SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur vill vekja athygli á því að nýstofnaður Skógarsjóður er sjálfseignarstofnun, stofnaður af félaginu Gírótómbólan, sem nú hefur verið hleypt af stokkunum á vegum Skógarsjóðsins. Sjóðurinn mun starfa sem alhliða styrktarsjóður um landbætur um allt land.
Skógræktarfélag Reykjavíkur

Skógarsjóður

er sjálfseignarstofnun

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur vill vekja athygli á því að nýstofnaður Skógarsjóður er sjálfseignarstofnun, stofnaður af félaginu Gírótómbólan, sem nú hefur verið hleypt af stokkunum á vegum Skógarsjóðsins. Sjóðurinn mun starfa sem alhliða styrktarsjóður um landbætur um allt land.

Í frétt frá sjóðsstjórninni kemur fram að markmið sjóðsins sé að stuðla að skógrækt á Íslandi. Tekið er fram að sjóðurinn styður hvers konar átak til að auka landgæði með ræktun trjágróðurs á Íslandi. Sjóðurinn styrkir einstaklinga og félög til skógræktar með afhendingu trjáplantna. Hann kaupir og leigir lönd á völdum skógræktarsvæðum á Íslandi til úthlutunar til einstaklinga og félaga, sem vilja stunda skógrækt. Auk þess stundar hann skógrækt í eigin nafni, styrkir óvenjuleg, sérstök eða sérhæfð rannsóknarverkefni á sviði skógræktar og hann styrkir gerð skógarskipulags einstaklinga og félaga.

Í stjórn sjóðsins, skipaðir af stjórn Skógræktarfélagi Reykjavíkur, eru Þorvaldur S. Þorvaldsson, Ólafur Sigurðsson og Þórður Þórðarsson, allir í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur.