ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menningarsjóði fyrir árið 1999. Alls bárust 113 umsóknir að þessu sinni með beiðni um styrki að fjárhæð u.þ.b. kr. 82 milljónir. Stjórn Menningarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 44 styrki, samtals að fjárhæð kr. 13,2 milljónir, til eftirtalinna verkefna: Íslenska menningarsamsteypan art.is ehf. Heimur kvikmyndanna í ritstjórn Guðna Elíssonar, 700.000. 500.000 kr.
13,2 millj. kr. úthlutað úr Menningarsjóði

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menningarsjóði fyrir árið 1999. Alls bárust 113 umsóknir að þessu sinni með beiðni um styrki að fjárhæð u.þ.b. kr. 82 milljónir. Stjórn Menningarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 44 styrki, samtals að fjárhæð kr. 13,2 milljónir, til eftirtalinna verkefna:

Íslenska menningarsamsteypan art.is ehf. Heimur kvikmyndanna í ritstjórn Guðna Elíssonar, 700.000. 500.000 kr. hlutu Bókaútgáfan Iðunn, Íslenskir bátar I­IV eftir Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð; Sögufélag, Sýslu- og sóknalýsingar Múlasýslna 1839­1843; Hið íslenska bókmenntafélag, Annálar 1400­1800 VIII ­ Lykilbók 2 í ritstjórn Einars Arnalds; Söguritunarsjóður Félags íslenskra listdansara, Saga íslensks listdans eftir Árna Ibsen, viðbótarstyrkur; Æðarræktarfélag Íslands, Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi í ritstjórn Jónasar Jónssonar. 400.000 kr. hlutu Mál og mynd ehf., Njáluslóðir eftir Bjarka Bjarnason; Jón Kr. Gunnarsson, Eyjar við Ísland; Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Sigurjón Ólafsson, ævi og list II eftir Aðalstein Ingólfsson; Sigurrós Þorgrímsdóttir, (EES) Handbók; Ólína Þorvarðardóttir, Brennuöldin. Galdramál og galdratrú í málsskjölum og sagnageymd; Vaka-Helgafell, Ísland í síðari heimsstyrjöld, 4. bindi eftir Þór Whitehead; Þjóðsaga, Bréfaskipti dr. Valtýs Guðmundssonar og Jóhannesar Jóhannessonar bæjarfógeta eftir Jón Þ. Þór; Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðingar að fornu og nýju I­II. 300.000 kr. hlutu Helga Kress, Heilagra meyja sögur eftir Kirsten Wolf og Helgu Kress; Leikur s.f., Sjálfstæðið er sívirk auðlind eftir Ragnar Arnalds; Guðrún Karlsdóttir, Samræmd nafnamyndaskrá íslenskra ritverka fyrir 1540 eftir Guðrúnu Karlsdóttur, Kristínu Bragadóttur og Einar G. Pétursson; Bókaútgáfan Iðunn, Einar Benediktsson, ævisaga, 3. bindi, eftir Guðjón Friðriksson; Æskan ehf., Magnús organisti eftir Aðalgeir Kristjánsson; Guðmundur Magnússon, Safnahúsið; Jóhannes Helgi, Um víðan völl; Fornleifastofnun Íslands, Archaeologia Islandica, tímarit Fornleifastofnunar Íslands. 250.000 kr. Íþróttasamband fatlaðra, Stærsti sigurinn. Íþróttir fatlaðra á Íslandi í 25 ár eftir Sigurð Magnússon, viðbótarstyrkur; KFUM og KFUK í Reykjavík, Með eld í sál ­ 100 ára saga KFUM og KFUK á Íslandi eftir Þórarin Björnsson; Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Fyrsta öldin ­ saga KR í hundrað ár eftir Ellert B. Schram, viðbótarstyrkur; Mál og menning, Öræfasveit og saga könnunar Öræfajökuls eftir Snævar Guðmundsson; Mál og menning, Handbók um íslenska steina eftir Einar Gunnlaugsson. 200.000 kr. hlutu Jón Viðar Jónsson, Safn til sögu íslenskrar leiklistar og leikbókmennta 2. b;, Karton ehf., Horfin handtök eftir Pétur G. Kristbergsson; Janus F. Guðlaugsson, Íþróttanámskrá; Hið íslenska þjóðvinafélag, Andvari, ársrit 1999; Setberg, bókaútgáfa, Konur og Kristur eftir Sigurbjörn Einarsson; Bókaútgáfan Iðunn, Þjóðráð ­ Haldbær þróun samfélags og lífshátta eftir Hörð Bergmann; Vísindafélag Íslendinga, Vísindi við aldarhvörf. Afmælisrit Vísindafélagsins 1918­1998; Þjóðsaga, Horfin öld á Hafnarslóð eftir Aðalgeir Kristjánsson; Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Studia Islandica 56. Að leita trúar í sögum. Um heiðni og kristni í sögum og samtíma Gunnars Gunnarssonar eftir Höllu Kjartansdóttur; Bandalag íslenskra skáta, Sveitarráðið, handbók fyrir skátaforingja. Hörður Zophaniasson tók saman; Bandalag íslenskra skáta, Handbók fyrir dróttskátaforingja eftir Ólaf Ásgeirsson; Rannsóknastofa í kvennafræðum, Íslenskar kvennarannsóknir 1970­1998. Ritstjórar Helga Kress, Kristín Björnsdóttir og Rannveig Traustadóttir; Hið íslenska bókmenntafélag, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík eftir Svein Yngva Egilsson. 150.000 kr. hlutu Haraldur Jóhannsson, Saga hagfræðinnar fram á miðja 19. öld; Jenný Karlsdóttir, Leiðbeiningar til að nema ýmsar kvenlegar hannyrðir 1886 og Leiðbeiningar til að nema ýmsar hannyrðir og fatasaum 1828; Snorri Sigfús Birgisson, Portrett nr. 1­7. Nótur og 100.000 hlaut Svavar Sigmundsson, Úrval úr ritum Grunnavíkur-Jóns í ritstjórn Guðrúnar Ingólfsdóttur og Svavars Sigmundssonar.

Stjórn Menningarsjóðs ákvað einnig að veita 100 þús. kr. úr Minningarsjóði Josephine Einarsson. Verðlaunin hlýtur Andri Snær Magnason fyrir ritgerðina "Ó guðs verk eru öll mjög frábær! Um trú í ljóðum Ísaks Harðarsonar. Ritgerð hans var valin til útgáfu af ritstjórn Ungra fræða, sem er útgáfa á framúrskarandi ritgerðum í íslenskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og verður hún gefin út haustið 1999.

Hlutverk Menningarsjóðs er skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994 að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar.

Stjórn Menningarsjóðs skipa þær Bessí Jóhannsdóttir, formaður, Áslaug Brynjólfsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir.

Morgunblaðið/Sverrir BESSÍ Jóhannsdóttir afhendir Andra Snæ Magnasyni styrk úr Minningarsjóði Josephine Einarsson.

ÞEIR sem hæstu styrkina hlutu og stjórn Menningarsjóðs.