HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hf. er að búa Júpiter ÞH og Neptúnus ÞH undir kolmunnaveiðar og verða skipin með sama trollið en stefnt er að því að þau verði tilbúinn í byrjun maí. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvarinnar, eru skipin í slipp þar sem m.a. er verið að setja spil í Neptúnus.

Júpiter og

Neptúnus

saman á

kolmunna HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hf. er að búa Júpiter ÞH og Neptúnus ÞH undir kolmunnaveiðar og verða skipin með sama trollið en stefnt er að því að þau verði tilbúinn í byrjun maí.

Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvarinnar, eru skipin í slipp þar sem m.a. er verið að setja spil í Neptúnus.

Dæmi eru um að skip hafi togað saman, jafnt uppsjávarfisk sem botnfisk, en Jóhann segir að ástæðan hjá þeim sé sú að vélarkraftur skipanna sé ekki nægur til að stunda kolmunnaveiðar hvort í sínu lagi.

Þetta verður í fyrsta sinn sem skip frá fyrirtækinu fara á kolmunnaveiðar og fær það mann eða menn frá Írlandi til að vera áhöfnunum til leiðsagnar.

Dræm veiði

Um 10 skip hafa verið á kolmunnaveiðum langt suður af landinu undanfarnar vikur en að sögn Tilkynningaskyldunnar voru tvö að veiðum í gær, Bjarni Ólafsson AK og Óli í Sandgerði voru á svæðinu á milli Færeyja og Skotlands. Hákon ÞH var á svipuðum slóðum og kom til Seyðisfjarðar með um 600 tonn í gær en alls hefur verið landað tæplega 72.000 tonnum frá áramótum.

Þetta var fjórði túrinn hjá Hákoni sem hefur samtals landað um 3.000 tonnum. "Þetta var bölvað basl á okkur," sagði Ingjaldur Pétursson vélstjóri. "Við byrjuðum á tveimur fullorðinstúrum, um 1.000 tonn í hvort skipti, og fengum svo 300 tonn en nú vorum við lengi að ná þessum 600 tonnum, 10 daga. Því er ljóst að ekki er um mikla þénustu að ræða. Verðið er lægra en reiknað hafði verið með, um 3.500 krónur á tonnið að ég held, þannig að menn ná ekki upp í tryggingu. Þetta eru engir Smugutúrar, engar milljónir eins og talað er um þegar vel gengur."