannesson, birgða- og söltunarstjóri Síldarútvegsnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að engin síldveiði hefði verið í janúar 1989 en 4.107 tonn af síld hefðu verið veidd í janúar 1988.