Konunglegir blásarar í Ráðhúsi Reykjavíkur BLÁSARAKVINTETT konunglega danska lífvarðarins heldur tónleika í Ráðhúsinu í Reykjavík á þriðjudag kl. 17. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Svend Vermund á trompet, Stig Sønderris á trompet, Martin Cholewa á horn, Ib Lolck á básúnu og Carsten Geisler á túbu.
Konunglegir blásarar

í Ráðhúsi Reykjavíkur

BLÁSARAKVINTETT konunglega danska lífvarðarins heldur tónleika í Ráðhúsinu í Reykjavík á þriðjudag kl. 17.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru Svend Vermund á trompet, Stig Sønderris á trompet, Martin Cholewa á horn, Ib Lolck á básúnu og Carsten Geisler á túbu. Hljóðfæraleikararnir eru allir í hljómsveit konunglega danska lífvarðarins og hafa því oft leikið við hirðina, m.a. við brúðkaup Alexöndru prinsessu og Jóakims prins árið 1995 og 25 ára stjórnunarafmæli Margrétar Danadrottningar árið 1997. Auk þess hefur hljómsveitin leikið í veislum þjóðhöfðingja innanlands og utan, haldið tónleika í London árið 1993, á Íslandi 1995 og 1997 og í Kanada 1997.

Flutt verður m.a. tónlist frá hirð Kristjáns konungs IV en einnig verk eftir Lennon og McCartney (Beatles Medley) Pietro Mascagni (úr óperunni Cavalleria Rusticana) og eftir Stravinskij (Cirkus Polka).

Aðgangur er ókeypis á tónleikana.

BLÁSARAKVINTETT konunglega danska lífvarðarins: Martin Cholewa, Carsten Geisler, Svend Vermund og Stig Sønderris.