Sveinbjörn Helgason vélstjóri ­ Minning Fæddur 26. desember 1908 Dáinn 26. desember 1989 Látinn er hjartkær vinur minn, Sveinbjörn Helgason vélstjóri, eftir nokkuð langa sjúkrahúsveru á Vífilsstöðum. Hann hefur alla tíð verið háður öndunarerfiðleikum, astma, frá því að hann, aðeins sjö ára, fékk mjög slæman kíghósta. Á sínum fyrri árum stundaði hann akstur á vörubílum og fólksflutningabílum, var með fyrstu ökumönnum sem óku um Hólsfjöllin og hina víðáttumiklu, en lélegu vegi í Þingeyjarsýslum. Hann vann svoá fiskibátum sem vélstjóri og síðarmeir sem leigubílstjóri fyrir norðanog í Reykjavík.

Sveinbjörn kvæntist 14. desember 1936 Fjólu Guðmundsdóttur, sem var frá Húsavík eins og hann. Bjuggu þau alltaf í farsælu og trúu hjónabandi. Það þótti eftirtektarvert og skemmtilegt, þegar þau bæði voru í kirkjukór Húsavíkurkirkju og bar þá ekki á neinni málhelti hjá Sveinbirni.

Sveinbjörn og Fjóla áttu eina dóttur, Rannveigu Lilju, sem gift er Pétri Bjarnasyni húsasmið. Fjóla andaðist 6. júlí 1978.

Það atvikaðist svo, þegar ný sköpunartogararnir komu 1947 og Sveinbjörn var orðinn bræðslumað ur, að hann kom sem vélstjóri til mín 1949 á Úranus frá Reykjavík, og vorum við saman þar í nokkur ár. Hann var alveg úrvals starfsmaður og ósérhlífinn á allan hátt. Þetta vakti áhuga hans að fara á námskeið í Vélskólanum, þá orðinn sextugur að aldri. Hann starfaði á Úranusi hér við land í 26 ár, og meirihluta þess tíma var hann 1. vélstjóri og farnaðist sérstaklega vel.

Ég kynntist honum svo enn betur, þegar hann bjó hjá okkur Kristínu í húsinu í sjö ár eftir lát konu sinnar.

Sveinbjörn var alltaf mjög vel látinn og vinsæll, hvar sem hannstarfaði eða dvaldi. Mér er einmitt minnisstætt, þegar ég kom í heimsókn til hans á Vífilsstaði, að starfsstúlkurnar minntust á hvað hann væri léttur í lund þótt sárlasinn væri. Þær voru honum einkar hjálplegar og elskulegar, og eru þeim öllum færðar hjartans þakkir fyrir þann tíma, sem hann dvaldist þar.

Við hjónin og fjölskylda okkar eigum eftir að minnast Sveinbjörns fyrir hans traustu vináttu og elskulega viðmót. Við vottum dóttur hans og fjölskyldu innilega samúð.

Jens Hinriksson