5. janúar 1999 | Menningarlíf | 107 orð

Árleg viðurkenning RÚV til Sjóns og Péturs

HIN árlega viðurkenning Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins var veitt á gamlársdag við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Að þessu sinni hlutu rithöfundarnir Pétur Gunnarsson og Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) viðurkenningu og féllu 500.000 kr. í hlut hvors.

Árleg viðurkenning

RÚV til Sjóns og Péturs

HIN árlega viðurkenning Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins var veitt á gamlársdag við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Að þessu sinni hlutu rithöfundarnir Pétur Gunnarsson og Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) viðurkenningu og féllu 500.000 kr. í hlut hvors.

Í máli formanns sjóðsins, Inga Boga Bogasonar, kom fram að skáldskapur Péturs einkennist af fágun, natni, fyndni og naumhyggju en Sjón sé þekktur fyrir yfirraunsæisleg verk, gegnsýrð furðum, litum og hljómum.

Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins var stofnaður 1956 og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá. Alls hafa 79 höfundar hlotið viðurkenningu úr honum.Morgunblaðið/Árni Sæberg SJÓN og Pétur Gunnarsson taka við viðurkenningum Rithöfundasjóðs RÚV úr hendi Inga Boga Bogasonar.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.