Sigríður L. Jóhannsdóttir Lára fæddist í Árgerði, Svarfaðardal, en ólst upp á Sauðanesi á Upsaströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Baldvinsdóttir og Jó hann Gunnlaugsson. Hún giftist Jóhanni Bjarnasyni og bjuggu þau á Siglufirði þar til Jóhann lést. Eina dóttur áttu þau, Láru Jóhönnu, starfandi skrifstofu stúlku í Reykjavík.

Mínar fyrstu minningar frá bernskudögum eru tengdar Láru og hennar heimili. Í þá daga áttum við heima hvor á móti annarri á Grund argötunni og var það gott nýbýli. Lára litla, eins og ég kallaði hana alltaf til aðgreiningar frá móður hennar, Láru stóru, og ég urðum fljótt vinkonur. Þegar ég bjó á Siglunesi kom aldrei annað til greina en að ég byggi hjá Lárunum þegar ég dvaldi í bænum. Þessar heimsóknir eru mér mjög minnisstæðar, ekkisíst sú hlýja sem mætti mér ætíð.

Lára var forstöðukona Gesta- og sjómannaheimilisins á Siglufirði um árabil. Naut hún trausts og virðingar í starfi sínu.

Hún starfaði í Stúkunni Framsókn og var heiðursfélagi í Stórstúku Ís lands.

Árið 1956, eftir lát Jóhanns, fluttu þær mæðgur til Reykjavíkur. Þar starfaði Lára í Ísborg í Austurstræti meðan aldur og heilsa leyfði. Þarsem annars staðar naut hún traustsog vinsælda.

Margar minningar á ég og fjölskylda mín frá þessum árum. Fyrir utan hvað hún lét sér annt um velferð fjölskyldu minnar, verður mér hugsað til margra ánægjustunda sem við áttum hjá hvor annarri. Lára var einstök í garð dætra minna og minnast þær í dag ótal atburða svo og ótakmarkaðs áhuga hennar á því sem þær tóku sér fyrir hendur.

Síðustu áratugina þegar heilsu tók mjög að hraka átti hún öruggt skjól á heimili þeirra mæðgna og annaðist Lára dóttir hennar hana af einstakri ást og umhyggju þar til yfir lauk. Lára hélt fullum andlegum styrk og reisn. Hún lést á annan dag jóla á Vífilsstöðum.

Nú að leiðarlokum sendum við þér, Lára mín, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Löngum og farsælum ævidegi er lokið.

Guðrún I. Oddsdóttir