Lagarljóð Kópavogsskálda SKÁLDKONUR í Ritlistarhópi Kópavogs komu nokkrum ljóðum fyrir í heitu pottunum í Sundlaug Kópavogs á dögunum. Ljóðin eru 32 að tölu og yrkisefnið frjálst. Skáldkonurnar eru Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Sigrún Oddsdóttir, Anna S. Björnsdóttir, Helga K.
Lagarljóð Kópavogsskálda

SKÁLDKONUR í Ritlistarhópi Kópavogs komu nokkrum ljóðum fyrir í heitu pottunum í Sundlaug Kópavogs á dögunum. Ljóðin eru 32 að tölu og yrkisefnið frjálst. Skáldkonurnar eru Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Sigrún Oddsdóttir, Anna S. Björnsdóttir, Helga K. Einarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Guðríður Lillý Guðmundsdóttir.

Vonast skáldin til að ljóðin muni lífga upp á heimsóknir í heitu pottana og leyfi fólki að njóta skáldskapar í þeirri slökun er heitu pottarnir og laugarnar veita í önnum hins daglega lífs.

Ritlistarhópur Kópavogs hefur starfað í nokkur ár, félagar hópsins eru skáld og rithöfundar í Kópavogi. Vikulegir fundir og upplestrar hópsins eru á kaffistofu Gerðarsafns á fimmtudögum klukkan 17 á veturna.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKÁLDKONURNAR með lagarljóðin: Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guðríður Lillý Guðmundsdóttir, Anna S. Björnsdóttir og Sigrún Oddsdóttir. Fjarverandi þegar ljósmyndara bar að garði voru Helga K. Einarsdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir.