Sveinbjörn Helgason vélstjóri Sjá dagar koma, ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið. Í djúpi andans duldir kraftar bíða hin dýpsta speki boðar l´f og frið (Davíð Stefánsson) Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja afa minn í hinsta sinn.

Margar voru þær gleðistundirnar sem við áttum saman í gegnumárin og alltaf gat hann séð skoplegu hliðina á öllu því sem fyrir hann kom. Átti þá til að rifja upp at burðinn í nokkra daga og hló alltaf svo dátt, að maður gat ekki annað en hlegið með honum.

Á uppvaxtarárunum, þegar unglingur er á umbrotatímum að þroskast úr barni í fullorðna manneskju, var yndislegt að vita til þess að tilhans mátti ég alltaf leita og hann reyndi eftir bestu getu að gefa góð ráð og leysa þau mál er upp komu.

Ein af okkar bestu stundum voru jólin, þegar lagið var tekið og sungnir jólasálmar undir messu sjónvarpsins á aðfangadagskvöld.

Þar sem jólin eru hátíð ljóss og friðar veitir það mér styrk að hann kvaddi þetta líf á jólunum og fór til að sinna æðri störfum á framandi stað. Ég veit að hann kvaddi með frið í hjarta og að nú líður honum vel. Hvíli hann í friði og Guð veri með elsku afa mínum.

Þess óskar "elsku vinan hans afa" eins og hann alltaf kallaði mig.

Olga Björk