Vestmannaeyjum-Knattspyrnudeild ÍBV hefur nýlega gert tvo stóra samstarfssamninga. Annars vegar er samningur til tveggja ára við Samskip, en með samningnum verður Samskip einn af stærstu styrktaraðilum ÍBV. Hins vegar hefur ÍBV gert samning við Vífilfell.
ÍBV gerir samstarfssamninga Vestmannaeyjum - Knattspyrnudeild ÍBV hefur nýlega gert tvo stóra samstarfssamninga. Annars vegar er samningur til tveggja ára við Samskip, en með samningnum verður Samskip einn af stærstu styrktaraðilum ÍBV. Hins vegar hefur ÍBV gert samning við Vífilfell. Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér söluskyldu ÍBV á vörum Vífilfells auk margháttaðrar samvinnu á ýmsum sviðum. Með samningnum verður Vífilfell einn af fjórum stærstu styrktaraðilum ÍBV. Báðir samningarnir voru undirritaðir í hófi sem haldin voru í húsakynnum fyrirtækjanna í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SAMSTARFSSAMNINGURINN við Vífilfell undirritaður. Frá vinstri: Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, Jóhannes Ólafsson, formaður, Ingi Sigurðsson, leikmaður ÍBV, Hlynur Stefánsson, umboðsmaður Vífilfells og fyrirliði ÍBV, og Páll Líndal, sölustjóri Vífilfells. ÞORSTEINN Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, og Guðmundur P. Davíðsson, forstöðumaður flutningasviðs Samskipa, handsala samstarfssamninginn.