MJÖG góð karfaveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á Reykjaneshrygg síðustu daga og skipin fengið allt upp í 50 tonn í hali. Nú eru um 20 íslensk skip að veiðum á Reykjaneshrygg. Jóhannes Þorvarðarson, skipstjóri á Klakk SH, sagði í samtali við Morgunblaðið að flest íslensku skipin væru að veiðum utan 200 mílna landhelgislínunnar en hann var sjálfur að veiðum um 35 mílur innan línunnar,
Úthafskarfinn Fá upp

í 50 tonn í hali

MJÖG góð karfaveiði hefur verið hjá íslensku togurunum á Reykjaneshrygg síðustu daga og skipin fengið allt upp í 50 tonn í hali. Nú eru um 20 íslensk skip að veiðum á Reykjaneshrygg. Jóhannes Þorvarðarson, skipstjóri á Klakk SH, sagði í samtali við Morgunblaðið að flest íslensku skipin væru að veiðum utan 200 mílna landhelgislínunnar en hann var sjálfur að veiðum um 35 mílur innan línunnar, ásamt 6 öðrum togurum. Hann sagði veiðina vera ennþá betri utan við línuna og skipin að fá allt upp í 50 tonn í hali.Mokveiði/28