AÐALVINNINGUR Happdrættis DAS, að upphæð 20 milljónir á einfaldan miða og 40 milljónir á tvöfaldan miða var dreginn út í gær og kom hann á miða númer 37546. A-hluti miðans var seldur í aðalumboði happdrættisins í byrjun happdrættisárs í maí í fyrra. Kaupandi miðans sagði honum hins vegar upp í júlí sama ár og missti því af 20 milljóna króna vinningi nú. B-hluti miðans var óseldur.
Aðalvinningur DAS gekk ekki út

Missti af tuttugu milljónum

AÐALVINNINGUR Happdrættis DAS, að upphæð 20 milljónir á einfaldan miða og 40 milljónir á tvöfaldan miða var dreginn út í gær og kom hann á miða númer 37546.

A-hluti miðans var seldur í aðalumboði happdrættisins í byrjun happdrættisárs í maí í fyrra. Kaupandi miðans sagði honum hins vegar upp í júlí sama ár og missti því af 20 milljóna króna vinningi nú. B-hluti miðans var óseldur.

Heildarfjöldi vinninga í apríl var 4.136 og heildarverðmæti rúmar 84 milljónir. Nýtt happdrættisár er að hefjast hjá DAS en happdrættið er 45 ára um þessar mundir. Í tilefni tímamótanna verður fyrsti útdráttur í Sjónvarpinu föstudaginn 14. maí.