LORENZO Sanz forseti Real Madrid og félagi hans hjá Juventus, Roberto Bettega, hittust í vikunni til þess að ræða hugsanleg skipti á leikmönnum.
LORENZO Sanz forset STOFNANDI:: IVBE \: \: LORENZO Sanz forseti Real Madrid og félagi hans hjá Juventus, Roberto Bettega, hittust í vikunni til þess að ræða hugsanleg skipti á leikmönnum. Bettega hefur áhuga á að fá Hollendinginn Clarence Seedorf í herbúðir sínar en leikmaðurinn hefur ekki náð sér á strik á Bernabeu á leiktíðinni og hefði ekkert á móti því að skipta um vettvang.

EINNIG ræddu þeir saman um hugsanleg kaup Real á knattspyrnumanni ársins 1998, Zinedine Zidane, sem gjarnan vill flytja sig um set. Real mun hafa boðið Juventus annaðhvort Roberto Carlos eða Predrag Mijatovic og um einn milljarð króna til viðbótar fyrir Frakkann snjalla, en ekki fengið nein viðbrögð enn við tilboðinu.

RUUD Gullit knattspyrnustjóri Newcastle hefur boðið Mallorca 500 milljónir króna fyrir varnarmanninn Marcelino Elena. Mallorca hefur ekki mikinn áhuga á að selja Elena en hann er með lausan samning við félagið í vor og þar sem samningaviðræður leikmannsins og félagsins hafa ekki leitt til nýs samning má vera að Spánverjarnir taki tilboði Gullits.

EBBE Sand framherji Bröndby hefur verið seldur til þýska liðsins Schalke 04 og hefur æfingar hjá félaginu í júlíbyrjun næstkomandi. THOMAS Strunz leikur ekki með Bayern M¨unchen næstu tvær vikurnar vegna tognunar í læri sem hann varð fyrir í landsleik við Skota á miðvikudagskvöldið. Hann ætti að vera orðinn klár í slaginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí.

THOMAS H¨assler ætlar að yfirgefa Dortmund við lok leiktíðarinnar og reima á sig keppnisskóna í herbúðum 1860 M¨unchen síðsumars. H¨assler, sem er 32 ára, er með samning við Dortmund til 2002 en félagið hefur ákveðið að leyfa honum að fara endurgjaldslaust til nýju húsbændanna.