B&L heldur upp á 7 ára afmæli Hyundai á Íslandi um þessar mundir. Það var 22. maí 1992 sem B&L, umboðsaðili Hyundai á Íslandi, hóf sölu og innflutning á Hyundai bílum frá S-Kóreu. Á þessum 7 árum hafa verið fluttir inn til landsins 4.282 Hyundai bílar. Hyundai er breið lína bíla en nýjasta afsprengið er fjórhóladrifinn sjö manna bíll sem kostar 2.348.000.
DAITHATSU CUORE REYNSLUEKIÐ - FORNBÍLASÝNING Í LAUGARDALSHÖLL - FORD NÚMER 1?

Hyundai í 7

ár á Íslandi

B&L heldur upp á 7 ára afmæli Hyundai á Íslandi um þessar mundir. Það var 22. maí 1992 sem B&L, umboðsaðili Hyundai á Íslandi, hóf sölu og innflutning á Hyundai bílum frá S-Kóreu. Á þessum 7 árum hafa verið fluttir inn til landsins 4.282 Hyundai bílar. Hyundai er breið lína bíla en nýjasta afsprengið er fjórhóladrifinn sjö manna bíll sem kostar 2.348.000. B&L sýnir Hyundai bíla í nýjum sýningarsal sínum að Grjóthálsi 1.

Smart mestu

mistökin?

DAIMLERCHRYSLER hefur lagt sem svarar til um 100 milljarða íslenskra króna til þróunar og smíði Smart örbílsins en salan á bílnum hefur algjörlega brugðist. Jürgen Schrempp, yfirmaður DaimlerChrysler, segir í Spiegel að hann gefi Smart þrjá til sex mánuði til að rétta úr kútnum. Aukist salan ekki verulega verði hætt að framleiða bílinn. Upphaflega var ráðgert að 140 þúsund bílar seldust á ári en nú sættir DaimlerChrysler sig við 80 þúsund bíla sölu. Þrátt fyrir að verðið á bílnum hafi verið lækkað verulega, bætt hafi verið við búnaði og miklum fjárhæðum verið varið í auglýsingar, vantar sárlega kaupendur.