Öllum sagt upp hjá Bílaborg BÍLABORG hf. hefur sagt upp öllu starfsfólki fyrirtækisins, 40-50 manns.

Öllum sagt upp hjá Bílaborg

BÍLABORG hf. hefur sagt upp öllu starfsfólki fyrirtækisins, 40-50 manns. Kristinn Breiðfjörð stjórnarformaður segir að uppsagnirnar séu öryggisráðstöfun þannig að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki bundnar hendur við endurskipulagningu. Flestir starfsmennirnir eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Bílaborg fékk greiðslustöðvun til tveggja mánaða með úrskurði 4. desember síðastliðinn. Liður í endurskipulagningu er sala á húsi félagsins og segir Kristinn að unnið sé að því máli. Kristinn kveðst vonast til að hægt verði að selja húsið í þessum mánuði og ljúka endurskipulagningu á fjárhag fyrirtækisins á greiðslustöðvunartímanum.